Evróvisjón misnotað í pólitískum tilgangi


   Skv. frétt í Mbl. í dag virðist Ísaelsmenn ætla sér að misnota
Evróvisjón  í póitískum tilgangi. Lagið ,,Push" framlag Ísraels
er sagt  pólitískt í meira lagi, og sett til höfuðs erkifjandanum
Mahmound Ahmadinejed, forseta Írans.


   Í taxtanum er m.a sagt skv Mbl.  ,, Brjálaðir leiðtogar fela sig
og reyna að blekkja okkur. Með djöfullegan vilja sinn til að skaða,
munu þeir ýta á takkann".

   Sem einn af áhorfendum á Evróvisjón mótmæli ég því harðlega
að stríðið milli öfgasinnaða Zionísta og ofstækisfullra múslima
komist þannig inn á vettvang Evróvision.  Hef raunar ALDREI skilið
þátttöku Ísraels í Evróvisjón.  Veit ekki betur en að að Ísrael sé
utan Evrópu, og hafi því EKKERT erindi á Evróvisjón okkar Evrópubúa
að gera.
           

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband