Samfylkingin úr ríkisstjórn, og það strax !


  Eitt af stóru efnahagsvandamálum þjóðarinnar í dag er Samfylkingin.
Til að  snúa efnahagshjólinu við er því höfuð nauaðsyn að koma Sam-
fylkingunni sem fyrst úr ríkisstjórn. Flokkurinn hefur algjörlega sýnt
getu- og viljaleysi  sitt síðan hann komst illu heilli í ríkisstjórn, og er
í raun orðinn alvarlegur dragbítur á íslenzkt efnahagslíf. Enda trúlaus 
á íslenzka tilveru! Talar jafnvel niður gjaldmiðil þjóðarinnar, enda  til-
búinn til að selja sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar  og helstu auðlind
Brusselvaldinu á hönd.

  Gagnstætt hugmyndarfræði Samfylkingarinnar eigum við að nýta alla
þá endurnýjanlega orku eins og kostur er. Í kreppunni sem framundan
er á ríkisastjórnin að hvetja og styðja t.d heilshugar byggingu álvers í
Helguvík og við Húsavík. Gagnstætt hugmyndarfræði Samfylkingarinnar
eigum við að vinna að hörku við að fá frekari undanþágur varðandi
Kyoto-samninginn. - Gagnstætt hugmyndafræði Samfylkingarinnar á
ríkisstjórnin að styðja byggingu olíuhreinsistöðvar, hvort sem hún
verður byggð á Vestfjörðum eða annars staðar. Það yrði laukrétt fram-
hald af athugun á olíuvinnslu á Drekasvæðinu úti fyir Norðurlandi.
Bara þessar 3 stórframkvæmdir sem allar standa á Samfylkingunni,
myndi verða sú vítamínssprauta sem einmitt íslenzkt efnahagslíf sár-
vantar í dag. Myndu forða allri þeirri  kreppu sem Samfylkingin stendur
fyrir í dag.

   Hin þjóðlegu borgaralegu öfl þurfa því að koma að landsstjórninni.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að hætta öllu þessu samstarfi til vinstri og
hefja framtíðarsamvinnu við öll hin borgaralegu öfl, bæði á ríkisstjórn-
ar- og sveitarstjórnarstígi.

  Það er komið nóg af hinu vinstrisinnaða afturhaldi!  Vinstrimennska
hefur ALDREI átt upp á pallborðið hjá Íslendingum !

  
mbl.is Stjórnvöld grípi til aðgerða gegn fjöldagjaldþrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þú ert frábær. Líði þér alltaf sem best.

Jón Halldór Guðmundsson, 12.6.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sömuleiðis Jón Halldór!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.6.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hjartanlega sammála Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.6.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það skemmtilegt að fylgjast með hjónabandi Samfylkingarinnar og fjármálageirans. Hjónabandi sem stofnað var til af hagkvæmnisástæðum. Þetta er eins og að fylgjast með hjónabandi hunds og kattar þar sem báðir aðilar fyrirlíta hvorn annan en vita þó að sameiginlegt ESB-hungur beggja mun halda þeim saman. Þeir munu því ekki éta hvorn annan á meðan beðið er eftir mömmu. Skítt með það þó að heimilið verði lagt í rúst á meðan beðið er eftir að mamma komi heim og opni ísskápinn.

Já Guðmundur. Að þora eða ekki þora er alltaf spurningin. En núna er Samfylkingin að bíða. Hún er komin í biðsal ESB og biðsalur ESB er mjög stór og langur. Þessvegna er Samfylkingin lömuð og þarf að víkja. Hún hefur leynda dagskrá.

Þvílík einstök heppni að þessi alþjóðlega fjármálakreppa kom. Þvílík einstök gæfa fyrir Samfylkinguna. Núna á að reyna að sjanghæa Íslandi inn í ESB í ótta og öngþveiti illra stadda alþjóðlegra fjármálamarkaða. Þetta er stór bjarnargildra.

Það má aldrei leyfa atvinnuleysi að setjast að. Aldrei. Það er leiðin til fátæktar.

En eins og ráðherrann sagggði. Meðalvextir í ESB eru jú lægri. En þá sagggði ég við ráðherrann að það væru ekki til meðalvextir í ESB. Að þetta væri álíka fjarstæðukennt og að reyna að halda því fram að það væri til eitthvað sem héti meðalgreindarvísitala fyrir ráðherra í ESB.

Gunnar Rögnvaldsson, 12.6.2008 kl. 09:37

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir Gunnar. En svo er aldrei að vita nema skrattinn hitti ömmu sína fljótlega. Lundúnablaðið Times segir í grein í gær að hátt og
hækkandi orkuverð ógni merkilegasta fyrirbæri nútímans á sviði
alþjóðlegra efnahagsmála, sem sé sjálfri hnattvæðingunni, og þar
með hinum svokölluðum efnahagsheildum. - 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.6.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband