Uppgangur vinstri-öfgamanna uggvænlegur !


  Og enn birtist ein skoðanakönnunin sem sýnir Vinstri-
græna (VG)  í stórsókn. Uppgangur slíks öfgasinnaðs
vinstriflokks setur  eðlilega ugg að mörgum þeim sem
vilja standa vörð um áframhaldandi hagsæld og vel-
ferð í  okkar borgaralega lýðræðisríki. Hvað veldur
slíkri fylgisaukningu við jafn míkinn afturhaldsflokk og
VG er með öllu óskiljanlegt. Og allra síst í ljósi þess að
á Íslandi hefur ALDREI verið eins mikil umsvif, gróska
og uppbygging á öllum sviðum þjóðlífsins og einmitt
síðustu ár.

   Hvað hafa Vinstri-grænir boðað sem réttlætir slíka
fylgisaukningu? Nákvæmlega EKKERT! Þvert á móti
hefur ALLUR málflutningur  þeirra  á  síðustu árum
verið sá að vera á móti nær ÖLLU sem hefur leitt úr
læðingi einn mesta KRAFT allra tíma í íslenzku atvinnu-
lífi, sem aftur hefur svo leitt til þess að ríki, sveitar-
félög og almenningur í þessu landi hefur ALDREI
staðið eins vel og nú. Margir HUNDRUÐU MILLJARÐAR
hafa skilað sér í ríkiskassann vegna einkavæðingar
ríkisfyrirtækja og árleg tugmilljarða skattheimta
þeirra  hefur skilað sér í ríkissjóð landsmanna. Menn
geta svo velt fyrir sér EYMDARÁSTANDINU t.d í
velferðarmálunum ef ríkið hefði orðið af öllum þessum
hundruðum milljörðum. Þá er ótalið öll þau meiriháttar
verðmæti sem skilað hafa sér í þjóðarbúið vegna
svokallaðrar ÚTRÁSAR fyrirtækja á erlendri grundu
vegna UMBYLTINGAR alls viðskiptalífs í FRJÁLSRÆÐIS-
ÁTT. Gegn ÖLLU þessu hafa Vinstri grænir verið á
móti og barist hatræmmt gegn.

   Vegna öfgastefnu VG  í umhverfismálum er ljóst að
landsbyggðin færi alverst út úr henni ef á sjónarmið
Vinstri-grænna yrði hlustað. Stórt stopp á að setja á
nær allt til að nýta auðlindir landsins á skynsamlegan
og hagkvæman hátt að mati VG.  Það þýðir meiriháttar
kreppu á landsbyggðinni,  sem og í þjóðfélaginu öllu.
 Vinstri-grænir vilja þannig  gera Ísland að einu
RAUNVERULEGU BORGRÍKI!


   Vinstri-grænir eru SÓSÍALÍSKUR  flokkur og því
algjör TÍMASKEKKJA  í íslenzkum stjórnmálum  á
21 öld. Stóraukin skattheimta og forræðishyggja er
þeirra ær og kýr. Svo miklir vinstrisinnaðir róttæk-
lingar að þeir  skila meir að segja algjöru AUÐU
þegar fjallað er um jafn mikilvægan málaflokk  og
þjóðaröryggismál íslenzku þjóðarinnar. Bara fyrir
slík ÓÞJÓÐLEG VIÐHORF ætti slíkur flokkur EKKI
að mælast í skoðanakönnunum, hvað þá að fá fylgi
í kosningum.

    Og nú hafa Vinstri-grænum borist liðsauki til að rústa
efnahagslífinu. Svokölluð Íslandshreyfing, lifand land,
hefur komið fram og boðar sömu öfganar og Vinstri-
grænir. - Dautt land og eymdarlegt þjóðlíf er klárlega
framundan fái þessi afturhaldsöfl fótfestu í íslenzkum
stjórnmálum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband