Ingibjörg Sólrún: Stjórnarsáttmálinn útilokar EKKI aðildarumsókn !


  Utanríkisráðherra fullyrti á stöð 2 í kvöld, að EKKI sé kveðið
upp úr um það í stjórnarsáttmálanum  að ekki verði sótt um
aðild að  Evrópusambandinu á kjörtímabilinu. Þetta er þvert
á það sem margir sjálfstæðismenn hafa haldið fram. Túlkun
utanríkisráðherra er afgerandi. Og sú túlkun hlýtur að vega
mjög þungt í ljósi þess við hvaða aðstæður sú túlkun er sögð.
Hún er nefnilega sögð við þær aðstæður að utanríkisráðherra
er nýkomin frá höfuðstöðvum ESB í Brussel. Þar hitti ráðherra
þá lykilmenn  sem koma til með að fara með aðildarumsókn Ís-
lendinga. Þeir eru Joe Borg framkvæmdastjóri sjávarútvegs-
mála og Olli Rehn framkvæmdastjóri stækkunarmála.

  Skv. þessu er aðildarferlið að Evrópusambandinu komið á
fulla ferð. Oli Rehn sem Ingibjörg Sólrún ræddi við, sagði við
þýzkt dagblað í sumar  að aðild Íslands yrði afgreidd með
hraði, enda væri hægt að ljúka samningarviðræðunum á
stuttum tíma. Og með ummælum sínum nú bendir utanríkis-
ráðherra á að stjórnarsáttmálinn útiloki EKKERT í því efnum.

  Það er alveg ljóst hvert stefnir í Evrópumálum. Eftir að
Sjálfstæðisflokkurinn tók þá ákvörðun að mynda ríkisstjórn
þar sem helmingur ráðherra eru eldheitir ESB-sinnar lá
ljóst fyrir hvernt stefndi. Ekki síst þar sem utanríkisráð-
herraembættið kom ESB-sinnum í hlut með nánast frjálsar
hendur hvað Evrópumálin varðar. Og ekki lætur hinn ESB-
sinnaði viðskiptaráðherra sitt eftir liggja í þeim efnum. 
Upptaka evru er hans helsta hugarfóstur þessa dagana
jafnframt því að tala niður þjóðargjaldmiðilinn. 

  Hausverkur þeirra sjálfstæðismanna sem hingað til hafa
verið andvigir aðild Íslands að ESB hlýtur því að vera mikill
þessa dagana. Nema að kratar hafi smitað þá svo með
ESB-vírusnum að þeir séu óðum að taka veikina líka..

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Þetta fer að verða eins og maður sé staddur í lélegri bíómynd sem maður kemst ekki út úr. Myndin fjallar um lítið land þar sem óþjóðlegur landráðaskríll hefur tekið við stjórnartaumunum og enginn virðist ráða neitt við neitt.

Handritið er svona: Ráðherrar ríkisstjórnarinnar tala um að leggja niður gjaldmiðilinn og koma þjóðarauðlindinum í eign útlendinga, erlendir flæða stjórnlaust inn í landið, varaformaður annars stjórnarflokksins tekur undir óráðshjal um að afnema þjóðtunguna og síðan kemur formaður sama flokks og gefur fyrirheit um fullveldisafsal með inngöngu í erlent ríkjabandalag.

Er ekki kominn tími til að ganga út af þessari mynd og slökkva á sýningarvélinni?

Magnús Þór Hafsteinsson, 23.9.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Er ennþá vírusfrír! Fussum svei!

Örvar Már Marteinsson, 23.9.2007 kl. 23:35

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Stórfurðulegt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.9.2007 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband