Hættulegur ritstjóri


   Leiðari DV í dag ber heitið ,,HÆTTULEGUR FORSÆTISRÁÐHERRA".
Sem  miklu  frekar  hefðu  mátt  bera yfirskriftina  ,,HÆTTULEGUR
RITSTJÓRI". Því  á DV  eins og jafnan eru hlutirnir settir í hvolf. Og
oftar en ekki hafðir undir öfugum formerkjum.

   Tilefni þessa hættumats ritstjóra DV á forsætisráðherra var viðtal
við forsætisráðherra í útvarpsþættinum á Sprengisandi  s.l. sunnudag. 
Hafði ritstjórinn allt á hornum sér, og eins og áður sagði taldi forsætis-
ráðherra hættulegan þjóðinni, og væri ekki á vetur setjandi.

   Í þessu sambandi má minna ritstjóra DV á málflutning hans og blaðs
hans í Icesave. Ólíkt höfðust þeir að í því stórmáli hann og forsætis-
ráðherra.  En með ákveðni og óbilandi trú á íslenskan málstað skipaði
núverandi forsætisráðherra sig í forystusveit þeirra sem hvað harðast 
börðust gegn Icesave, með stuðningi forseta Íslands og síðar meiri-
hluta þjóðarinnar. Þjóðargjaldþroti var forðað!  Ritstjóra DV væri holt
að rifja þetta stórmál upp áður enn hann fer að kalla Sigmund Davíð 
hættulegan forsætisráðherra.  -  Maður líttu þér nær! Því hefði mál-
flutningur Icesave-sinna sigrað, hefði ritstjórinn ekki þurft að  bera
fyrir sig þjóðarhag í dag, og því siður fjöregg íslenskrar þjóðar, því
hvort tveggja hefði fokið fyrir veðri og vindi, hefði þjóðarsvikin  í
Icesave orðið að veruleika. 

    Þá má einnig vekja athygli á hvað mun þjóðhollari viðhorf forsætis-
ráðherra hefur í Evrópumálum, og varðandi fullveldi og sjálfstæði Ís-
lands, heldur en þjóðhættuleg viðhorf varðandi þau mál, sem DV  og
ritstjóri þess hefur fylgt hingað til.  Að ekki sé talað um öfga-upphróp-
arninar á þeim bæ um þjóðrembu og þjóðernisfasisma í hvert sinn 
sem talað er um trú á íslenska framtíð og að staðið sé fast um íslenska
þjóðarhagsmuni.

  Leiðari DV í dag er blaðinu til mikilla vansa og ekki í fyrsta skiptið!
Ómálefnaleg og gegnumsýrð hættulegum öfgaáróðri og dylgjum.

   Hættuleg ritstjórn það!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fjölmiðlar hafa ekki framkvæmdavald, hætta liggur hjá þeim sem völdin hafa.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.10.2013 kl. 13:17

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fjölmiðlar hafa mikið skoðanamyndandi áróðursvald Jón sbr DV.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.10.2013 kl. 14:12

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eru þeir ekki 4.valdið?

Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2013 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband