Burt með Öygard seðlabankastjóra ! STRAX!!!!!


      Ljóst er að hinn norski seðlabankastjóri og flokksbróðir Jóhönnu
Sigurðardóttir forsætisráðherra, veldur engann veginn sínu starfi.
Sagður áhættufælinn í meira lagi, og algjörlega ókunnugur íslenzkum
aðstæðum. Enda hefur gengi krónunar fallið nær látlaust síðan að
hinn norski seðlabankastjóri og hinn sósíaldemókratiski flokksbróðir
Jóhönnu Sig, tók við. - Tilviljun? - Nema að þetta séu samantekin ráð
forsætisráðherra og hins erlenda seðlabankastjóra. Forsætisráðherra
hefur nefnilega hvað eftir annað  ráðist  á  gjaldmiðil  þjóðarinnar, og
talað hann niður, sem er einstakt í stjórnmálasögu sjálfsstæðra ríkja.
Því hvergi á byggðu bóli myndi slíkt vera liðið. - En markmið forsætis-
ráðherra er að vinna með öllum ráðum gegn krónunni, til að auðvelda
allt ESB-ferlið og upptöku erlends gjaldmiðils.(evru) - Þar er væntan-
lega komn skýringin á því  hvers vegna  forsætisráðherra  valdi  sér 
þennan útlending úr herbúðum krata í Noregi, til að aðstoða sig við
að rústa gjaldmiðli þjóðarinnar endanlega. En svo virðist að forsætis-
ráðherra og hinn erlendi seðlabankastjóri séu nú á góðri leið með að
gera það. Með gríðarlegu fjárhagslegu tjóni fyrir hina íslenzku þjóð.

  Á millibankamarkaði er velta ekki svo mikil marga daga að auðvelt
er fyrir Seðlabankann að hafa þar góð inngríp, þannig að  krónan
styrkist en veikist ekki. Til þess höfum við gjaldeyrisvarasjóðinn  frá
Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðum, sem við þurfum hvort sem er að greiða
5% okurvexti  af, ÞÓTT HANN SÉ EKKI NOTAÐUR! Já, þótt hann sé EKKI
notaður, sem er jú ekkert annað en fjárkúgun af verstu sort.

  En hvar er nú Búsáhaldaliðið, hrópandi burt með Davíð fyrir nokkrum
misserum? Því nú sitjum við  uppi með handónýtann erlendan seðla-
bankastjóra í algjöru trássi við íslenzka stjórnskipan og stjórnarskrá!
Og allt Búsáhaldaliðið haldur kjafti, og næstum klappar bara!

  Þvílík  andskotans vinstrisinnuð tvöfeldndi og tvískinningur, eða hitt
þó heldur!! 




   
mbl.is Gengi krónunnar veiktist um 2,15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur þú veist það vel að það er búið að auglýsa eftir nýjum Seðlabankastjóra og er verið að vinna úr umsóknum núna. Þannig að þú getur vel verið rólegur.

Seðalbankastjóri og aðstoðarbankastjóri verða einhverjir úr þessum hóp hér fyrir neðan:

Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra sem uppfylla lágmarksmenntunarskilyrði laganna um háskólapróf eru eftirfarandi:

Arnór Sighvatsson, hagfræðingur.
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur.
Jóhann Rúnar Björgvinsson, hagfræðingur.
Már Guðmundsson, hagfræðingur.
Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur.
Tryggvi Pálsson, hagfræðingur.
Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur.
Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur.

Umsækjendur um embætti aðstoðarseðlabankastjóra eru eftirfarandi:
Arnór Sighvatsson, hagfræðingur.
Baldur Pétursson, viðskiptafræðingur.
Daníel Svavarsson, hagfræðingur.
Halldór Eiríkur S. Jónhildarson, þjóðréttar- og lögfræðingur.
Haukur Camillus Benediktsson, hagfræðingur.
Jóhann Rúnar Björgvinsson, hagfræðingur.
Jón G. Jónsson, viðskiptafræðingur.
Jón Þ. Sigurgeirsson, viðskiptafræðingur.
Lilja D. Alfreðsdóttir, hagfræðingur.
Lúðvík Elíasson, hagfræðingur.
Ólafur Þórisson, hagfræðingur.
Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur.
Tamara Lísa Roesel, viðskiptafræðingur
Tryggvi Pálsson, hagfræðingur
Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur.
Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur.

Bendi þér svo á að það stóð til að nota sem minnst af láninu frá AGS. Þannig að við þyrftum ekki að bæta því við aðrar skuldir.

Nú er einnig peningamarkaðsnefnd sem ræður gengi hér en ekki seðlabankastjóri einn.

Fall krónunar nú var vegna þess að stórar vaxtagreiðslur vegna einhverja bréfa voru að fara til útlanda sem og að enginn hefur lengur trú á krónunni þar sem ekki má lengur skipta henni í útlöndum vegna gjaldeyrishafta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.4.2009 kl. 00:45

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Þvílikt andskotans kratabull sem orð eru ekki á eyðandi hér!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.4.2009 kl. 00:48

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur eftirfarandi er af síðu Seðlabankans:

Forsætisráðherra skipar seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra til fimm ára í senn. Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd. Stjórn bankans er að öðru leyti í höndum seðlabankastjóra.

Seðlabanki Íslands var stofnaður með lögum árið 1961, en seðlabankastarfsemi á Íslandi á sér mun lengri sögu. Núgildandi lög um Seðlabanka Íslands eru lög nr. 36/2001. , sbr. síðari breytingar í lögum nr. 5/2009.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.4.2009 kl. 00:53

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og hvað með það ? Jóhanna er uppvís að ÞVERBRJÓTA stjórnarskrána með
ráðningu ERLENDS RÍKISBORGARA í embætti seðlabankastjóra. Fyrir það eitt
á hún að segja af sér, þessi and-þjóðlegi ,,forsætisráðhérra"

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.4.2009 kl. 01:00

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já bara skora á alla normal Íslendinga að mótmæla fyrir framan Seðlabanka Íslands og krefjast afsagnar Öygard, sem augljóslega veldur alls ekki sínu
starfi, heldur þvert á móti vinnur gegn íslenzkum hagsmunum í boði
Samfylkingarinnar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.4.2009 kl. 01:18

6 identicon

Ad hominem.

Það er hreinn unaður að lesa svona afburða moggablogg.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, ég hreinlega krefst þess að þú fáir pulitzer-verðlaunin fyrir þessar greinar þínar. Einstök, hlutlaus og vitræn umfjöllun í alla staði.  

Gunnar Björnsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 02:09

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Guðmundur

Þetta er því miður sjúkdómur Guðmundur, þ.e. krataveikin. Svona er hún. Einkennin geta orðið mjög svæsin. Í raun er þetta ólæknandi, því miður - samanber reglugerðum um agúrkur í Evrópusambandinu og eldri reglugerðum fyrstu kynslóðar áætlunarkerfum eins og til dæmis USSR, reglur um ræktun tómata í gróðurhúsum í frosti uppi við Hvítahaf, þegar hægt var að fá þá næstum gratís frá Úkraínu - þeir uxu þar í sólinni. En nei, uppi við Hvítahaf voru þeir ræktaðir og fangar sáu um gróðurhúsin.

Kveðjur

Tengt efni

Samfylkingin og Jóhanna Sigurðardóttir krefst brottreksturs bankastjórnar seðlabanka Evrópusambandsins

Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2009 kl. 07:45

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Vinsamlegast segið mér hvar ég fær ISK krónur sem hafa fallið 80% í verði. Ég mun nota ISK krónur dagsins til að kaupa svona ódýrar ISK krónur. Þetta væru kjarakaup. Við hvaða gjaldmiðil ertu að miða fallið við Benedikt?

Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2009 kl. 15:08

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

ISK var fallin um -35,44% miðað við evru frá 1.1.08 til 7. mars 08

ISK er fallin um -43,96% miðað við evru frá 1.1.08 til í dag

Pundið er t.d. fallið með -18,05% gegn evru frá 1.1.08 til í dag og hefur einnig tekið stærri dýfu en þetta. Ekki er allt þeirra bankakerfi á hliðinni.

Sænska krónan hefur fallið þó nokkuð gagnvart evru eða t.d. um -18,32% frá 1.1.08 til 10.3.09 en svo rétt aðeins úr kútnum. Ekki er allt þeirra bankakerfi á hliðinni.

Norska krónan hefur einnig tekið dýfur gagnvart evru. Mest -19,55% frá janúar09 til janúar09.

Sjálf evran hefur einnig gefið um -10% gagnvart dollar eftir á sama tíma.

Þetta gengur upp og niður. En algert bankahrun er náttúrlega afdrifaríkt fyrir myntina okkar. En ekki einu sinni bankahrun eru einstök. Þau koma einnig fyrir hjá fleirum. Þetta jafnar sig.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2009 kl. 17:05

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir þetta ágæta yfirlit Gunnar. Jú auðvitað eru gjaldmiðlar meir og
minna í sveiflum eftir efnahagsástandinu hverju inni. Við vorum bara svo
óheppnir að lenda í allsherjar bankahruni, vegna offara ESB-sinnaðra
útrásarvíkinga, sem nýttu sér hið stórgallaða regluverk EES-samningsins.
Hefðum við ALDREI gert þennan fjandans EES-samning, sem passaði engann veginn við okkar örsmáa hagkerfi, heldur gerðum tvíhliða viðskipta-
samning við ESB á okkar forsendum, likt og Sviss gerði, þá hefðum við
ekki lent í þessari efnhagslegri óstjórn og vitleysu. Hér værum við þá með
mjög sterkt og stöðugt efnahagslíf, sniðið eftir okkar stakk og vexti,
þar sem við eyddum ekki meira en við öfluðum, með krónuna sem mjög
hentugan gjaldmiðil í okkar útflutningsframleiðslurík.  Krónan er nefnilega
ekki vandamálið, heldur efnahagsóstjórnin síðustu ára ásamt glæpsamlegu
atferli mafíósa í bankakerfinu sem sigldu hér öllu í þrot. En nú er krónan
að afrugla kerfið aftur, og er í raun að bjaraga sjálfu fjöreggi okkar við
þessar hrikalegu aðstæður, okkar mikilvæga útflutningi. Væri krónan
ekki til staðar í dag, blasti við þjóðargjaldþrot.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.4.2009 kl. 17:39

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Guðmundur, ég get víst ekki verið þér meira sammála. Þessir sömu banka-hag-fræðingar sem pissuðu fast í pilsin hjá uppkaupaleiðtogum Íslands vilja núna helst fullkomna verkið með því að skrifa nýjan kafla í Íslandssöguna okkar. Ef af yðri þá myndi kaflinn bera heitið; ÚR ÖSKUNNI Í ELDINN

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2009 kl. 17:53

12 Smámynd: Kristján Erlingsson

Sæll Guðmundur.

Skrítið allt þetta tal um vægi íslensku krónunar a alþjóðamörkuðum. Ég hef haldið í fávisku minni að engin þjóð, hvaða gjalmiðil sem hún vill nota, geti ekki til skemmri né lengri tíma fjármagnað innflutning sinn nema með útflutningi. Til skamms tíma er jú hægt að fjarmagna hann með lánum, en......hvernig á síðan að borga lánið. Með innflutningi eða með útflutningi?

Af hverju eru allir að tala um krónuna sem svakalega góðan gjaldmiðill til að fara með til Dublinar til að kaupa inn fyrir hátíðarnar! Delerium Tremis íbúa borgríkisins er orðinn svakalegur!

Kristján, gamall vinur frá Afríku sendir kveðju.

Kristján Erlingsson, 8.4.2009 kl. 17:19

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Einmitt félagi Kristján. Að eyða ekki umfram það sem aflað er, og sníða stakk eftir vexti. Það er málið!

Góðar kveðjur til Afríku um von að þú látir sjá þig næst er þú kemur til Íslands.  Bestu kveðjur þín þín og þinna!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.4.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband