Kjósverjar stöðva Rugl-sjúkrahúsið. Flott hjá þeim! HÚRRA!


    Þjóðin á í mikilli þakkarskuld við Kjósverja takist þeim að
stöðva OFUR-RUGLS áformin um byggingu nýs sjúkrahús í
Vatnsmýrinni. En sveitarstjórn Kjósarhrepps feldi tillögu  um
breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, en hún er 
frumforsenda þess að OFUR-RUGLIÐ í Vatnsmýrinni komist
í framkvæmd. 

   OFUR-RUGLS-hugmyndin um byggingu OFUR-sjúkrahúss 
fyrir a.m.k hundrað milljarða eins og um fleiri milljón manna
þjóð sé að ræða, þegar ríkiskassinn er miklu meira en GAL-
TÓMUR, bendir til að enn stjórni algjörir fávitar efnahagsmál-
um þjóðarinnar. Sama sukkið og ábyrgðarleysið og var  í
aðdraganda hrunsins 2008 virðist enn vera við líði. Þjóð sem
getur ekki einu  sinni rekið lágmarks heilbrigðiskerfi hefur ein-
faldlega ekki efni á OFUR-MONT-spítala yfir hundrað milljarða
OG ALLT TEKIÐ Á LÁNI með verðtryggðum okurvöxtum.

   Skiljanlegt er að óábyrgir vinstrisinnar vilji vaða blint í þetta
OFUR-fjárfestingarrugl að hætti sósíaldemókrata, sem aldrei
vilja viðurkenna t.d fámenni  þjóðarinnar. En illskijanlegt er að
Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að styðja ruglið. En þó ekki,
Hrunflokkurinn sjálfur, sem oftar en ekki lætur stjórnast  af
sósíaldemókrataískum viðhorfum. OFUR-RUGLI í ríkisfjármálum!

    Stoltur af hins vegar af HÆGRI GRÆNUM, flokki fólksins, sem
vísa OFUR-ruglinu á bug, og virðast einn flokka með peningalegt
jarðsamband. Flokkur sem vill að þjóðin eyði ekki um efni fram, 
og sníði sér ávalt stakk eftir vexti. Og þá ekki hvað síst varðandi
ríkisfjarmál og að ,,báknið" sé alltaf birt.

    Stefnumál Hægri grænna varðandi nýjan Landsspítala má lesa
á heimasíðu flokksins www.xg.is  Stefna skynsemi og raunsæi!    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og skv. skoðanakönnunum er stór hluti þjóðarinnar ALFARIÐ í móti ruglinu.
Stór-bætum kjör heilbrigðisstéttanna, endurnýjum tæki og tól eins og best þekkist, og viðhöldum fasteignum og byggjum þær upp eftir efnum og aðstæðum. Líka um land allt!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2012 kl. 01:34

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þessi spítalabygging er eins og allir heilvita menn sjá, 2007 rugl og endaleysa. En á hinn bóginn sýnir þetta í hvaða öngstræti menn eru komnir í þessum skipulags og byggingamálum.  Ef einhver kverúlant  vill koma í veg fyrir einhverja tiltekna framkvæmd  gefa lögin og reglugerðirnar honum hundrað vopn í hendurnar til að stöðva bráðnauðsynleg verk.  Kannski verður bráðum að spyrja Raufarhafnarbúa hvort setja megi upp pylsusjoppu í miðbæ Reykjavíkur.

Þórir Kjartansson, 6.12.2012 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband