Grundvallarmiskilningur Illuga


   Illugi Gunnarsson þingmaður og Evrópusambandssinni ritar
grein í Mbl. í dag um Evrópumál. Sem Evrópusambandssinni vill
hann að Ísland sæki um aðild að ESB. Aðllega á einni furðulegri
forsendu.

   Illugi segist vilja klára þessa umræðu því annars þvælist
hún fyrir þjóðfélagsumræðunni um ókomin ár. Þetta er út  í
hött! Því hvenær hefur NEI þýtt NEI meðal ESB- sinna? Fjöl-
mörg dæmi eru um að þótt þjóðir hafa sagt NEI  við  ESB-aðild
eða  stjórnkerfisbreytingum  sambandsins  hefur  alltaf  verið
látið kjósa aftur og aftur þar til JÁið hefur verið þröngvað fram. 
Nýjasta dæmið er Írland. Írar sögðu NEI við Lissabonsáttmála-
num í fyrra. SAMT SKAL KJÓSA AFTUR Í ÁR! Þannig heldur  ESB-
umræðan þar áfram af fullu kratfi.  Rök Illuga standast því
ENGAN VEGINN!

  Það er því heiðarlegast hjá Illuga að viðurkenna áhuga sinn
á að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu heldur en að tefla
fram slíkum falsrökum sem engan  veginn standast. Því EF þjóðin
myndi segja NEI við aðildarumsókn eða innlimun í ESB yrði um-
ræðunni standlaust haldið áfram af ESB-sinnum í þeirri von þeirra
að JÁið fáist fram fyrir rest! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband