Enn ein stórblekking ESB-sinna


  Í frumvarpi vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir um breytingu
á stjórnarskránni er kveðið á um þjóðareign á nátturuauðlindum,
sem ekki eru í einkaeign.Sagt er að þótt Ísland gangi í ESB myndi
slíkt ákvæði í stjórnarskrá tryggja að eignarréttur þjóðarinnar að
fiskveðiauðlindunum færðist ekki yfir til Evrópusambandsins við ESB-
aðild.

   Hvers konar rugl og blekking er þetta? Því ESB-sinnar hljóta  að
vita um grunnstoðir Evrópusambandsins, Rómarsáttmálann og
alla viðaukanna við hann.  Fyrir það fyrsta er að hvers konar ákvæði
um þjóareign  ekki til í lögfræði, og hefur því í raun enga lögfræðilega
þýðingu, og myndi ALDREI verða tekin gild fyrir erlendum dómstólum.
Því þjóðir eru ekki lögaðilar í lögfræðilegum skilningi. - Þess utan er
það Rómarsáttmálinn, og allir hans viðaukar, sem eru í raun ígildi
stjórnarskrá ESB, RÉTTHÆRRI en íslenzka stjórnarskráin, ef Ísland
gerist aðili að ESB. Stjórnarskrá Íslands yrði því að víkja fyrir stjórnar-
skrá ESB gangi Ísland í sambandið, komi upp ágreiningur. Þetta liggur
skýrt og klárt fyrir.

   Því eru ESB-sinnar vísvitandi að stórblekkja þjóðina með umræddri
stjórnarskrárbreytingu. Þeir svífast einskyns í blekkinga- og lýgavef
sínum í ESB-trúboðinu.

   Sem betur fer eru Íslendingar upplýst þjóð og lætur ekki blekkjast
af svona augljósri lýgi, því fiskveiðiauðlindir aðildarþjóða ESB lúta
nú þegar sameiginlegrar yfirstjórnunar valdhafanna í Brussel. Einka-
eign þjóða hefur þar EKKERT að segja, enda ekki til í alþjóðlegri lög-
fræðilegri þýðingu...
mbl.is Hindra auðlindaafsal til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það var þetta sem ég vildi spurja Gunnlaug um um daginn og hann vildi ekki ræða við mig, hvað hefur bandalag að gera við það að samþykkja þjóð inn í bandalagið ef ekki kæmi þjóðin öll og hennar eignir - allar?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.3.2009 kl. 16:27

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Högni! ESB er ekki ríki!!! ESB er bandalag 27 sjálfstæðra þjóða. Athugaður að í ESB eru lönd eins og Frakkland, Þýskaland, Sviþjóð, Finnland, Danmörk og svo framvegis. Ekki ert þú að halda því fram að þessar þjóðir hafi afhent ESB eignir sínar? Menn verða að hætta að rugla svona. Það er hinsvegar samningar um að ESB fer með yfirstjórn fiskveiða á svæðum þar sem fiskistofnar flakka á milli svæða sem tilheyra mörgum ESB þjóðum. En á móti kemur aðeins þeir sem hafa veiðireynslu á viðkomandi svæði fá að veiða þar þó að kvótinn sé ákveðinn í Brussel. Aðrar auðlyndir eru á valdi hverrar einstakrar þjóðar.

Og hættið svo þessu bulli!

Og svo velti ég því fyrir mér hver á t.d. fiskinn hér við land. Mér skilst að hann sé veðsettur bæði hér á landi sem og erlendis. Og annar í eigu örfárra manna sem eiga nær allann kvóta og leigja hann út á orkurverði.

Síðan bendi ég þér á að hugsa um það að Svíar eða Finnar sem eru nýjustu Norðurlandaþjóðirnar sem gegnu í ESB væru væntanlega að leyta allra leiða til að komast úr ESB ef það væri svona hræðilegt eins og þið talið um. Grænlendingar gerðu það. Þeir sögðu sig úr ESB. En 70 til 80% Evrópu er nú í ESB og þó nokkur lönd bíða á hliðarlínunni eftir að komast þangað inn. Ef ESB væri svona slæmt halda menn ekki að allir sérfræðingar í þessum löndum hefðu komið í veg fyrir að þau gengju í ESB.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2009 kl. 19:32

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Magnús, ég segi hvergi að ESB sé ríki, ég segi að ég skilji ekki afhverju við ættum, eða nokkur þjóð að ganga í svona bandalag ef ekki fylgir allt sem gagn er af til að auka virði þess og þá bæði þjóðarinnar og bandalagsins.

Erð það tilfellið Magnús að við getum gengið inní Evrópusambandið án þess að leggja neitt til og er það rétt að þar séu sjóðir og sambönd sem við getum síðan ætlast til að í okkur sé ausið úr?

Hverju héldu Svíar, Lettar og Finnar undan, eða ætla Danir að halda undan?

Afhverju vill almenningur ganga úr ESB í ríkjum eins og Svíþjóð, en þar talar fólk um að þau borgi núna mun meira en þau fá og þannig verði það?

Afhverju vilja Austurrískur, suður Þýskur, Franskur og Spænskur almenningur í auknum mæli fara úr ESB?

Magnús ég er að spurja til að geta tekið afstöðu, er eitthvað varðandi ESB sem ekki þolir umræðu eða á ég bara að spurja ,, hvernig get ég sem einstaklingur orðið ríkur af, ekki ef heldur af því að við göngum í ESB,, ég stenst þetta bara ekki því næsta spurning er hvernig getur ESB ausið í Íslendinga peningum um leið og það er að verjast falli sem heild og er að ausa peningum í nýlega inngengin ríki að austan, sem voru blönk fyrir og enn blankari núna?

Það þvælast margar spurningar fyrir mér Magnús sem mér finnst bara allt í lagi að spurja um enn fæ yfirleitt bara skítkast frá ílla þroskuðum aulum sem virðast áhættufælnir öryggisfíklar sem þora hvergi að standa einir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.3.2009 kl. 20:13

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Rómarsáttmálinn og viðaukar hans eru ÆÐRI stjórnarskrá Íslands
ef Ísland gengur í ESB. Þurfum ekki að karpa um þau sannindi. Þess vegna er þetta ákvæði ykkar ESB-sinna HELBER SYNDARMENNSKA um þjóðarieign á
auðlindum.  Érlend lán í sjávarútvegi eru eins og hver önnur lán. Ef útgerð
lendir í gjaldþroti gagnvart erlendum aðila hefur hann HVORKI leigu eða
eignarrétt á kvótanum skv ísl.lögum. Allt slíkt galopnast göngum við í ESB.
Og einmitt í ljósi þess hvað ísl.sjávarútvegur er skuldsetinn í dag, þ.á.m af
erlendum lánum, er einmitt stórhætta á að kvótinn komist í hendur útlendinga á örfáaum árum. Hvað þyddi það fyrir þjóðarhag okkar?
Stórkostlegt efnahagslegt hrun ofan á allt í dag. Þið ESB finnst það allt
í lagi bara!  Að þið ESB-sinnar skulu VOGA YKKUR slíka ÓÞJÓÐHOLLUSTU gagnvart íslenzkri þjóð ER VÍTAVERT Magnús.  - 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.3.2009 kl. 20:22

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Högni. Það hefur margsinnis komið fram að ef við göngum í ESB þurfum við
að greiða mun meira í sukksjóði þess en það sem við fáum til baka. Að
voga svo öllum fiskimiðunum í þessu sambandi ætti svo að sýna svart á
hvítu að við myndum stórtapa efnahagslega á aðildinni. Hvers vegna þá að
ganga þar inn? Kvótahoppið svokallaða, sem hefur lagt breskan sjávarútveg í rúst, myndi svo halda innreið sína á Íslandsmið. Eftir ESB-aðild mættu allir ESB-búar eignast meirihluta í ísl. útgerðum og kæmust þannig yfir hinn dýrmæta kvóta þeirra. Með tíð og tíma hyrfi virðisauki Íslandsmiða úr íslenzku hagkerfi með skelfilegum afleiðingum. Þetta eru bara blákaldar staðreyndir í málinu, sem ESB-sinnar neita að horfast í augu við, vegna
hiðs blinda ESB-trúboðs þeirra.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.3.2009 kl. 21:11

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur þú gleymir að við neytendur fáum aftur á móti mun meira til baka í lægri verðum. Svo og sem að við losnum við verðtryggingu, fáum lægri vexti.

Við Íslendingar eyðlögðum mest af útgerðum í Bretlandi. Spurðu bara gamla sjómenn í Hull og Grimsby. Þeir höfðu ekki góð mið til byrja með. Kvótahoppið var nú ekki flóknara en að Spánn fjárfesti í fyrirtækjum í Bretlandi og veiddu á þeirra reikning. Eins og Samherji er að gera Þýskalandi.

Ég veit að það eru líkur á því að við borgum meira í bein gjöld til ESB en við fáum þaðan. EN þó eru líkur á að það verði svipað. Þar sem við erum dreifbýlt land og markmið með styrkjum ESB til dreifbýlis er að halda öllu stöðum í byggð.

Og þegar við tökum með lækkun vaxta, afnám verðtryggingar, lægra vöruverð, aukna fjárfestinga kosti erlendis. Aukna fjárfestingu útlendinga hér þá held ég að við sem samfélag komum út í gróða.

Þetta með ESB sem eitthvað gráðugt batterí sem gleypi okkur er bara hlutur sem ég er orðinn þreyttur á. ESB er stjórnað af þeim löndum sem eru í bandalaginu.

Og loks minni ég á að ef við gerum aðildarsamning við ESB verðum við að kjósa um hann. Einnig verða öll önnur þjóðþing innan ESB að kjósa um hann líka. Og ef hann er samþykktur verður því sem þar stendur ekki breytt nema að öll þjóðþingin og við samþykkjum það. Þannig að ef við semjum um undanþágur sem ekki eru tímabundnar verða þær ekki teknar af okkur aftur nema að við samþykkjum það.

Fólk hefur líka verið að tala um að Alþjóðagjaldeyrisstjóðurinn sé svona vont batterí sem sé aðeins að lána okkur núna til að geta tekið af okkur auðlindirnar okkar.

Bendi á að við borgum meira til Sameinuðuþjóðana en við fáum þaðan. Nú og Nató líka. En samt höfum við hagnast af þessu samstarfi. Við eigum t.d. núna flugvöll, ljósleiðara. Við höfum Háhitaháskóla, SÞ og aðgang að öllum stofnunum þessara samtaka. Við höfum haft okkar áhrif í gegnum þær. T.d. varðandi hafréttarsáttmálan. Þó erum við lítil þjóð í SÞ. Af hverju ættum við í samstarfi við aðrar norðulandaþjóðir ekki að geta haft áhrif.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2009 kl. 23:15

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Svara þínu OFURRUGLI þegar líða tekur á daginn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.3.2009 kl. 00:25

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Barðandi verðlag og vexti:

Verðlag á Íslandi kann að lækka um 10-15% við inngöngu í Evrópusambandið en þó er hvergi á vísan að róa í þeim efnum þar sem verðlag hækkaði víðast hvar í öðrum löndum við upptöku evrunnar. Kaupmenn notuðu sér t.d. víða óvissuna í kringum gjaldmiðilsbreytingarnar og námunduðu verðlag upp á við. Það kann hæglega að gerast hér eins og annars staðar ofan á annað.

Tiltölulega lágir vextir á evrusvæðinu sl. ár eru tilkomnir vegna viðvarandi efnahagsstöðnunar í Frakklandi en þó einkum Þýzkalandi. Ekki vegna þess að lágir vextir sé eitthvert náttúrulögmál innan svæðisins. Langur vegur er frá því.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.3.2009 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband