Samfylkingin svikur og svikur endalaust !


   Er ekki kominn tími til að þeir sem álpuðust að kjósa Samfylkinguna
í síðustu þingkosningum fari nú að refsa henni og  það  með  afgerandi
hætti? Því  það  stendur ekki  steinn yfir  steini  sem hún  lofaði  fyrir
kosningar varðandi bætt kaup og kjör vinnandi stétta og þeirra sem
verst eru settir í þjóðfélaginu.

  Í gær birti SFR niðurstöðu nýrrar launakönnunar þar sem fram kemur
að kynbundinn launamunur RÍKISSTARFSMANNA hefur aukist  um 3%
milli áranna 2007 og 2008. Þetta gerist INNAN RÍKISINS og SAMA tíma
og Samfylkingin situr í ríkisstjórn og lofaði hinu GAGNSTÆÐA fyrir kosn-
ingar. - Svikin eru ALGJÖR! Og þrátt fyrir að sjálfur félagsmálaráðherr-
ann og yfirmaður jafnréttismála í landinu komi úr þessari sömu Sam-
fylkingu.  Algjört skilningsleysi  Samfylgingarinnar og framkoma hennar
í launabaráttu ljóðsmæðra er í algjöru samræmi við þessi svik. 

  Í síðustu víku kom neyðaróp frá Öryrkjabandalaginu vegna stórskertar
afkomu öryrkja. Óðaverðbólgan sem Samfylkingin ber 100% ábyrgð á
m.a vegna aðgerðarleysis Samfylkingarinnar í efnahagsmálum er að
stórskerða öll laun í landinu, og almest hjá öryrkjum, öldruðum og þeim
sem verst settir eru í þjóðfélaginu. ÞVERT Á ÞAÐ sem Samfylkingin lofaði
ÖLLUM þessum hópum fyrir kosningar.  

   Á sma tíma situr þessi sama Samfylking á svikráðum við hina ÍSLENZKU
þjóð, og áformar að stórskerða fullveldi og sjálfstæði hennar, og  yfirtöku
útlendinga á helstu auðlindum hennar með því að ganga í Evrópusam-
bandið. Svokallað ,,Fagra Ísland" Samfylkingarinnar er svo meiriháttar
hræsni ef grannt  er skoðað!

  Já. Er ekki kominn tími til að þessi Samfylking fái ærlega refsingu og
að áhrifa hennar verði sem allra fyrst úthýst úr íslenzkum stjórnmálum ?

  Jú að sjálfsögðu!  Og þótt fyrr hefði verið !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur varla farið fram hjá neinum hinn mikli vandi sem við er að glíma eftir samstjórn Framsóknar og Íhalds. Á meðan verið er að koma þjóðinni út úr þeim ógöngum sem búið var að koma henni í verður lítið svigrúm tilað bæta samfélagið, sem þó var og er full þörf á. Hið fullkomna ábyrgðarleysi sem fyrri ríkisstjórnir hafa sýnt af sér við peningamálastjórnunina er skelfilegt og langt í land með að fyrir enda þess sjáist. hatursmenn Evrópusambandsins vilja halda óbreyttri rússíbanaferð okkar, ferð sem almenningur mann alltaf tapa á, sama hvað gert verður. Þetta er ekki öfundsverð staða, en svona er raunveruleikinn loksins þegar hann sést bak við víxlahrúu Hrunadansins.

Forsætisráðherrann virðist flúinn af vettvangi, fjármálaráðherrann telur þann kost vænstan að lögsækja fólk sem gerir kröfur um leiðrétt laun og svo mætti lengi telja. Ótrúlegt að fá svo út að samfylkingunni sé um að kenna. Greindir menn vita betur kæri félagi. Þess vegtna eiga greindir menn að segja hlutinn eins og hann er en ekki eins og þeir vildu að hann væri.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 00:49

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Arnþór og nafni. Alveg DÆMIGERT með ykkur ÓÞJÓÐHOLLU og ÓÁBYRGU
KRATA. Þýkist ENGA ábyrgð bera á ríkisstjórninni þótt þið hafið verið í henni
hátt á ANNAÐ ÁR. Að SJÁLFSÖGÐU er ljóðsmæðradeilan 200% á ábyrgð
ykkar. Vona að sem flestir sjálfstæðismenn lessi þessi skrif ykkar og meti
ykkar MEIRIHÁTTAR ÓHEILINDI í þessu stjórnarsamstarfi. BURT með ykkur! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.9.2008 kl. 01:00

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta fer nú að verða þreytandi Guðmundur. Af hverju var þessi launamismunur til kominn og afhverju lagað framsókn ekkert í þau 12 ár sem hún var í stjórn með sjálfstæðismönnum. Ríkisstjórnin sagði þegar samið var við ríksistarfsmenn í vor og sumar að því miður vegna efnahagsástands og vegna þess að ASÍ setti í samninga að ef einhverjir aðrir fengju hækkun þá mundu þeirra samningar verða teknir upp. Þá var samið um fasta krónutölu við öll félög nema að ljósmæður höfnuðu því tilboði.

Þetta með öryrkjana er náttúrulega út í hött, þeir minntu á sig í síðustu viku en ef að kjör þeirra eru könnuð kemur í ljós að þeir hafa það betur en þeir höfðu fyrir 4 árum. Þeir hafa það ekki gott en betur en áður. Hér fyrir 5 árum þurftu öryrkjar að fara fyrir dómsstóla til að fá framsóknar ráðherra til að standa við loforð sín. M.a. Jón Kristjánsson og fleiri.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.9.2008 kl. 01:02

4 identicon

Sé það núna þegar þú nefnir það að auðvitað er þessi launadeila ljósmæðra algjörlega á ábyrgð Samfylkingarinnar. Skil ekki hvað fjölmiðlum gengur til þegar fjármála- og heilbrigðismálaráðherrar eru nefndir í fréttum af þessari deilu. það virðast engin takmörk fyrir því hvað fjölmiðlar komast upp með nú í seinni tíð.

Skil ekki hvers vegna einhver geðþekkur stjórnmálamaður er ekki löngu búinn að setja hér einhver alvöru fjölmiðlalög.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 01:13

5 identicon

Sæll Guðmundur.

Ég er svo 150% sammála þér með þessa  SKAMMFYLKINGU.

Ég er fæddur jafnaðarmaður en ég sé engan á vappi í þessum flokki, því miður.

Gangi þér vel að minna þessa menn og konur til hvers þeir voru kjörnir fulltrúar fólksins.

Sæll að sinni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 01:48

6 identicon

Nafni hefurðu orðið var við að einvher annar flokkur hafi gert betur?

Ég verð að segja að mér finnst þessir 63 kjörnu fulltrúar okkar allir vera sami grauturinn í sömu skálinni nú orðið.

kv.

Guðmundur Magnússon (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 09:53

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Mikið ROSALEGA er skiljanlegt hverig það fer í FÍNUSTU kratataugarnar þegar þeim er bent á STAÐREYNDIRNAR sem við blasir sérhverjum manni um
síversnandi afkomu í 15-20% verðbólgu(sbr hækkarnir á sumum matvælum
í dag og bensíni) og ÖLL SVIKIN sem eftir liggja hjá Sanfylkingunni í dag
miðað hvað hún lofaði fyrir kosningar vinnandi stéttum, örykjum, öldruðum
og þeim sem alverst eru settir í þjóðfélaginu. Yfirlýsing Öryrkjabandalagsins
um stórversnadi kjör öryrkja á stjórnartíma Samfylkingarinnar segir ALLT
sem segja þarf og er AFAR ósmekklegt hjá þér Magnús að segja að ÖBÍ
sé með annarleg pólitísk sjónarmið í því sambandi. Því SÉRHVER HÆNUHAUS
skilur það að kjörin versna í 15% verðbólgu þótt þau hækki um örfá
prósent á móti. Það er hægt að hugsa sér auðveldara reikningsdæmi.

Á ríkisstjórnartíma Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins stórjókst kaup-
máttur landsmanna yfir 60%. ALLIR nutu góðs af því, LÍKA þeir sem
verst voru settir.  Já Guðmundur Magnússon. Framsókn veittu hinum
verst settu MUN meiri bættum lífskjörum heldur en Samfylkingin er að
gera nú. Því nú eru kjörun að VERSNA og kaupmáttur að minnka GJÖR-
ÓLIKT því sem var í fyrri ríkisstjórn.  Þetta eru bara opinberar tölustað-
reyndir sem EKKI þýðir hjá ykkur krötum að reyna að rengja.

Hef ALDREI tekið mark að svokallaðri umhyggju vinstrimanna  gagnvart
þeim sem minnst meiga sín. Sósíalisminn hefur ÆTÍÐ verið HRÆSNI,
enda kreppa og eymd fylgifiskur sósíalisma, sbr. öll hin svokölluðu
alþýðulýðveldi kommúnsita áður fyrr. (Sbr Kúpa, N-Kórea, Víetnam og
Kína þó enn í dag, þar sem kjör alþýðunnar er afar slæm).

Samfylkingin, svonefndur Jafnaraðflokkur Íslands, er stór angi af
þessari HRÆSNI. Enda tala verk hennar skýrt um leið og hún hefur
illu heilli komist í ríkisstjórn, sem vonandi verður ekki lengi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.9.2008 kl. 12:13

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hér er yfrilýsing Öryrkjabanalagsins og ég verð að segja að hún er ekki eins og þú segir.

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir þungum áhyggjum sínum yfir bágri fjárhagsstöðu fjölda öryrkja og sjúklinga vegna sívaxandi verðbólgu og hækkandi verðlags á nauðsynjavörum. Vaxandi hópi öryrkja reynist illmögulegt að láta enda ná saman vegna þessa.

Aðalstjórn ÖBÍ trúir því og treystir að í fjárlögum fyrir næsta ár verði að finna umtalsvert auknar fjárhæðir til handa þeim sem verst standa í íslensku samfélagi. Í þessu sambandi vill aðalstjórn minna á að á meðan lágmarkslaun hækkuðu um 18.000,- krónur í nýgerðum kjarasamningum, hækkaði lífeyrir almannatrygginga einungis um 7%. Það gerir 9.000,- króna hækkun ef einstaklingur hefur fulla greiðslu úr öllum fjórum bótaflokkum almannatrygginga, en lítill hluti öryrkja hefur slíkt.

Þær umbætur sem gerðar hafa verið á almannatryggingakerfinu á árinu eins og afnám tekjutengingar við maka, 100.000,- króna frítekjumark á mánuði á launatekjur, og 25.000,- króna frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur hefur komið ákveðnum hópi til góða, en það hefur ekki nýst öllum öryrkjum.

Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks stendur að hlúa beri sérstaklega að þeim einstaklingum sem minnstar hafa tekjurnar í íslensku samfélagi. Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra boðaði framfærsluviðmið sem átti að koma 1. júlí síðastliðinn. Það hefur enn ekki litið dagsins ljós.

Hér með er skorað á stjórnvöld að bregðast við vanda þeirra sem verst eru settir, að fyrirbyggja að til komi enn meiri fjárhagserfiðleikar fjölda einstaklinga og fjölskyldna þeirra.

Þetta er nú almennara en þú segir og minni sérstaklega á kafla um bætur á kerfinu sem þeir taka fram þarna. Mörg af baraáttumálum Öryrkja löguð á þessum tíma eins og tekjutenging við maka og hækkað frítekjumark. Þetta hefur verið í umræðunni í áratugi og Jóhanna kom loks í verk.

En það er ekki allt komið enda tekur svona vinna tíma. Ég minni líka á að Jóhanna hefur lyft grettistaki í málefnu geðfatlaðra og nú einmitt fyrir viku var verið að gera þjonustusamning við Reykjavík um að taka þessi mál yfir og skaffa öllum geðfötluðum búsetuúrræði utan spítala og við hæfi. Þetta eru verkefni sem kosta milljarða.

Þetta eru allt mál sem fyrir löngu var kominn tími á að gera en voru ekki gerð hjá fyrri ríkisstjórnum. Og þetta hefur Samfylkingin í gegn þar sem að hún er ekki örflokkur sem beygir sig undir sjálfstæðisflokkinn.

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.9.2008 kl. 14:00

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Takk fyrir þetta, og sýnir að skrif mín í upphafi eru í FULLU
samrými við ÞUNGAR áhyggjur ÖBI af kjörum öryrkja. Ek skil það ákaflega
vel að ykkur krötum finnt óþægilegt að á þetta sé minnst, því staðan í
dag er svo GJÖRSAMLEGA andstætt því öllu fögru sem þið og EKKI SÍST
Jóhanna Sigurðardóttir sem er með ALLT niðrum sig í dag, lofuðu fyrir
kosningar  hvað varðar bætta stöðu öryrkja, aldraða og þeirra verst settu.

Það er nú m.a útaf þessu Magnús minn sem ég er svo mikill andstæðingur
vinstrimennskunar. Þýkist vera svo miklir alþýðusinnar og vinir litla
mannsins en þegar á reynir eru gerðir ykkar ÞVERÖGUGAR við það sem
þið talið  og lofuðu.  M.a þess vegna vil ég lágmarka eins og kostur er
áhrifa vinstriaflanna í íslenzkum stjórnmálum. Auk þess er ÖLL vinstri-
mennska mjög and-þjóðleg, sem sagt oft á tíðum mjög öfgakennd í
alþjóðahyggjunni, sbr allir rauðu-fánanir ykkar og internatonalinn á
ykkar tyllidögum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.9.2008 kl. 14:30

10 identicon

Þú varst vist að minnast eitthvað á Samfylkinguna. Er ekki til eitthvað lyf við sjúklegri þráhyggju?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 01:34

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Svavar. Lyf gegn því að andmæla Samfylkingunni. Mikið rosalega eruð þið
Kratar hörundssárir að minnst sé á loforð og endir ykkar. Skiljanlega!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.9.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband