Hvers vegna er íslenzkan ekki lögvarin ríkismál á Íslandi ?


   Það er furðulegt að einn helsti grunnstólpi íslenskrar
tilveru og íslenskrar menningar, tungan sjálf, skuli ekki
vera lögvarin sem ríkismál á Íslandi. Hvers vegna er
þjóðtungan ekki lögvarin í sjálfri stjórnarskránni ?
Frumvarp þess efnis var flutt á síðasta þingi en dagaði
uppi. Hafi verið ástæða til að flytja slíka tillögu þá og sam-
þykkja, er þörfin ennþá brýnni nú. Ekki síst í ljósi þeirrar
umræðu sem fram hefur farið síðustu daga um stöðu og
hlutverk íslenzkrar tungu í  íslenzku samfélagi.

   Íslenzk tunga er fjöregg íslenskrar tilveru. Hún á því
alls ekki að vera nein söluvara á Íslandi, og því síður
þar merkt einhverjum afsláttarmiðum. - Því á það að
verða eitt af fyrstu málum komandi þings að lögfesta
íslenzka tungu sem ríkismál á Íslandi..........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband