Forrsetakosningarnar um fullveldið eða ESB!


  Það er deginum ljósara eftir frábært viðtal á Bylgjunni
við forseta Íslands, að komandi forsetakosningar munu
snúast um fullveldi Íslands eða ESB--aðild. Svo einfalt
er það!

  Fyrir okkur sem kjósum fullveldið og þjóðfrelsið er valið
auðvelt. Herra Ólafur Ragnar Grímsson er okkar forseti!
Þeir sem vilja ESB-aðild og meiriháttar fullveldisframsal,
ásamt hættu á Icesave-drápsklyfjum, kjósa Þóru Arnórs-
dóttir. 

    Skýrara getur þetta ekki verið!
mbl.is Segir Jóhönnu í herferð gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, skýrara getur það ekki verið!

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 14:01

2 identicon

Auðvitað er okkar forseti ffullfær um að ríkja áfram.

Ólafur Ragnar verður okkar forseti áfram.

Hans verður minnst sem eini forsetinn sem er dugur í til þessa dags. Áfram Ísland..

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 14:46

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fullveldissinnum er líka alveg óhætt að kjósa Andreu.

Hún er ekki evrópskur kafbátur, heldur rammíslensk kjarnakona.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.5.2012 kl. 20:29

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Guðmundur Ásgeirsson, þar sem þú sem þekkir Andreu, segðu okkur frá, okkur sem það gerum ekki. 

Hrólfur Þ Hraundal, 13.5.2012 kl. 20:50

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú nafni. En hún hefur bara enga möguleika. Baráttan er milli fullveldissinnans Ólafs eða ESB-sinnans Þóru. Getum enga áhættu tekið
í slíku þjóðfrelsisstríði!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.5.2012 kl. 20:52

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Alþingi samþykkti árið 2009 að Ísland skyldi sækja um inngöngu í Evrópusambandið. Í þingsályktuninni kemur skýrt fram að væntanlegur aðildarsamningur skuli fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viðræður hafa staðið yfir síðustu ár og ef samningar nást og nefndin kemur heim með aðildarsamning, þá afgreiðir Alþingi hann fyrst frá sér og leggur hann síðan í þjóðaratkvæði.

Forsetinn hefur því engin áhrif á þá framvindu og á ekki að skipta sér af henni. Það sem ég hef sagt er að ef svo ólíklega skyldi vilja til að einhverjum dytti í alvörunni í hug að reyna að fara framhjá því að þjóðin eigi lokaorðið í algerlega hreinni og beinni atkvæðagreiðslu (þ.e. bara já eða nei), þá væri það dæmi um neyðartilvik þar sem forsetinn grípur inn í. Þannig að ég get fullyrt að það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um mögulega inngöngu Íslands í ESB.

Þóra Arnórsdóttir

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2012 kl. 21:29

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú forsetinn gæti einmitt gegngt lykilhlutverki í þessu  máli Svanur, því eins
og þú veist eru þingmenn aðeins bundnir við sannfæringu sína skv. stjórnarskrá. Þjóðaratkgvæðagreiðsla um ESB er ráðgefandi en ekki bindandi. Þannig að segjum sem svo að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu
yrði tiltölulega jöfn, og nei við ESB aðeins meiri, en á þinginu væri meirihluti
fylgjandi aðild. Og þingmenn færu að sannfæringu sinni og samþykktu aðild.
Þá gæti forset gripið til málsskotsréttar sins og skotið málinu aftur til
þjóðarinnar, en niðurstaða SLÍKRAR þjóðaratkvæðagreiðslu ER BINDANDI!
Þannig að fyrir okkur fullveldissinna skiptir það HÖFUÐMÁLI hver verði
kosinn forseti nú. Ólafur eða Þóra, sem er yfirlýstur ESB-sinni.
Það er ALGJÖRLEGA LJÓST!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.5.2012 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband