ESB-aðild aldrei eins fjarri !


   Aðild Íslands að ESB og upptaka evru hefur aldrei verið eins
víðsfjarri Íslendingum og í dag. Eftir að eitt af stærstu aðildar-
ríkjum ESB hefur virkjað hryðjuverkalög og gert stórkostlega
aðför að efnahag Íslands með því að keyra Kaupþing í gjald-
þrot er ljóst, að Íslendingar muni ekki fýsa inngöngu í slíkt
bandalag hafandi slíkt óvildarríki þar innaborðs.

  Ljóst er að Íslendingar þurfa nú að endurmeta stöðu sína
á alþjóðavettvangi eftir atburði síðustu daga. Og ekki bara
Íslendingar. - Ný heimsmynd gæti verið í uppsiglingu, með
jafn miklum breytingum og varð  eftir fall Berlínarmúrsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, æfinlega !

Kom; inn á þessi mál öll, í ritlingi, fyrr í dag. Sammála þér, í meginatriðum, sem fyrr, Guðmundur minn.

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mennirnir, sem nýttu sér EES-réttindin og vildu jafnvel EBé-innlimun, jörðuðu að fullu og öllu EBé-aðild í framtíðinni. Sjaldan hendir nokkuð illt, að ekki boði nokkuð gott! En hér sýndi sig líka, hvílíkur böggull fylgdi skammrifi, þegar við gengum inn í þetta Evrópska efnahagssvæði, EES: Það er þess vegna sem íslenzka þjóðin er ábyrg fyrir innistæðum 200–300.000 reikningseigenda í Bretlandi og Hollandi. Menn hugleiði það.

Jón Valur Jensson, 11.10.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og þetta segið þið þegar krónan er í frjálsu falli og Seðlabankinn með allt niður um sig.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.10.2008 kl. 21:43

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hún VAR í frjálsu falli í erfiðum aðstæðum, en er að fóta sig aftur. Og sjálfur hef ég og margir sjálfstæðismenn, m.a. Vilhjálmur Egilsson, ekki sparað Seðlabankanum gagnrýni, Magnús.

Jón Valur Jensson, 11.10.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband