Hvers konar eindæmis rugl er þetta hjá SVÞ ?


   Samtök verslunar og þjónustu SVÞ hvetja stjórnvöld á Íslandi til að
lýsa yfir vilja til að undirbúa viðræður um aðild að Evrópusambandinu.
Segja samtökin í tilkynningu  ,, að á sama tíma fari fram ítarlegar, for-
dómalausar umræður á opinberum vettvangi um kosti og galla aðildar
að Evrópusambandinu".

  Hvers konar eindæmis rugl og vitleysa er þetta í SVÞ? Hafa samtökin
EKKERT fylgst með umræðunni um Evrópumál síðustu misseri? Ótal
skýrslur og gögn hafa hrannast upp um kosti og galla aðildar að ESB
og nánast ALLAR upplýsingar liggja fyrir á opinberum vettvangi um það
í hverju aðild Íslands að ESB felist. Og hvað eiga samtökin við með ,,hlut-
lausar og fordómalausar umræður á opinberum vettvangi"? Eru samtökin
svo miklir álfar út úr hól að þau átta sig ekki á að aðild Íslands að ESB
er eitt stærsta pólitíska hitamál lýðveldisins? Hvernig í ósköpunum á
að eiga sér stað hlutlausar umræður um slíkt stórpólitískt mál? Og með
fordómana ? Eru það ekki einmitt  trúboð ESB-sinna sem hingað til hafa
verið yfirfullir af fordómum gagnvart SJÁLFSTÆÐU Íslandi utan ESB? 

  Eitt skuli þeir hjá samtökum verslunar og þjónustu gera sér grein fyrir.
Íslenzkt fullveldi og sjálfstæði  og auðlindir Íslands geta  þeir  ALDREI
höndlað með sem hvern annan verslunarvarning!!! 

   Að lokum er svo vert að upplýsa samtök SVÞ (sem virðist hafa farið fram
hjá þeim líka ) að búið er að loka á allar  umsóknir að ESB eftir að Írar
höfnuðu svokölluðum Lissabonsáttmála og settu stjórnkerfi ESB í algjört
uppnám.

  Tilkynning og ályktun SVÞ eru því líka algjör tímaskekkja !
mbl.is SVÞ hvetja stjórnvöld til að undirbúa viðræður um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirgefiði, en hvers virði er sjálfstæði gjaldþrota landa?
Ísland yrði þess vegna því miður fyrsta land sem yrði meinað um inngöngu, ekki bara þess vegna.

Einar (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 05:31

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

sæll - sammála hverju orði en í munni hreintrúarmanna í evrópuhugsun þýðir þroskuð, fordómalaus umræða einfaldlega að menn séu ekki með neitt múður...

Bjarni Harðarson, 26.6.2008 kl. 08:33

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Einar, "gjaldþrota landa" ???

Þó það kreppi aðeins í skóinn eftir þá gósentíð sem við höfum lifað undanfarin áratug þýðir það ekki gjaldþrot.

Þótt þú getir ekki lengur keypt nýja 50" flatskjáinn og hent gamla 45" án þess að hugsa þig um, allt borgað á visarað, þá þýðir það ekki gjaldþrot.

Við erum í alþjóðlegri niðursveiflu og allar þjóðir heims eru að finna fyrir því. Líka í ESB.

Það er hinsvegar umhugsunar efni að á meðan við erum núna að búa okkur undir atvinnuleysi sem fer kannski alla leið í 5% ef illa færi núna í þessari niðursveiflu, þá hefur atvinnuleysi í stærstu ríkju ESB á undanförnum uppgangsárum verið yfir 10%. 

Hvernig helduru að fari núna fyrir þeim í niðursveiflunni?

SVÞ eru bara að hugsa um eiginn rass. Þegar virðisaukinn var lækkaður á matvæli þá lækkuðu þeir ekki neitt. Ef innfluttmatvæli verða leyfð með ESB inngöngu munu þeir bara taka meira til sín. Þeir hafa sýnt það undanfarið.  

Fannar frá Rifi, 26.6.2008 kl. 12:09

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir  Bjarni og Fannar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.6.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband