Forseti leitar endurkjörs


   Vert er að taka undir ritstjórnargrein Morgunblaðsins í
dag ,,að Ólafi  Ragnari sé nokkuð í mun að endurheimta
traust  þjóðarinnar, sem hann missti að  verulegu  leyti í
forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Þá brugðust kjós-
endur þannig við, að kjörsókn hafði aldrei veið minni í for-
setakosningum eða 62%, en rúmlega 20% skiluðu auðu.
Í þessu fólst að hann var kjörinn með rúmlega 40% atkv.
þeirra, sem höfðu kosningarétt."

   Það er ljóst  að  forsetaembættið hefur  tekið  miklum
breytingum í tíð Ólafs Ragnars. Hann hefur kosið að gera
það mun pólitískara en það hafði áður verið, og er því
orðið umdeildara en áður var. Ólafur  Ragnar  var virkur
stjórnmálamaður er hann var kjörinn forseti. Kom úr þeim
pólitíska geira sem síst höfðaði til þjóðarinnar og endaði
sem leiðtogi hérlendra sósíalista. Því var þess ekki að
vænta að hann öðlaðist sama sess og fyrirrennari sinn á
forsetastóli, Frú Vígdís Finnbogadóttir, sem óskorað sam-
einingartákn þjóðarinnar. Tákn sem mikill meirihluti þjóð-
arinnar vill að forseti Íslands sé í raun og sann.

    Á næstu misserum kemur í ljós hvort Ólafur Ragnar fái
ekki verðugt mótframboð. - Slíkt alvöru mótframboð yrði
lýðræðinu holt, og ekki síst forsetaembættinu og því hlut-
verki sem það á að standa fyrir..........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband