Vinstri grænir? Styðjið þið virkilega IPA-styrkina?


   Ráherrar og þingmenn Vinstri grænna?  Styðjið þið virkilega
IPA-styrki ESB? Upp á 5 milljarða króna til aðlögunar íslenzka
stjórnkerfinu að stjórnkerfi ESB? Og án þess að þjóðin sé
spurð? Án þess að fyrir liggi vilji þjóðarinnar að ganga í ESB?
Raunar er mikill meirihluti þjóðarinnar á móti ESB-aðild!

  Ef þið Vinstri grænir styðjið IPA-styrkina eruð þið þá um leið
ekki að lýsa ykkur sem ESB-flokk?  Einlægum ESB-flokk eins
og Samfylkingin?  Enda voruð það þið sem komuð Brussel-
lestinni af stað með ESB-umsókninni, - ekki satt?

  Þið Vinstri græn vitið að  ENGINN ESB-andstæðingur getur sam-
þykkt IPA-styrki ESB! Því ENGINN ESB-andstæðingur getur sam-
þykkt meiriháttar AÐLÖGUN að ESB! Frumforsendu ESB-aðildar.
Þannig að samþykkið þið IPA-styrkina viðurkennið þið FORMLEGA
að vera komin út úr ESB- skápnum! Og þá LIGGUR ÞAÐ FYRIR!
KLÁRLEGA! Ekki satt?

   Og Jón Barnason og Ögmundur Jónasson? Sitjandi í ríkisstjórn,
og styðja flokk og ríkisstjórn sem samþykkir jafn afdrífaríkt skref
inn í ESB og með IPA-styrkjunum, hvernig í ósköpunum ætlið þið 
að segjast  eftir það vera ESB-andstæðingar?  Hver trúir því?

   IPA-styrkirnir eru eitt stærsta skref Íslands inn í ESB. Upp  á
heila 5 milljarða króna, hvorki meir né minna. Sem ESB  getur
hvenær sem er endurkrafist gangi Ísland ekki í ESB. ALGJÖRT
MÚTUFÉ og VÍTAVERÐ AFSKIPTI að íslenzkum innanríkismálum!

  Sérhver ESB-andstæðingur á Alþingi Íslendinga ber að berjast
af ALEFLI gegn þessari árás ESB á fullveldi og sjálfstæði Íslands.
Enda standast IPA-styrkirnir  ekki íslenzka stjórnarskrá. - Málþóf
gegn því er m.a gott mál á Alþingi fram að komandi kosningum.
því í þjóðfrelsisstríði er fátt né neitt bannað!


   NEI VIÐ ESB = www.afram-island.is  www.xg.is   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm þeir virðast vera ESBflokkur eftir allt saman, enda deyjandi afl í Íslensku samfélagi.  Aldrei hefur neinn flokkur svo gjörsamlega svikið allt sem þeir lofuðu í kosningabaráttunni, og vonandi fá þeir þau örlög að þurrkast út í næstu kosningum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband