Sósíaldemókratar hafa rústað Íslandi !


   Sósíaldemókratar hafa rústað efnahag Íslands. Bera því HÖFUÐ
ábyrgðina á ástandi efnahagsmála í dag. Og endanlega munu þeir
ganga frá íslenzkri þjóðartilveru, ná þeir fram þeim and-þjóðlegum
markmiðum sínum að innlima Ísland í Evrópusambandið. Með tilheyr-
andi fullveldisafsali og framsali nátturuauðlinda til yfirþjóðlegs valds.

  Upphaf efnahagshrunsins var hinn stórgallaði EES-samningur, sem
sósíaldemókratanir í Alþýðuflokknum sáluga tókst  að  berja  í  gegn.
Sem engann veginn passaði fyrir örsmátt og  fábrotið hagkerfi Íslands.
Í stað EES-samningsins alræmda hefði átt að gera tvíhliða viðskipta-
samning við ESB á OKKAR forsendum líkt og Sviss gerði við ESB.

  Síðan brugðust sósíaldemókratar Samfylkingarinnar GJÖRSAMLEGA
þegar stórgallar regluverks EES-samningsins kom í ljós. Sváfu Þyrni-
rósarsvefni í aðdraganda bankahrunsins með viðskipta- og bankamál
í höndum sér auk fjármálaeftirlits. Brugðust svo ALGJÖRLEGA við að
gæta þjóðarhagsmuna og málsvarna Íslands gegn óbilgjörnum er-
lendum kröfuhöfum og hryðjuverkaárásum þeirra, hafandi utanríkis-
málin einnig í höndum sér. Uppskáru og samþykktu svo einn VERSTA
milliríkjakúgunarsamning, icesave, sem sögur fara af. Og sem á eftir
að gera þjóðina nánast að öreigalýð svo langt sem séð verður. ALLT
til að þóknast fyrrum nýlenduherrunum í Brussel til að fá aðgöngu-
miða inn í meiriháttar misskilið sæluríki sósíaldemókrata,  ESB.

   Til að fullkomna svo aðförina að efnahag Íslands og íslenzkri þjóðar-
tilveru, tókst sósíaldemókrötum í fyrsta skiptið í sögu Íslands að mynda
HREINRÆKTAÐA VINSTRISTJÓRN.  Njóta nú stuðnings kommúnista og
vinstrisinnaðra róttæklinga úr hinum alþjóðasinaða  vinstriflokki VG, til
að innsigla Versalasamning í 10 veldi, Icesave, og sækja svo um aðild
að ESB. En ef slíkt nær fram að ganga mun íslenzk framtíð úr sögunni!!!!

   Aðal persónugervingur þessarar ÖMURLEGU sósíaldemakratisku
aðfarar að efnahag og fullveldi Íslands er Jóhanna Sigurðardóttir.
Sem ALLAN þennan tíma tók FULLAN ÞÁTT í aðförunni og stýrir nú
henni í dag í forystu fyrir vinstristjórn sinni. ÁBYRGÐ HENNAR ER
því 100% !!!

  Ef einhver stjórnmálamaður ætti í dag að sitja á SAKABEKK vegna
allra þeirra hörmunga sem yfir íslenzka þjóð hefur nú dunið að undan-
förnu þá er það Jóhanna Sigurðardóttir. Hún ber pólitíska ábyrgð á
því  öllu saman, og á því að segja af sér HIÐ SNARASTA!

  
mbl.is Verður þjóðinni ekki ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sá flokkur sem hlýtur að bera langmesta ábyrgð á að rústa efnahag þjóðarinnar er xd (þú ert sennilega að kalla þá sósíaldemókrata)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.7.2009 kl. 07:16

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón. Alveg dæmigerð ranghugmynd þín um ÞJÓÐINA og ÞJÓÐRÍKIÐ. Það
er rangt hjá þér að Sviss hafi áhuga á ESB. SVISSNESKA ÞJÓÐIN ER SVISS
og hefur HAFNAÐ AÐILD AÐ ESB og hefur ENGANN ÁHUGA Á ESB. Við hefðum
átt að fara að dæmi þeirra í upphafi. Þá væri staða okkar ekki eins hörmuleg og hún er í dag.

Já því miður álpaðist Sjálfstæðisflokkurinn að samþykkja EES í ríkistjórn
með Alþýðuflokknum Anna. Innan hans eru jú sósíaldemókratar sbr vara-formaður hans.  En HÖÐUÐÁBYRGÐIN er hjá ykkur sósíaldemókrötum
þegar ALLT FERLIÐ er skoðað.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.7.2009 kl. 11:15

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. SÖKIN er að stærstum hluta hinn STÓRGALLAÐI EES-samningur sem þið kratar stóðu fyrir. Ef hann hefði ekki verið gerður hefði þessir
útrásarmafíósar aldrei orðið til. EES-og ESB passar einfaldlega ekki fyrir
jafn örsmátt ríki og Ísland og allt það helvítis OFUR-regluverk þess. Þetta er eins og einhver breiðgata í Berlín fengi aðild að ESB. Þið kratar hafa ALDREI skilið hversu íslenzk þjóð er fámenn og allt hagkerfi hennar eftir því.
Enda ykkur fjandans sama um ÍSLENZKA þjóðartilveru!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.7.2009 kl. 14:21

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einstaklingar eru aðal sökin á afleiðingunum fyrir heimilin: þjóðina.

Sumir stjórnmálamenn og embættismenn fylltust ágirnd: tókst að múta þeim? Eða voru þeir að reyna að komast í álnir.

Aðildin að EU regluverkinu og svæðinu auðveldaði hryðjuverkin utanlands.

Ein flokkur fremur öðrum hefur  viðurkennt þetta fyrir sitt leyti.

Ég og meirihluti þjóðarinnar höfum aldrei haft tækifæri eða vilja til að taka þátt í þessu. Enda erum við búin þeirri hollustu, sem EU krefst af sínum meðlimum, hvað varðar Ísland.

Hollendinga reyndu að fá Íslenska fjármála eftirlitið til að hefta óeðlilega bankastarfsemi [ólöglega]LB í  Hollandi.   Við vitum að Fjármál eftirlitið gerði ekkert nema bakka upp féflettingarnar. Væntingar loforð um ávöxtun sem fær ekki staðist. Ef það var eitthvert vafa mál er ekki um slíkt að ræða núna. Bretland og Holland hafa síðasta orðið á sínum mörkuðum.

Glæpurinn er sannaður. Kannski fyrnist hann á 7 árum?    

SamFo elítan tekst ekki að brjóta siðferðisvitund meirihluta þjóðarinnar og getur iðrast fyrir sitt leyti okkur að meinalausu.  En virðist hún þjást af skorti á fjárlæsi sem og flestum grunnforsemdum flestra fræða.

Júlíus Björnsson, 3.7.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband