Ísland á að mótmæla afskitum USA kröftuglega!


   Hvers vegna í ósköpunum mótmæla íslenzk stjórnvöld
ekki afskiptum kratastjórnar Bandaríkjanna af hvalveiðum
Íslendinga kröftuglega? Ekki síst þar sem USA er ein mesta
hvalveiðiþjóð heims, og Ísland fer algjörlega að alþjóðalögum
ekki síður en Bandaríkjamenn við hvalveiðar. Já hvers vegna
er sendiherra USA á Íslandi ekki kallaður á teppið og þess
krafist að hótun bandarískra stjórnvalda um beitingu dipló-
matískra þvingana verði tafarlaust tekin til baka? Ella verði
öll samskipti Íslands og USA tekin  til alvarlegrar endurskoð-
unar.

   Og hverskonar vindhanapólitík viðhefur utanríkisráðherra
Íslands í þessu máli? Því á sama tíma og hann undrast þessa
afstöðu  USA  til hvalveiða Íslendinga,  ætlar þessi sami utan-
ríkisráðherra að kokgleypa  kröfur ESB um algjört hvalveiði-
bann á  Íslendinga ef Ísland gerist þar aðili.

    Tvískinnungur sósíaldemókratanna vestanhafs og á Ís-
landi er ALGJÖR í þessu máli. Eins og í alflestum  öðrum
málum!


mbl.is Lýsa yfir stuðningi við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvalveiðar Íslendinga eru ekki sjálfbærar. Það vita allir. Kristján Loftsson eyðir dýmætum gjaldeyri í vitleysuna, fjármagnaður af LÍÚ. En af hverju? Góð spurning. Líklega hybrid af frekju og hroka. Menn vilja sýna útlendingun að hér búi alvöri þjóð, sem láti ekki segja sér fyrir verkum. Barnaskapur og hálfvitagangur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 14:37

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ósatt Haukur. Hvalveiðar Íslendinga 100% sjálfbærar undir hávísindalegu
eftirliti. Hins vegar kom kjarnorkuslysið í Japan í veg fyrir útflutning þangað
í ár! Aulahátur og þjóðfjandsöm viðhorf hérlendra hvalverndara eru svo
þvílíkt rugl og bull að þau eru ekki svaraverð!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.9.2011 kl. 14:56

3 identicon

“Sjálfbær er sú þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.”

En ég átti ekki við þetta, Guðmundur, líklega hef ekki orðað þetta nógu vel. Ég átti við það, að útgerðin stendur ekki undir kostnaði, hún borgar sig ekki. Ég hef ekkert á móti veiðum á hnísu eða hval fyrir innanlandsmarkaðinn, miðað við eftirspurn. Og það sama gildir um veiðar fyrir markaði erlendis, en sá markaður er ekki fyrir hendi. Af ýmsum ástæðum, líklega einnig vegna viðhorfs um verndun hvala. En slíkt verðum við að respektera, en ekki bara rífa kjaft og sýna fólki fingurinn. Okkar orðstír er ekki upp á marga fiska þessa daganna. Það þekki ég mætavel, þar sem ég er búsettur erlendis.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 15:22

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Að láta undan óréttlátum rugl þrýstingi er ekkert sem lagar orðstír manna, ef þetta lið þarna í bandaríkjunum hefur svona gífurlegar áhyggjur af hvölum þá ættu þau að beina spjótum sínum að samlöndum sínum....

Um leið og við byrjum að taka mark á svona rugli og láta undan þrýstingu samtaka sem samanstanda af fólki sem hefur ekki hugmynd um málið annað en það sem "hjartað" segir þeim (t.d. það má ekki veiða hvali því þeir eru svo fallegir, svo góðir, svo gáfaðir... *setjið inn random lýsingarorð sem þið hafið heyrt*) þá býður maður bara upp á fleiri svona aðila reyna beita þrýstingi.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 19.9.2011 kl. 15:30

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ef orðspor okkar erlendis eru ekki upp á marga fiska er það alfarið vegna
aulaháttar íslenzkra stjórnvalda að tala ekki fyrir íslenzkum  málstað og
hagsmunum, sbr. Icesave.  Og ekki er nú orðsporin innan ESB og evrusvæðisins upp á marga fiska heldur. Aulaskuldabandalagið ESB og allur
fávitahátturinn og ráðaleysi þeirra í Brussel til að bjarga hinni glötuðu evru
kerir um þverbak. Helt jú til skamms tíma að aulahátturinn í íslenzkum stjórnmálum væri einstakur, en sé nú að aulahátturinn úti í Evrópu er
langtum meiri, þegar farið er að tala um að hin og þessi ESB-ríki séu
gjaldþrota vegna sukks, svínarís og ga ga mistaka um að ein mynt  myndi
lifa af hin gjörólíku hagkerfi smá og stór innan evrusvæðisins. Sem hver
heilvita maður gat séð að gengi aldrei upp.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.9.2011 kl. 15:39

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég myndi þegja yfir þessum ummælum forseta USA því þetta er svar sem hann varð að svara opinberlega. Eins og allir vita þá veru engin viðurlög sem fylgja svari hans. Við eigum að halda okkur við veiðar fyrir innanlandsmarkað og til lýsisframleiðslu/Díselolíu og bara kunna að þegja yfir því og vera ekki að ybba gogg við þá sem eru stærri. Við getum drepið hvali undir því yfir skini að við séum að bjarga nytjastofna í kringum landið. Já og þegja en það er númer eitt.

Valdimar Samúelsson, 19.9.2011 kl. 15:47

7 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas - sem og aðrir gestir, þínir !

Haukur Kristinsson !

Fjarri fer því; að ég teljist til þjóðernissinna í dag - miklu fremur; Alþjóðasinna, í ljósi ódugnaðar Íslendinga, að kasta af sér oki núverandi valda stéttar, ALLRA flokka, en sammála er ég Guðmundi Jónasi, fornvini mínum, og þeim Halldóri Björgvin, í ljósri allra aðstæðna - svo og þeirrar staðreyndar, að Hvalur h/f, þeirra feðga, Lofts Bjarnasonar og Kristjáns, sonar hans, hafa skilað ómældum tekjum, inn í íslenzkt þjóðarbú, á umliðnum áratugum. 

Þú ert aftur á móti; ósköp venjulegur flysjungur, í stíl við þá Árna litla Finnsson og Hjörleif Guttormsson, auk nokkura ''Sjálfstæðismanna'' , sem ekki mega til þess hugsa, að styggja Bandarísku Heimsvalda sinnana - né ESB leppríkja flóru þeirra, Haukur minn.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 15:55

8 identicon

Árni Finnsson og og Hjörleifur Guttormsson. Ekki leiðum að líkjast.

En áttir þú ekki við Völsungur, en ekki flysjungur?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 16:18

9 identicon

Nei Haukur; flysjungar, í ljósi þess, að þið hafið ekki nennu til, að benda á aðrar leiðir, til atvinnusköpunar.

Auk þess; sem ykkur á að vera fullkunnugt, um yfirgengilegt át Hvalanna, á hinum ýmsu Fiskum- og Krabba dýrum, nær - sem fjær landinu.

Hvernig; brygðust þið við, Náttúru ofurverndar sinnar, ef Sláturfélag Suðurlands - Norðlenzka, sem önnur sláturhús, hættu að lóga öldruðum Kúm - sem geldneyti, fyrir það ær sakir einar, að um svo fallegar skepnur væri að ræða - og þeim mætti ekki farga, á nokkurn máta ?

Eða; gilda einhver önnur viðhorf, í lífríki sjávarins - en á þurru landi ?

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 16:31

10 identicon

Hvalastofnarnir við landið eta álíka mikið og allur fiskveiðifloti okkar veiðir og því er það okkur nauðsynlegt að halda þeim í hæfilegri stærð svo ekki skerðist af veiðanlegum fiski. 

Hvalastofnarnir við landið eru ekki í útrýmingarhættu, þ.e.a.s. þeir sem eru veiddir.  Stofnar í útrýmingarhættu s.s. Búrhveli og Steypireyður eru ekki veiddir hér.

Hvalir eru ekki gáfaðri en hundar samkvæmt nýjustu rannsóknum.  Stærð heilans í þeim hefur ekkert með auknar gáfur að gera.

Hafa verið gerðar rannsóknir á því hvað mikið dró úr stærð nytjastofna fiska sem eru veiddir, eftir að Íslendingar dróu úr hvalveiðum á sínum tíma?

Verður næst farið fram á það að við drögum úr fiskveiðum svo hvalirnir hafi eitthvað eta? 

Skyldu Bandaríkjamenn og EB-kóngurinn vera til í að bæta okkur upp skilyrðislaust allan tekjumissirinn ef við hættum fiskveiðum?

Jóhannes (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband