Hver eru samningsmarkið Samfylkingarinnar ?


    Samfylkingin vill ólm koma Íslandi inn í Evrópusambandið.
En hver eru samingsmarkmið  Samfylkingarinnar í aðildarvið-
ræðum?  Engin?  Hvar og hvenær hafa slík samningsmarkið
verið kynnt þjóðinni?  Aldrei!

   Hvernig á að túlka slíkt? Er Samfylkingin tilbúin til að undir-
gangast allar kröfur sambandsins?  Hversu óhagstæðar þær
eru íslenzkum hagsmunum?  Tilbúin að lúffa í öllu og beygja
sig í duftið fyrir nánst hverju sem er?

   Hvað með sjávarútveginn? Hversu langt er Samfylkingin til-
búin að ganga í að afhenda Brusselvaldinu yfirráð yfir einni
dýrmætustu auðlind þjóðarinnar? Og hvað með kvótann? Eiga
útlendingar að fá að fjárfesta á fullu í íslenzkri útgerð, komast
þannig yfir kvótann og þannig bakdýramegin inn í íslenzka fisk-
veiðilögsöguna?

  Hvað með greiðslur í alla sukksjóði ESB? Hversu marga mill-
jarða er Samfylkingin tilbúin til að greiða umfram það sem til
baka kemur? Og hvað með landbúnaðinn? Á að rústa honum
endanlega með inngöngu Íslands að ESB?  Bændasamtökin
óttast það og hafna því aðild af ESB. Hver eru samningsmark-
mið Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum?

  Þetta eru bara örfá atriði sem verða að liggja fyrir í samnings-
markmiðum við ESB ef viðræður hefjast um aðild Íslands að ESB.
En hvers vega í ósköpunum hefur þá Samfylkingin ekki unnið
heimavinnu sína og kynnt þjóðinni? - Þjóðin á heimtingu á að fá
að vita um slíka grundvallarþætti. -  Nema að Samfylkingin sé svo
gjörsamlega sama um allt er varðar íslenzka hagsmuni, að hún
telji öll samningssmarkmið óþörf - Sem verður að teljast skýringin. 
Því annars hefðu samningsmarkmiðin legið ljós fyrir í dag - og það
fyrir all löngu síðan....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þarna er ég loksins sammála þér Guðmundur. Þetta mætti vera skýrara hjá SF. Þeir ættu að upplýsa þjóðina hvar þeir miða við að mörkin verði sett.

Páll Geir Bjarnason, 11.12.2008 kl. 01:57

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var sagt frá því að það væri búið að vinna drög að því í utanríksisráðuneytinu. Þetta var í fréttum í október.

Nokkuð ljóst hvað við viljum! Við viljum svipuð ákvæði eins og finnar og svíar fengu gagnvart landbúnaði og helst meiri. Sbr ákvæði í ESB um búsetu og landbúnað á Norðlægum slóðum

VIð viljum semja um að þar sem að okkar fisk og efnahagslögsaga er svo skýrt aðgreind frá öðrum ESB löndum og fiskistofnar ekki sameiginlegir nema að litlu leiti þá viljum við að við fáu undanþágu til að stýra okkar fiskveiðum sjálft.Sbr. nýjar reglur sem líkur eru á að verði teknar upp í ESB 2011 eða 12 og ganga út á svæðisbundna stjórn fiskveiða.

Um flest annað erum við búinn að semja eða getum samið. Minni á að við höfðum mikil áhrif á EES samninga og fengum mörg atrið þar inn sem menn héldu að við gætum ekki. Eins og að ESB  vildi veiðiheimildir en þær urðu nær engar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2008 kl. 08:46

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sorry fullt af stafavillum hér fyrir ofan. Held að menn skilji samt hvað ég átti við. Það er svona þegar maður hendir einhverju inn milli starfa.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2008 kl. 08:48

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Er utanríkisráðuneytið Samfylkingin? Bentu mér á eitthvað sem
komið hefur frá Samfylkingunni varðandi samningsmarkmið Íslands komi
til aðildarviðræðna. Þau eru ENGIN.  Sem er vítavert og segir bara að
Samfylkingin  er svo gjörsamlega sama um ALLA íslenzka hagsmuni.  Inn
í þetta andskotans kúgunarsamband skal Ísland hvað sem það kostar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.12.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband