Máttlaus utanríkisráðherra


    Það er alltaf að koma betur og betur í ljós  hversu  máttlausan
utanríkisráðherra þjóðin hefur átt, síðustu misseri. Einmitt þegar
þjóðin þurfti að sýna styrk og festu. Það er alveg með ólíkindum
hverning utanríkisráðherra hefur skelfilega tekist  upp við að gæta
íslenzkra hagsmuna og íslensks málstaðar í átökunum við Breta 
að undanförnu.  Því tilburðir utanríkisráðuneytisins  til að svara
Bretum af fullri hröku eftir þeir beittu íslenzka þjóð hryðjuverka-
lögum voru nánast engir.  Því tapaðist hið mikilvæga áróðurstríð
við Breta,  og sem fyrst og síðast skrifast á Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttir utanríkisráðherra.

  Þá er framkoma utanríkisráðherra í aðkomu Breta að loftvörnum
Íslands átakanleg fyrir þjóðarstolt Íslendinga. Fyrst lýsir utanríkis-
ráðherra því yfir  að ÞAÐ SÉ Í HÖNDUM BRETA hvort þeir koma hingað
eða ekki, hafandi enn hryðjuverkalögin yfir íslenzkri þjóð.  Það er
sem sagt EKKI á valdi íslenzkra stjórnvalda að ákveða slíkt að mati
utanríkisráðherra.  Og nú hafa  loftvarnir Breta verið afturkallaðar.
En ekki skv beðni  íslenska utanríkisráðuneytisins. Heldur á vett-
vangi NATO.  Niðurlægingin er ALGJÖR!

   Ef vel ætti að vera ætti Alþingi að lýsa yfir vantrausti á utanríkis-
ráðherra. - Og það tafarlaust! - Ráðherra hefur svo gjörsamlega
svíkist um að standa vörð um íslenzka hagsmuni og málstað..


mbl.is Hætt við loftrýmisgæslu Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leitt þú skulir vera svona niðurlægður. Það er erfið tilfinning

Urf (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband