Vond ferð Ingibjargar til Palestínu


   Viku ferðalagi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir utanríkis-
ráðherra er nú loks lokið um Mið-austurlönd. Yfirlýstur
tilgangur ferðarinnar var að kynna sér ástand mála þar,
einkum í Palestínu og Ísrael. Þegar ákveðið er að kynna
sér flókin pólitísk vandamál á framandi slóðum, hlýtur að
vera grundvallaratriði að kynna sér ástand mála frá sem
flestum hliðum. Í heimsókn sinni til Palestínu gerði Ingibjörg
það ALLS EKKI. Því var ferð hennar þangað  bæði vond og
misheppnuð!

   Í dag ríkir nánast borgarastríð í Palestínu. Tvær fylkingar,
Fatah og Hamas berjast þar um völdin. Hamas ræður Gaza,
Fata ræður Vesturbakkanum. Hamas náði á s.l. ári völdum
af Fatah í löglegum og lýðræðislegum kosningum. Ísreaelar
viðurkendu ekki stjórn Hamas, og lokuðu fyrir allar skatt-
greiðslur sem þeir innheimta fyrir heimastjórnina.  Þjóð-
stjórn með Hamas og Fatah var síðan komið á eftir blóðug
átök hreyfinganna. Þá þjóðstjórn setti Abbas forseti  og
Fatah-leiðtogi af, og skipaði umdeilda neyðarstjórn í óþökk
Hamas. Pólitísk pattstaða ríkir því á heimastjórnarsvæði
Plaestínumanna. Í raun borgarastríð, sem Ísraelstjórn
harmar ekki, og í raun kyndir undir.

   Við þessar aðstæður kom Ingibjörg til Palestínu með
nánast bundið fyrir augu. Pólitískur klofningur Palestínu-
manna virtist ekki skipta hana nokkru máli, fremur en 
hinn umdeildi múr sem Ísraealar eru að hlaða. Allflestir
vita þó  að pólitískur stöðugleiki í Palestínu hlýtur að vera
grunnforsenda friðarferils. Þess vegna voru það stærstu
mistök Ingibjargar Í Palestínuferðinni að sniðganga alveg
Hamas-samtökin, sem þrátt fyrir harðlínustefnu sína gagn-
vart Ísrael, ræður helmingi heimastjórnarsvæðisins, og
unnu síðustu kosningar sem fram fóru í alla staði fram
á lýðræðislegum grunni. Friður án aðkomu Hamas verður
þarna aldrei friður í raun.

   Með hinni undarlegri aðkomu sinni að málefnum Palestínu
í för sinni til Mið-austurlanda, hefur því  Ingibjörg gert mikil
mistök, og fyrirgert frekari trúverðugri aðkomu Íslands að 
friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. -  Spurning hver ber
ábyrgð á misvitrum ráðgjöfum Ingibjargar ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband