Er pólitísk uppstokkun framundan í íslenzkum stjórnmálum?


   Langlundargeð sjálfstæðismanna gagnvart Samfylkingunni er undra-
vert. En smátt og smátt virðast þeir vera að átta sig á að núverandi
stjórnarsamstarf gengur ekki til lengdar. Enda Össur þegar farinn að
gera að því skóna að gott samstarf Vinstri grænna og Samfylkingar í
borgarstjórn geti klárlega orðið ávísun á samstarf þessara vinstri-
flokka  í landsstjórninni í náinni framtíð.

   Þegar  núverandi  ríkisstjórnarsamstarfi  lýkur bendir margt til að
mikil uppstokkun verði  í  íslenzkum  stjórnmálum. Ekki síst innan
flokka, því mikil pólitisk átök eru í uppsiglingu í íslenzkum stjórn-
málum varðandi Evrópumálin. - Ekki er ólíklegt að þjóðleg borgara-
leg öfl á mið og hægri kanti íslenzkra stjórnmála muni þá láta sverfa
til stáls gagnvart Evrópusambandssinnum.  Það yrði hreinsað til,
þannig að þetta ESB-lið myndi annað hvort sameinast í Samfylkingu
eða hrekjast í litinn ESB-flokk að auki. Upp úr slíkri uppstokkun  gæti
þá risið öflug borgaraleg blokk á ÞJÓÐLEGUM GRUNNI sem yrði burðar-
ásinn í íslenzkum stjórnmálum í framtíðinni. Bæði í borgar-, sveitar- og
í landsmálum. Blokk, sem gæfi kjósendum skýra valkosti !

   Sjálfstæðisflokkurinn hefur því miður  brugðist að vera forystuafl hinna
þjóðlegu borgaralegra afla, og leikið tveim skjöldum varðandi ríkisstjór-
armyndanir.  Myndun núverandi ríkisstjórnar var þannig stórt pólitískt
slys, sem nú er að koma honum sjálfum í koll. -

   Spyrningin er því sú, hvort í þeirri pólitískri uppstokkun sem í uppsigl-
ingu er verði ekki til nýtt þjóðlegt pólitískt afl til að halda Sjálfstæðisflokk-
num við efnið?

  Tíminn mun leiða það í ljós !

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Þetta er í mínum huga eðlileg vangavelta, það hefur verið ótrúlegt að horfa upp á Sjálfstæðismenn eins og steingervinga gagnvart samstarfi í ríkisstjórn og endalausum áróðri úr ráðherrastólum um til dæmis upptöku Evru.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.6.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband