Norskir kratar tapa stórt


   Skv. skoðanakönnun Dagens Næringsliv tapar Verkamannaflokkurinn
í Noregi og nýtur aðeins stuðnings fjórðungs kjósenda. Fylgið hrynur um
6% frá síðustu könnun. - Norski Framfaraflokkurinn er nú orðinn stærsti
stjórnmálaflokkurinn í Noreg með tæplega 30% fylgi. Herslumun vantar
á að Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn séu með meirihluta í norska
þinginu.

  Svo virðiist sem norska þjóðin sé búin að fá nóg af vinstristjórninni og
alveg sérstaklega af norskum sósíaldemókrötum. Enda skynsöm þjóð
frændur vorir Norðmenn, sem íslenzkir kjósendur ættu að taka sér til
fyrirmyndar...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég var í Noregi um daginn. Á Grænlandsgötu var ekki hægt að labba 15 metra án þess að vera boðið hass og á Karl Johann er ekki hægt að þverfóta fyrir hórum.  Öll var þessi þjónusta boðin á ensku.

Sigurður Þórðarson, 13.6.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband