Sjálfstæðismenn álykta um olíuhreinsistöð


   Skv.frétt BB.is í dag fagnar stjórn sjálfstæðisfélagsins
Skjaldar á Patreksfirði  framkomnum  hugmyndum um
olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum, og styður heilshugar
áframhaldandi vinnu um að henni verði fundinn staður
í Hvestu í Arnarfirði. Stjórnin harmar yfirlýsingar sumra
ráðherra, að slík starfsemi sé ekki æskileg á Vestfjörð-
um í ljósi atvinnuástands og fólksfækkunar þar.

  Ljóst er að mikill stuðningur meðal sjálfstæðismanna
á Vestfjörðum er við olíuhreinsistöðvarmálið enda er
Einar Kr Guðfinsson sjárvarútvegsráðherra hlynntur
því að málið sé skoðað. Hins vegar er andstaðan við
málið algjör innan Samfylkingarinnar, og hafa báðir
lykilráðherrar í málinu, iðnaðar-og umhverfisráðherra
lýst mikilli andstöðu við það. Þannig að á meðan svo
er, er málið út af borðinu.

  Enn eitt dæmið um gjörólíkar áherslur á stjórnar-
heimilinu þessa daga.  Svo virðist sem sjálfstæðis-
menn lúffi fyrir hverju málinu á fætur öðru, sem ber
vott um vaxandi veikleika þeirra gagnvart samstarfs-
flokknum. Nýjasta er yfirlýsing umhverfisráðherra
að sækja alls ekki um neinar undanþágur fyrir Ísland
á loftlagsráðstefnu SÞ  í des nk. En allar þjóðir reyna
að gæta þar sinna hagsmuna nema Ísland. Hags-
muna sem gætu þýtt hundruð milljarða í krónum
talið í náinni framtíð. - Hvenær hafa krata  varið
þjóðarhagsmuni ?

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Komu sæll.Ég ætla bara að vona að Vestfirðir verði lausir við stóriðju og náttúran þar haldi áfram að viðhalda sinum hreinleika og fegurð.

Sérðu fyrir þér stóriðju í  formi olíuhreinsunarstöðvar í Arnarfirði og alla þá  mengunar hættu,sem skapast af ferðum olíuskipa umhverfis Vestfirði. 

Leyfum heldur trillukörlunum að fara á handfæraveiðar og gerum Vestfirði að paradís strandveiði - og sjóstangaveiðimanna.Stóraukinn fjöldi ferðamanna til Íslands á eftir að koma Vestfjörðum að meira gagni en nokkur olíuhreinsunarstöð.

Kristján Pétursson, 20.10.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kristján. Enginn olíuhreinsunarstöð verður byggð, hvorki á Vest-
fjörðum né annars staðar, nema að uppfylltum stöngusti skilyrðum þar um. Sem suðurnesjamaður getur þú ekki sett þig í spor Vestfirðinga sem hafa mátt þola gríðarlega byggðarröskun undanfarin ár, og ekki batnar útlitið eftir stórskerðingu á þorskvóta sem stjórnvöld hafa ákveðið, án neinna mótvægisaðgerða sem málið skiptir. Sem Vestfirðingur skil ég því mjög þessi viðbrögð þeirra fyrir vestan og alla þá viðleitni til að bregðast við þeirri óheillaþróun sem við blasir. Því EKKERT
ætla stjórnvöld að gera, nema þá að koma í veg fyrir
þessa athyglisverðu og áhugaverðu hugmynd um olíuhreins-
unarstöðina.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.10.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband