Ógnin er ekki kristnir Rússar !


   Eins og fréttir frá Danmörku herma þá stafar heimsfriði alls ekki
hætta af kristnum Rússum.  En nú er Dönum hótað  enn einu sinni
skv. upplýsingum frá bandariskri eftirlitsstofnun. Öfgasinnaðir íslam-
istar eru sagðir undirbúa að eitra sem mest drykkjarvatn í Danmörku
til að drepa  sem flesta Dani. Sem sýnir svart á hvítu að ógnin við
vestræn og kristin þjóðfélög  stafa fyrst og fremst af hættu frá íslöms-
kum hryðjuverkamönnum,  en ekki kristnum Rússum eins og Banda-
ríkjastjórn og fylgissveinar, jafnvel hér uppi á Íslandi, virðast halda
og trúa. - Jafnvel stjórnmálamenn og ráðherrar  hér á Íslandi eru
farnir að trúa þessu, og vara nú við svokölluðu rússneskri hættu.
Hvers konar endemis rugl er þetta eiginlega?

  Rússar eru í dag eins og hver önnur kristin þjóð. Hafa brotist undan
oki kommúnista, og  byggt  upp lýðræðislegt stjórnkerfi  og  komið á
fót frjálsu markaðskerfi  á  undraverðum  stuttum tíma. Hafa þar að
auki  leitt  kristna  trú  og kristin viðhorf til  vegs og  virðingar á ný.
Auðvitað  verja þeir  sína hagsmuni. Hvaða þjóð gerir það ekki? Og
nú er við völd í Rússlandi  borgaraleg  ríkisstjórn með þingbundinni
stjórn kosin í lýðræðislegri kosningu. Jafnvel forsetinn er þjóðkjörinn. 
Hvað er að? Hvers vegna þessi endalausi fjandskapur og tortryggni
gagnvart Rússum? Sérstaklega frá hinum engil-saxneska heimi með
Bandaríkjamenn og Breta í broddi fylkingar!

  Íslendingar eiga ALLS EKKI að taka þátt í nýju köldu stríði eins og
virðist vera stemming fyrir í hinum engil-saxneska heimi. Að taka við
bandariskum her aftur kemur ekki til greina. Her sem yfirgafi landið
án neinna samráða við íslenzk stjórnvöld. Jafnvel í trássi við þau.
Slíkum her er ekki treystandi. Hér í síðasta písli er hins vegar hvatt
til þess að Ísland leiti eftir þýzk/frönskum varnarsamningi í stað
þess bandariska, sem er ekki pappírsins virði.

  Fréttin um undirbúining hryllilegrar hyðjuverkaárásar í Danmörku
og víðar fra öfgafullum íslamistum sannar svo ekki verð um villst
í hvaða átt við Vesturlandabúar eigum að beita vörnum okkar.
Og Rússum  er ekki síður en okkur ógnað af þessum sömu mykra-
öflum, enda Rússar með sömu grundvallargildin til lífsins og við.

   Þess vegna eigum við að líta á Rússa sem bandamenn en ekki
fjandmenn!!!   Og koma fram við þá í samræmi við það!

  Allt annað er rugl!

  
mbl.is Rætt um að eitra vatn í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já ég tek alveg undir þessi þín sjónarmið Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.9.2008 kl. 01:54

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Risastór hergagnamaskína vesturveldanna er drifkraftur sem ber að taka alvarlega. Hergagnaiðnaður og herþjónusta eru orðin órjúfanlegur hluti hagkerfa of margra á vesturlöndum. Það er augljóst þykir mér að þrátt fyrir nýjasta áfall fjármála í USA muni fjárveitingar til hersins ekki minnka. Þvert á móti.

Kalt stríð milli austurs og vesturs myndi reynast Locheed og félögum ákaflega gróðasamt.

Svo má nú benda á að ef þessi blekking tekst, og spennan magnast milli austurs og vesturs, að það verða svo sannarlega kanar sem planta sér hér, hvort sem okkur líkar það eða ekki.

Haraldur Davíðsson, 15.9.2008 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband