Fer Austurríki nú aftur í skammarkrók ESB ?


    Eftir stórsigur tveggja hægrisinnaðra flokka í þingkosningunum
í Austurríki í gær, er eðlilegt að spyrja hvort Brussel setji Austurríki
aftur í pólitískan skammarkrók? En sem kunnugt er beitti ESB ótrú-
legri íhlutun í austurrisk innanríkismál  2001 þegar Frelsisflokkurinn
myndaði ríkisstjórn með  Austurriska  þjóðarflokknum. En nú er útlit 
fyrir stórsigur Frelsisflokksins og  Framtíðarflokksins, eða tæp þrið-
jungs atkvæða þeim til handa. En báðir þessir flokkar eru róktækir
hægriflokkar og m.a mjög  andvígir miðstjórnarvaldinu í Brussel. 

  Stjórnarkreppa hefur verið í Austurríki síðan  sósíaldemókratar
og Austurriski Þjóðarflokkurinn hættu ríkisstjórnarsamstarfi. Útlit
er því fyrir erfiða stjórnarmyndun.

  Engu að síður er athyglisvert hversu óánægjan og andstaðan
við ESB og miðstýringaáráttu þess fer vaxandi inna sambandsins
í dag.  Hún virðist ætla að taka á sig hinar merkustu myndir.

  Íhlutun ESB í innanríkismál og stjórnarfar Austurríkis var með
hreinum ólíkindum um árið, en þar fór framkvæmdastjórn ESB
langt út fyrir valdsvið sitt. Því þá eins og nú eru þetta lýðræðis-
legar kosningar í einum af aðildarríkjum ESB sem er Brussel
algjörlega óviðkomandi. - Reyndin er hins vegar allt önnur
sem sýnir valdhroka og yfirgang hins yfirþjóðlega valds skrif-
finnanna í Brussel. - Fullveldi og sjálfstæði þjóða inna ESB er
svo gjörsamlega fótumtroðið að jafnvel lýðræðislegar þing-
kosningar eru lítilsvirtar og bannfærðar séu þær ekki Bruss-
elvaldinu þóknarlegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

ESB uppfyllir ekki sín eigin aðildarskilyrði um lýðræði....

Haraldur Davíðsson, 29.9.2008 kl. 14:11

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Er braut okkar í öryggisráðið ekki þar með tryggð?

Gestur Guðjónsson, 30.9.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband