Tilskipun ESB ógnaði íslenzkum þjóðarhagsmunum

 

  Í fréttum RÚV í kvöld kom fram að flugfargjöld á Íslandi myndu
hækka all verulega ef ný tilskipun Evrópusambandsins verði sam-
þykkt. Hún miðar að  því að  draga úr mengun  flugvéla og  að fá
almenning innan ESB til að nota frekar lestir í auknu mæli. Kom
fram að þetta myndi stórskaða samkeppnisstöðu evrópskra flug-
félaga, því þetta yrði fyrsta tilskipun þessa eðlis í heiminum í dag.

  Hvað Ísland varðar myndi svona tilskipun hafa meiriháttar áhrif
á Íslandi. Ekkert ríki a.m k í Evrópu er háð eins miklum flugsam-
göngum og Ísland. Bæði kemur þar til að Ísland er eyja langt úti
á Atlantshafi, og á Íslandi eru engar lestir, hvorki innanlands né
til að ferðast með á milli landa af skiljanlegum ástæðum. Ekki er
því ofsagt að slík tilskipun nái hún til Íslands myndi klárlega ógna
íslenzkum þjóðarhagsmunum.  Og það all verulega...

  Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum íslenzkra stjórnvalda
gagnvar tilskipun þessari verði hún að veruleika. Því augljóst er
að Ísland mun aldrei geta samþykkt slíka aðför að íslenzkum þjóð-
arhagsmunum. Jafnvel þó að  hinn ESB-sinnaði utanríkisráðherra
finnist  málið léttvægt...........  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Guðmundur tek undir það fróðlegt verður að sjá hvort þetta veki einhver viðbrögð hér á bæ.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.12.2007 kl. 02:08

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nú reynir á að ná samkomulagi við EFTA ríkin um að þetta komi ekki inn í EES samninginn, amk ekki nema með undanþágu fyrir okkur.

Gestur Guðjónsson, 9.12.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband