Ömurleg umræða um Evrópumál á Alþingi


   Það var ömurlegt að hlusta og horfa á umræðuna um Evrópumálin
á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan var í henni gjörsamlega dauð.  Já
steindauð! Hvorki flokksforysta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sáu
ekki einu sinni ástæðu til að taka þátt í henni. Og utanríkisráðherra
KOMST UPP MEÐ ÞAÐ að svara einungis hluta fyrirspurna sem hann
var þó fyrir fundinn búinn að fá skriflega. Já KOMST UPP MEÐ ÞAÐ að
fara með umræðuna út og suður, um víðan völl, enda í djúpum skít
með aðildarferlið. 

   Það var fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem hóf
umræðuna. EKKI núverandi! Illugi Gunnarsson! Er eitthvað meiriháttar
ÞÓRÚ-brúarsmið í gangi milli forystu Sjálfstæðisflokksins og Samfylk-
ingarinnar nú eftir kosningar? En meirihluti flokksforystunnar studdu
framboð Þóru í forsetakosningunum.  Hvers vegna þessi þögn ykkar
þá í þingsölum í gær?

   Þá kom fram  að nýju framboðin sem eiga fulltrúa á þinginu, Dögun,
Björt framtíð og Samstaða vilja ljúka viðræðunum. EKKI HÆTTA!

   Áhugaleysi hjá forystu Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks var æpandi!
Vantaði allan eldmóð og sannfæringarkraft!

   Vonandi verður kosið sem fyrst svo hægt verði að ljúka ESB-ruglinu
fyrir fullt og allt. Að Alþingi spegli þjóðarviljann í þessu stórmáli sem
ALLRA FYRST! Eftir að kjósendur hafa ærlega hreinsað til á Alþingi
eftir komandi þingkosningar!

    www.xg.is   www.afram-island.is/magasin.pdf

mbl.is ESB féllst á opnunarviðmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við verðum á fullu að fylgjast með hvernig tekið er á þessu,ég ákveð ekki fyrr en á síðustu stundu hvernig ég ræð mínu atkvæði og nokkurra sem vilja að ég leiðbeini þeim.

Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2012 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband