Munu sjálfstæðismenn leyfa krötum að stöðva oluhreinsunarmálið ?


   Nú þegar hugmyndin um byggingu olíuhreinsunarstöðvar
á Vestfjörðum virðist komin á gott skrið, beinast öll spjót að
ríkisstjórninni. Ljóst er að bæði iðnaðarráðuneytið og um-
hverfisráðuneytið munu þurfa að koma að málinu á næstu
vikum og mánuðum. Framkvæmdir við stöðina geta
hafist næsta sumar, leiði umhverfisrannsóknir ekki í ljós
meiriháttar meinbugi á verkefninu. Í kvöldfréttum sjón-
varps sagði Hilmar F.Foss, einn af eigendum Íslenzks
háttækniiðnaðar sem mun byggja stöðina, að fjármögnun
verði ekkert vandamál. Hún kemur aðallega frá Rússlandi,
Bandaríkjunum og Evrópu.

   En nú er það stóra spurningin hvernig ríkistjórnin bregst
við þessu stórmáli? Samfylkingin með iðnaðarráðherra hafa
talað ákveðið á móti hugmyndinni, en ef af henni yrði myndi
það hafa gifurleg jákvæð áhrif á vestfirskt samfélag og þjóðar-
búið í heild. Því hér er um allt að 200 milljarða fjáfestingu
að ræða.

   Munu sjálfstæðismenn leyfa krötum að koma í veg fyrir
þetta þjóðþrifamál, eins og svo mörg önnur? Því verður alls 
ekki trúað ! Nema þá að hin nýja forystusveit Sjálfstæðis-
flokksins ætli að stuðla hér að meiriháttar stöðnun og kreppu
í anda sósíaliskra hugmynda Samfylkingarinnar og annara
vinstrisinnaðra afturhaldsafla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Heyrðu Guðmundur minn, ertu ekki búinn að átta þig á, að olíuhreinsistöð er óþrifamál en ekki þjóðþrifamál?

Guð gefi að læknavísindin finni upp lyf við Framsóknarflokknum og framsóknarmennsku.

Jóhannes Ragnarsson, 16.8.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jóhannes minn. Meiriháttar hól gat ég ekki fengið frá aturhaldasta
og fornneskulegasta sósíalista vorra tíma hér uppi á Íslandi í byrjun
21 aldar. Takk kærlega fyrir Jóhannes, því nú veit ég hef 100% góðan málstað að verja! P.S en veit líka að það mun aldrei finnast lyf
við sósálísku afturhaldi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.8.2007 kl. 00:02

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Svo ein spurning til þín Jóhannes minn í lokin. Notar þú eða þínir
ættingjar aldrei olíu eða bensín.? Eða enga vöru unna úr olíu?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.8.2007 kl. 00:24

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þú hlýtur nú að geta svarað þessu litilræði miðað við öll svörin hin
sem þú telur þig hafa svör við hér á blogginu Jóhannes minn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.8.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband