Valgerður telur Sjálfstæðisflokkinn með eindæmum veikann


    Það er rétt mat hjá Valgerði Sverrisdóttir vara-formanns
Framsóknarflokksins að staða Sjálfstæðisflokksins er með
eindæmum veik um þessar mundir. Þetta kemur fram á
heimasíður hennar. Valgerður segir að ,,flokkurinn hefur
vissulega hrakist úr meirihlutasamstarfi í Reykjavík vegna
innbyrðis sundurþykkju, en á landsvísu gæti orðið stutt
í sömu málalok ef fram heldur sem horfir. Með ríkisstjórn-
armyndun sjálfstæðismanna með Samfylkingu s.l vor var
pólitískt líf Ingibjargar Sólrúnar nefnilega ekki aðeins
endurvakið. Með þeirri atburðarás sem átti sér stað  var
líka gengið þannig til verks að samstarf Sjálfstæðisflokks
við  Framsóknarflokk og Vinstri græna gæti orðið erfitt
á næstu árum".

   Síðan segir Valgerður. ,,Það verður því fróðlegt að
fylgjast með vinnubrögðum  sjálfstæðismanna við heima-
tilbúnum ágreiningsmálum og skeytasendingum Samfylk-
ingarinnar s.s frestun vatnalaga, hugmyndum um skipun
hæstaréttardómara, hugmyndum um stjórnarskrárbreyt-
ingar sem auðveldi þátttöku í yfirþjóðlegu samstarfi eins
og innan Evópusambandsins o.s.frv. Hversu lengi kyngir
Sjálfstæðisflokkurinn slíkum sendingum og hver er leiðin
út?" spyr Valgerður.

  Allt er þetta hárrétt hjá Valgerði. Hin nýja flokksforysta
Sjálfstæðisflokksins hefur verið ótrúlega óraunsæ og tekið
meiriháttar RANGAR pólitískar ákvarðanir í GRUNDVALLAR-
ATRIÐUM.  Fékk einstakt tækifæri í vor að skapa ný þáttar-
skil í íslenzkum stjórnmálum með því að kjósa áfram borg-
aralega og frjálslynda ríkisstjórn á þjóðlegum grunni með
Framsókn og Frjálslyndum. Þessu einstaka tækifæri hafnaði
flokksforysta Sjálfstæðisflokksins. Fell þess í stað í faðm
Evrópusambandssinnaða krata og björguðu þar með póli-
tísku lífi Ingibjargar Sólrúnar. Í dag hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn veikst með eindæmum, það er það sem hann er að
uppskera síðustu daga, fyrir fádæm pólitísk mistök síðustu
mánuði og misseri..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég hef aldrei nokkur tíman tekið orð hennar alvarlega, ekki frekar en þegar maður hlustar á heimilishundinn gelta,

En hinsvegar er ekki alveg fyrirséð hvernig forusta Sjálfstæðisflokksins kemst út úr núverandi krísu.

1. Í atvinnulífinu væri svona trúnaðarbrestur og vinnubrögð leyst með því að nokkrir fengju pokann sinn.

2. Innan fjölskyldunnar væri svona fjölskylduvandamál leist með einangrun og ekkert kynlíf í minnst 2 mánuði og unglingurinn settur í farbann í óákveðin tíma

3. Á A.A meðferðarheimilinu væru viðkomandi hent aftur út á götuna og fengju aldrei að fara aftur í meðferð.

4 . Á heimili vangefinna væri hugsanlega, nei fyrirgefðu er þar ekki þar sem þessir menn eiga heima ?

Og ekki bætist ástandið hjá Sjálfstæðisflokknum ekkert verður leiðrétt í OR málinu eins og nú er að verða ljóst. Þá veltir maður fyrir sér hvað litli strákurinn setti í gang í flokknum.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 19.10.2007 kl. 20:11

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Þegar stýrimaðurinn og bátsmaðurinn hringja í útgerðina og lýsa því yfir að kompásinn hjá skipstjóranum sé snarsitlaus og heimta að karlinn sé tekinn í land þá er vandi á höndum.  Ef útgerðin bregst ekki rétt við, þá er allur flotinn í vandræðum, óháð því hvort kompásinn var í raun réttur eður ei.

Júlíus Valsson, 19.10.2007 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband