Raddir ,,fólksins" = Raddir kommúnista og krata !


    Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að þeir sem hafa
staðið fyrir mótmælum að undanförnu, svokölluð ,,Raddir fólksins"
eru ekkert annað en málpípur kommúnista og krata. Að talsmenn
samtakanna hafi átt fund með Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráð-
herra í gær til að ræða stöðu seðlabankastjóra segir allt sem segja
þarf. - Því hvers vegna er ekki Jóhanna Sigurðardóttir jafnsek sjálf-
um seðalabankastjórunum hafandi setið í fyrrverandi  ríkisstjórn,
kjósi menn að finna sökudólga þar á  bæum? Og  hvers vegna er
þá  þessari Jóhönnu sjálfri ekki mótmælt af hörku? Sem situr nú í
forystu umboðslausar ríkisstjórnar eins og einhver hvítþvegin dúfa,
sem hefur ekki einu sinni meirihluta Alþingis að baki sér. Hvers
vegna á hún ENGA pólitíska ábyrgð að axla að mati þessara ein-
kennulegu ,,Radda fólkisins"? Af því hún er vinstrisinnaður krati
sem leitt hefur minnihlutastjórn kommúnista yfir þjóðina?

   Eitt af bestu merkisberum þess að ,,Raddir fólksins" eru hjá-
róma raddir kommúnista og krata er sú, að þær virðast ætla
að láta það viðgangast með þegjandi þögninni að ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttir ætlar að gera eina mestu atlögu að full-
veldi íslenzkrar þjóðar allt frá 1918. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð-
ardóttir undirbýr nú grundvallarbreytingu  á stjórnarskrá Ís-
lenzka lýðveldisins, sem felur í sér þá miklu fullveldisskerðingu
að  Jóhanna og hennar landssölulið  geti eftir kosningar fyrir-
hafnarlitið innlimað Ísland  inn í Evrópusambandið. Ef þetta
nær fram að ganga mun Jóhanna Sigurðardórrir verða lengi
minnst sem stjórnmálamanns sem lagði grunninn að frelsis-
sviftingu þjóðarinnar með því að reyna að koma henni aftur
undir erlent vald með tilheyrandi hörmungum fyrir íslenzka
þjóð. ÞESSU virðast ,,Raddir fólksins" ALGJÖRLEGA ætla að
leiða hjá sér!  Einmitt þá í anda kommúiskrar og sósíaldemó-
kratiskrar hugmyndafræði. Því báðar hugsjónirnar hafa ætið
byggst á andþjóðlegum viðhorfum og gildum.

   Kominn er því tími til að þjóðleg borgaraleg öfl rísi upp  og
berjist gegn áformum kommúnistastjórnar Jóhönnu Sigurðar-
dóttir að undirbúa stórskerðingu á íslenzku þjóðfrelsi ofan á
allt annað sem yfir þjóðina hefur dunið af and-þjóðlegum
öflum.

   Raddir kommúnista og krata eiga að þagna ! STRAX!"!!
mbl.is Raddir fólksins funduðu með forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Eðlilega Gunnar Þór!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.2.2009 kl. 00:35

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Þú hittir naglann á höfuðið eins og svo oft áður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.2.2009 kl. 00:47

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur breytingin á stjórnarskrá ein og sér felur ekkert í sér nema að þjóðin samþykki inngöngu í ESB. Það er í raun ekkert í þessum hugmyndum að breytingum eitt og sér. Jú það verður hugsanlega hægt að breyta stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki eins og nú er að þingið samþykki breytingar. Síðan er þingið rofið og kosið aftur en fólk greiðir í raun aldrei sjálft atkvæði um breytingarnar sjálfar.

Það er ekki fullveldisafsal að deila fullveldi með öðrum þjóðum á afmörkuðum sviðum. Við gerum það í dag í gegnum EES samninginn. Minni t.d. á öll þau lög sem við tökum upp frá ESB vegna hans.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.2.2009 kl. 00:53

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Sú þriggja manna einslita nefnd sem Jóhanna hefur falið að
gera tillögu um breytingu á stjórnarskránni tiltekur til þriggja þátta. Einn
af þeim er að stjórnarskráin uppfylli kröfur um fullveldisafsal gagnvart
ESB-aðild. Minni þig á að núverandi stjórnarskrá var EKKI breytt gagnvart
EES-samningnum, enda MJÖG ÓLÍKU saman að jafna honum og að gerast
aðili að Ríkjabandalagi Evrópu A-Ö.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.2.2009 kl. 01:03

5 identicon

Má ég biðja um kommúnista og krata fram yfir Sjálfstæðisflokkinn, með sitt mannfjandsamlega frjálshyggjulík í farteskinu, alla daga!

Erla (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 01:04

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Erla mín. Er bara ekki í Sjálfstæðisflokknum og tala ekki fyrir hann hér.
Hins vegar hef ég stundum talað hér fyrir Þjóðlega Frelsisflokknum, sem
þitt kommúniska- kratiska  hjarta viðurkennir ekki.....

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.2.2009 kl. 01:09

7 identicon

Þú og Bí Bí eruð með þroska á við Neanderdalsmenn.

Gævar (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 01:20

8 identicon

vil bara bara segja eitt 86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt
verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða
íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars
einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur
en 4 ár eða ævilangt
. um esb

ninni (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 01:22

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Athyglisvert innlegg þitt ninni!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.2.2009 kl. 01:26

10 identicon

Komið þið sæl - Það eina sem ætti að vera í Evrópu umræðu - er að mínu áliti úrsögn úr EES og SINGEN - Við höfum bara skapað okkur ómæld vandræði með aðild að þessum kompaníum - ÚRSÖGN strax !!!

Benedikta E (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 01:42

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara HÚRRA fyrir þér Benedikta!!"

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.2.2009 kl. 01:45

12 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvaða hvaða EES hefur bara byggt upp kostnað sem skiptist í :

5 milljarða evra vegna Icesave. gætur hækkað ef aðrir innlánsreikningar annara banka falla á okkur. 

+600 milljarðar króna vegna endurfjármögnunar á nýju íslensku bönkunum. 

þarna erum við kominn með 1.300 milljarða króna. um 100% þjóðarframleiðsla íslands á síðasta ári.

Já EES hefur svo sannarlega fært okkur hamingju og velsæld.

Fannar frá Rifi, 14.2.2009 kl. 01:55

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bendi ykkur á ýmsar greinar þessu viðvíkjandi á mínu Vísisbloggi m.a.: Sáttmáli um afsal fullveldisréttinda væri “bein landráð”, Baráttan fyrir landsréttindum hvað sem á bjátar, Diana Wallis með sinn ítrekaða EBé-áróður og Glöggskyggni Kristjáns [Þórs Júlíussonar] og vanhæf ráðherraræðis-stjórnarskrárnefnd.

Stefna sú, sem Magnús lýsti hér í 4. innleggi, kl. 0:53, felur í sér staðfastan landráðavilja af hálfu viðkomandi fólks.

Við látum engan villa okkur með hégóma-blekkingum, Guðmundur. Kær kveðja til þín.

Jón Valur Jensson, 14.2.2009 kl. 02:06

14 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir innlitin hér.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.2.2009 kl. 21:14

15 identicon

Þu viðtakandi.

Johanna Sigurðardottir hefur borið alla þa abyrgð sem hun hefur staðið undir i sinum raðuneytum sem hun sem raðherra hefur starfað i og hefur abyrgst . En MER ER SPURN,HVERJIR HAFA VIÐURKENNT SINA ABYRGÐ S.L 16 AR . Er það Dabbi hroki eða Geir, nei vinur, Sjalfstæðisflokkurinn er buin að vera við vold s.l 16 ar og Framsokn i 8 ar, það eru mafiuosarnir sem bera abyrgiðna en engin telur sig vera abyrgðan, Siðleysi og siðblynda a hæðsta stigi, skomm fyrir þjoðina að hafa haft eiginhagsmuna politikusa i oll þessu ar sem hafa komið þjoðinni i gjaldþrot, það eru þeir sem hafa staðið i brunni s.l 16 ar sem mega skammast syn og geta falið sig fyrir abyrgiðinni.  Lifi Johanna " HENNAR TIMI ER KOMIN"

Guðrun Magnusdottir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband