Framsókn sækir á !


   Framsóknarflokkurinn er að sækja á skv. síðustu
Gallupspá með um 10% fylgi.

   Það er rétt mat hjá Staksteinum í Mbl. í dag ,,að
alla vega er ljóst að haldi þessi þróun áfram aukast
líkurnar á því að núverandi ríkisstjórn sitji áfram við
völd. -  Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins,
er augljóslega að finna hinn rétta takt í kosninga-
baráttunni".

   Og ennfremur segir í Staksteinum:

   ,, Ef þeir fylgja því eftir á næstu vikum með nýjum
hugmyndum þjóðinni til hagsbóta getur niðurstaðan
orðið viðunandi útkoma Framsóknarflokksins og
áframhaldandi samstarf núverandi stjórnarflokka".

   Það er gott að ritstjórn Mbl. sé farin að átta sig á
í hvað alvarlegt ástand stefnir ef núverandi stjórnar-
flokkar fá BÁÐIR ekki viðunandi kosningu og geti ekki
haldið þeirri mikilli grósku og framförum áfram í íslenzku
samfélagi eins og verið hefur s.l 12 ár.

   Falli núverandi ríkisstjórn er mikil óvissa framundan.
Engin trúir í raun að núverandi stjórnarandstaða geti
náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Til
þess er sundrungin  þar á bæ allt of mikil.  Samstjórn 
Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna getur  heldur aldrei
orðið nema mjög tímabundið, svo ólíkar eru áherslur
þessara flokka til grundvallamálefna. Þar að auki setti
Sjálfstæðisflokkurinn mjög niður við að leiða afdánkaða
sósíalista og vinstrisinnaða róttæklinga til áhrifa í ríkis-
stjórn Íslands. Samstarf Sjálfstæðisflokks við Samfylk-
ingu er sömuleiðis alls ekki fýsilegur kostur. Samfylkingin
mun koma mjög veik út úr næstu kosningum með tilheyr-
andi sundrungu og veikleika. Þannig, horfunar eru alls
ekki bjaratar í íslenzkum stjórnmálum komi núverandi
stjórnarflokkar ekki bærilega út úr kosningunum.

   Kastljósið mun því beinast mjög að Framsóknarflokknum
vikurnar farm að kosningum. Tekst honum að endurheimta
sitt fyrra fylgi eða ekki? Flokkurinn stendur mjög vel hvað
málefni snertir og stendur auk þess traustum fótum meðal
ákveðinna kjósendahópa. Jón Sigurðsson formaður Fram-
saóknarflokksins nýtur mikils trausts og virðingar og hefur
tekist að sameina flokkinn á ný. Framsóknarflokkurinn á því
alla möguleika til að fá viðunandi kosningu og þar með að
bjarga núverandi farsælu ríkisstjórnarsamstarfi.

   Kjósendur sem vilja traust og öruggt stjórnarfar áfram
hljóta því að líta til Framsóknarflokksins þegar kemur að 
því að velja flokk. Traust og öruggt stjórnarfar er undir-
staða allra  annara hluta í sérhverju þjóðfélagi. Það er því
afar mikilvægt  að tryggja öruggt stjórnarfar áfram, frum-
forsendu efnahagslegra framfara og stöðugleika.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband