Sjálfstæðisflokkur stefnir á ESB. L-listinn skýr valkostur gegn því !


    Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vara-formaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði í þætti Bylgjunnar á Sprengisandi í gær, að allt benti til  að eftir
landsfund flokksins myndi hann opna á aðildarviðræður við Evrópu-
sambandið. Ef það yrði niðurstaðan, yrði það grundvallarbreyting  á
stefnu flokksins í Evrópumálum. Mjög sterk öfl innan flokksins kalla
á aðild að ESB, og fjölmargir sjálfstæðismenn  tala fyrir  því  í  dag.
Þannig er Bjarni Benediktsson sem er sterklega talinn næsti formað-
ur flokksins, fylgjandi aðildarviðræðum, og svo er um ýmsa þingmenn
flokksins, eins og Jón Magnússon, sem er hlynntur aðild að Evrópu-
sambandinu.

   Fyrir okkur þjóðfrelsis-og fullveldissinna er nánast ENGUM flokki
á Alþingi Íslendinga lengur treystandi í Evrópumálum, þótt meirihluti
þjóðarinnar sé andvíg aðild. Þannig er Framsókn orðin ESB-sinnaður
krataflokkur eins og Samfylkingin. Vinstri-græn tala fyrir aðildarvið-
ræðum og þar með umsókn að ESB, því aðildarviðræður geta ekki
orðið nema sótt verðu um aðild. Þá syðja Vinstri grænir breytingu á
stjórnarskránni um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem auðveldar mjög að
breyta fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar eftir kosningar, og þar
með aðild að ESB. Frjálslyndir styðja þá breytingu, en formaður þing-
flokks þeirra var til skamms tíma yfirlýstur ESB-sinni. Og þannig mætti
lengi telja.

   Því er það ánægjuefni fyrir okkur þjóðfrelsis-og fullveldissinna að
tilkynnt hefur verið um framboð, sem ALFARIÐ hafnar öllum hugmynd-
um um aðildarviðræður og umsókn að Evrópusambandinu. Framboð
sem vill standa vörð um sjálfstæði og fullveldi Íslands.  Framboð
hófsamra BORGARLEGRA GILDA.   Framboð sem ESB-andstæðingar
geta 100% treyst. - Framboð L-listans.

   Innan grasrótar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er mikil
andstaða við ESB-aðild. Sú grasrót á nú að koma til liðs við L-list-
ann. - Það er svo míkið í húfi, því fullveldið og sjálfstæði þjóðar-
innar er forsenda fyrir endurreisn efnahags hennar  á næstu
árum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það væri óskandi að umræðan um ESB færi að snúast um meira en evru, kreppu, fisk og auðlindir. Að menn gætu litið lengra nefi sínu og horft 30 ár fram í tímann. Hugsi um hver staðan verður þegar kreppan er búin og gleymd en við komin í þetta stóra samband. Að menn skoði bæði söguna og framtíðina. Átti sig á að þetta er ekki klúbbur sem þú gengur í til að redda kreppu og ferð svo bara aftur heim þegar því er lokið.

Það er framsalið á ríkisvaldinu sem mun draga úr framtaki og slagkrafti þjóðarinnar. Það er eitthvað sem bæði okkar saga og annarra kennir okkur. Nokkuð sem gerist ekki í einum grænum heldur læðist aftan að okkur á nokkrum áratugum.  Í því liggur hættan - þar verður skaðinn.

Það skiptir nákvæmlega engu máli hvernig samningar bjóðast, við verðum að segja nei. 

Haraldur Hansson, 9.3.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir Haraldur. 100% sammála.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.3.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband