Bankakrísur virðast ekker með að hafa ESB-aðild eða evru !


    Áróður sumra peningaafla á Íslandi að verði ekki sótt um ESB og
tekin upp evra munu bankarnir einn af öðrum neyðast til að flytja
úr landi. Allt virðist þetta blekking ein.  Eða hvernig  stendur  þá á
allri þessari bankakrísu  á  evusvæðinu í dag? Þriðji stærsti  banki
Þýzkalands  og trúlega á öllu  evrusvæðinu, Dresner  bankinn, hefur
gefist upp, og hefur nú annar strærsti banki Þýzkalands nánast yfir-
tekið hann.  Fyrir fáum dögum bárust fréttir úr Danaveldi um banka-
gjaldþrot. Ótal fréttir hafa verið að undanförnu um bankakrísur á
evrusvæðinu og  innan ESB, sbr. Írland og Bretland.

   Ljóst er því að hvorki ESB-aðild eða evra kemur í veg fyrir meiri-
háttar bankakrísur og bankagjaldþrot. Hefur bara ekkert um það að
segja eins og dæmin sanna. - Þarna spila ótal aðrir hlutir inn í, og
aðallega þeir, að bankar hafa farið OFFARI í útlánum og færst allt
of mikið í fang, sbr. bankahrunið í Bandaríkjunum, og vandamál ís-
lenskra banka í dag,  sbr. grein Ragnars Önundarsonar í Mbl. 27.
ágúst s.l.

   Áróður ESB-sinna innan íslenzka bankakerfisins með viðskiptaráð-
herra í broddi fylkingar um að nauðsynlegt sé að sækja um ESB og
taka upp evru  til bjargar bankakerfinu er því bara hreinn og klár 
þvættingur! Því bandakrísan virðist öllu verri á evrusvæðinu í dag en
á Íslandi, ef eitthvað er !    

 
mbl.is Commerzbank kaupir Dresdner Bank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega sammála þessu Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.9.2008 kl. 01:18

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú ert þú farinn að lepja upp áróður ríkisforsjárliðsins Guðmundur, sem heimtar það að ríkið taki lán til að bjarga bönkum sem starfa að stærstum hluta erlendis.Steingrímur J. og Guðni Ágústsson kalla þetta að styrkja gjaldeyrisforðann, þetta er það eina sem þeir hafa lagt til, til að bjarga efnahag íslenskra heimila.Fjármálavit þeirra nær ekki lengra.

Sigurgeir Jónsson, 1.9.2008 kl. 15:06

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurgeir. Hef ALDREI talað fyrir 500 milljarða lántöku  til bjargar þessum
bönkum, heldur þvert á móti talað gegn henni.  Eigum miklu fremur að
gjörbreyta peningastefnunni og hef útskýrt það margsisnnis hér.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.9.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband