Páfagarður varar við sókn múslima



      Einkaritari Benedikts sextánda páfa varðaði í dag við
útbreiðslu íslamstrúar í Evrópu. Hann sagði við þýzka
blaðið Súddeutsche Zeitung að ,, það er ekki hægt að
neita því að verið er að reyna að útbreiða íslamstrú á
Vesturlöndum. Og við meigum ekki vera alltof blind
fyrir þeirri ógn sem þar með steðjar að sjálfsmynd
Evrópu. Kirkjan sér þetta greinilega og er ekki hrædd
við að segja það" sagði Georg Gánswein einkaritari
páfa.

    Þetta er mjög athyglisverð yfirlýsing og á eftir að
koma mörgum Vesturlandabúanum til að hugsa.
Líka okkur hér uppi á Íslandi.

   Benedikt sextándi er merkur páfi !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þú ert líklega býsna merkilegt kvikyndi sjálfur. Var Benedikt spurður um fleira í þessu viðtali? Getnaðarvarnir? Fóstureyðingar? Ungliða nasísta?

Bestu kveðjur

Þórarinn Leifsson

Thorarinn Leifsson (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 18:56

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Míkið eiga sumir bágt !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.7.2007 kl. 19:33

3 identicon

Heill og sæll, Guðmundur Jónas !

Þórarinn ! Mikið andskoti ertu óforskammaður, svona ummæli viðhöfum við ekki, sem viljum láta taka okkur alvarlega.

Jú, jú... víst má að mörgu finna; og það allrækilega innan Rómar kirkju, en........... Þórarinn, er ekki full ástæða til öflugrar viðspyrnu, gagnvart þessum ískyggilega óhugnaði, sem Mekku boðskapurinn felur, í sér ? Hið bezta framtak, að hefja máls, af nokkurri alvöru, í þessum efnum. Vísa til síðu minnar, fyrr í kvöld, þar sem ég kem inn á þetta mál.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 01:31

4 identicon

Ég hljóp kannski aðeins á mig að vera að kalla manninn kvikyndi í fljótfærni,  enda situr hann sár eftir :)

Það er sjálfsagt að velta þessum málum fyrir sér frá öllum hliðum, Óskar. 

Thorarinn Leifsson (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband