Icesave-flokkarnir sameinist !


   Í gær heldu Samfylkingin og Vinstri-grænir SAMEIGINLEGAN
þingflokksfund. Þetta hlýtur að vera fyrsta skrefið af örfáum
til að þessir tveir icesave-flokkar sameinist. Hnífurinn gengur
ekki á milli þeirra að vinna gegn íslenzkum þjóðarhagsmunum,
og gera íslenzkri þjóð sem erfiðast fyrir. Í bráð og lengd. Og
það í þágu erlendra afla. Icesave-þjóðsvikasamningurinn ber
það hæðst. Hundruðu milljarða skuldaklafa er skellt á þjóðina
,, svona af því bara" henni algjörlega að ósekju. ESB-umsókn
er nauðgað gegnum Alþingi, með það að markmiði að ganga
erlendu ríkjabandalagi á hönd, með tilheyrandi fullveldis- og
þjóðfrelsisafsali, og afhendingu helstu auðlinda til yfirþjóð-
legs valds. Og til að kóróna þjóðsvikin er meiningin að skatt-
pína þjóðina inn að beini, ekki síst til að borga skuldir fjár-
glaframanna, útrásarmafíósa, m.a vegna úreltra regluverka
sem sósíaldemókratanir lugu inn á þjóðina gegnum EES-
samninginn.  - Og niðurstaðan? Áratuga eymd, fákækt og
volæði fyrir íslenzkan almenning, og allt í boði vinstrimennsk-
unar. Sósíalisma andskotans !

  RÍSUM UPP!  GERUM ÞJÓÐLEGA BYLTINGU!!!!! 

    www.zumann.blog.is
    www.fullvalda.is
mbl.is Sameiginlegur þingflokksfundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já mikið rétt Guðmundur, þessir flokkar eru gjörsamlega rúnir trausti að mínu viti hvað varðar það atriði að standa vörð um þjóðarhagsmuni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.9.2009 kl. 00:54

2 Smámynd: Björn Birgisson

Smá leiðrétting. Öll okkar vandræði eru í boði Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Það vita allir. Sérstaklega Icesave. Evrópusambandið er svo allt annað mál. Áhugi Íslendinga á því máli kemur fram að nokkrum misserum liðnum. Þjóðin kýs. Lýðræðið sigrar að lokum.

Björn Birgisson, 23.9.2009 kl. 01:12

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Björn.

Ef stjórnarandstaða einkum Samfylking hefði ekki verið nær skoðanalaus allt kjörtímabil sem þú nefnir þá væru mál öðru vísi en þau eru í dag.

Nægir þar að nefna kvótakerfi sjávarútvegs.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.9.2009 kl. 01:17

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei Björn minn. ICESAVE er ALFARIÐ í boði núverandi ríkisstjórnar, krata
og kommúnísta. A-Ö!!!!!!!!!! ÞJÓÐSVIKAFLOKANNA!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2009 kl. 01:17

5 identicon

@ Björn, við getum tuðað um það endalaust hverjum er um að kenna...málið núna er að koma okkur upp úr þessu svaði sem SF og VG eru endanlega að koma okkur ofan í, og það verður hyldýpi sem við komumst aldrei upp úr ef þau fá að klára málin !!!!

Hvenær ætlum við að rísa upp á afturfæturna og hrópa STOPP....HINGAÐ OG EKKI LENGRA !!!!

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 01:20

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

NÁKVÆMLEGA ANNA!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2009 kl. 01:23

7 Smámynd: Björn Birgisson

Bráðfyndið! Kvótakerfið? Hm ..................

"Samfylking hefði ekki verið nær skoðanalaus allt kjörtímabil sem þú nefnir þá væru mál öðru vísi en þau eru í dag"

Ég nefndi þetta ekki á nafn, Guðrún María! Nú dreymir þig bara vonda drauma. Haltu mér utan við þá.

Stórmerkileg, reyndar sérlega ómerkileg söguskoðun, að VG og Samfó séu að steypa þjóðinni í hyldýpið. Aðrir sáu um það.

Er ekki allt í lagi á þessum bæ?

Björn Birgisson, 23.9.2009 kl. 01:36

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei þetta er bara staðreyndin Björn minn. ICESAVE, þessi djöfulsins hryllingur fyrir íslenzka þjóð, er ALFARIÐ  TILBÚINGUR núverandi and-þjóðlegu vinstristjórnar, kommúnista og krata . Svo bætist ESB-umsóknar-
hryllingurinn við öll þau þjóðarsvík......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2009 kl. 01:49

9 identicon

Hvert svosem upphafið er á hryllingnum þá breytir það ekki þeirri staðreynd að Samspillingin og Valda Græðgin eru að klára dæmið...svo um munar !!!!

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 01:53

10 identicon

Og því er nú andskotans verr að það lítur út fyrir að þeim takist ætlunarverkið.....og þegar sá gjörningur hefur beygt okkur endanlega í duftið þá verður greiðari leiðin að koma okkur undir Brussel báknið....OG ÞÁ ER ÉG FLUTT !!! ÞVÍ MIÐUR

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 01:58

11 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ekki veit ég í hvaða landi hann Björn býr en það er allavega ekki hér á Íslandi,nema hann sé einn af þessum ESB dindlum sem sjá ekkert annað en ESB og öllu skal fórnað fyrir það.Ég held að Björn ætti að hætta að tjá sig um þessi mál þar sem hann er gjörsamlega siðblindur einsog þessi kommúnista ríkisstjórn sem er við völd í dag og er að koma þjóðinni í torfkofa aftur.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 23.9.2009 kl. 06:38

12 Smámynd: Björn Birgisson

Marteinn Unnar, takk fyrir þetta gáfulega innlegg. Segir ýmislegt um þig, en ekkert um mig.

Björn Birgisson, 23.9.2009 kl. 09:17

13 identicon

ALLT SEM FÓLKIÐ AÐ OFAN SEGIR UM STJÓRNVÖLD ER SATT, BJÖRN.  STJÓRNVÖLD ERU AÐ KÚGA ÞJÓÐINA TIL AÐ BORGA MILLJARÐA SKULDIR GLÆPAMANNA!!!  OG AF ÞVÍ ESB. IMF, BRETAR, HOLLENDINGAR VILJA ÞAÐ!!!

Lísa J. (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 11:20

14 identicon

Fór bryggjurúnt áðan og hitti þar fyrir vin minn sem var að landa úr trillunni sinni, hann vill meina að Icesave málið geti varla verið neitt einfalt mál.

Ég vil aftur á móti meina að einföld mál er hægt að taka og flækja í það óendanlega þar til enginn sér nokkra glætu í málinu.

Einfalt mál....ÚT MEÐ ICESAVE OG AGS !!!

VIÐ VINNUM OKKUR UPP ÚR ÞESSU SJÁLF.....ALLT ER HÆGT EF VILJINN ER FYRIR HENDI !!!!!

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 14:30

15 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hjartanlega sammála Anna!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2009 kl. 14:56

16 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

MIkið er afneitunin dásamleg...

Hvernig má vera að icesave sé tilbúningur þessarar stjórnar þegar það er löngu vitað að það stendur í regluverkum esb að við verðum að borga þennan samning ?

Það eru ekki stjórnvöld sem eru að þinga einn né neinn heldur alþjóðasamfélagið og ef við göngum ekki frá þessum samningi sem fyrst er ekki ólíklegt að þetta land okkar verði keyrt í þrot.  

þetta er svo barnalegt að reyna að kenna núverandi ríkisstjórn um þetta að ég furða mig yfir því.  

Það vill svo til að ef við myndum tapa þessu máli fyrir rétti sem er mjög líklegt að vextir sem myndu falla á þjóðina væru mun hærri en þeir eru nú.

5.5% vextir eru og verða skárri en 6.7% og 7 ára lánsfrí er skömminni skárri en 3 ár..

Það var íhaldið sem á heiðurinn á þessum samningi og vil ég benda þér vinsamlega á að Sjálfstæðisflokkurinn sat að mestum hluta hjá í þessu máli.

Mér þykir því ansi hlálegur þessi tilbúningur þinn og í raun jaðrar hann við sjúklegri afneitun.  

Brynjar Jóhannsson, 23.9.2009 kl. 15:56

17 identicon

"Hvernig má vera að icesave sé tilbúningur þessarar stjórnar þegar það er löngu vitað að það stendur í regluverkum esb að við verðum að borga þennan samning ?"

Enginn hefur enn getað sýnt fram á nein lög/regluverk sem gera Icesave að okkar skuld.  Heldur öfugt.  

"þetta er svo barnalegt að reyna að kenna núverandi ríkisstjórn um þetta að ég furða mig yfir því. "

Núverandi ríkisstjórn kom Icesave í gegnum Alþingi.  Kannski varstu ekki í landinu?

ElleE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 20:40

18 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Björn !!! já það er satt þetta segir ýmislegt um mig en ekkert um þig mér er umhugað um velferð landsins okkar Lýðveldinu Ísland og uppbyggingunni hér sem er framundan og hvernig við getum losnað undan þessum þvingunum sem ICESLAVE ESB og AGS eru að koma okkur í til frambúðar, en munurinn á okkur Björn er sá að ég lít á báðar áttir og sé hvað er að gerast í kringum mig en þú horfir bara beint fram og sérð ekki neitt nema ESB

Marteinn Unnar Heiðarsson, 23.9.2009 kl. 20:48

19 Smámynd: Björn Birgisson

Marteinn Unnar, ég hef hvergi gefið það út að mig langi í ESB. Er þar efasemdarmaður. Vil skoða gallana og kostina. Allt það ferli tekur nokkur misseri. Hvernig verður þá staðan á krónunni okkar? Hvernig verður þá hið pólitíska landslag? Innanlands? Í ESB? Allt þetta vil ég skoða, áður en ég geri upp minn huga. Þú ákveður fyrir þig. Gerðu mér ekki upp skoðanir.

Björn Birgisson, 23.9.2009 kl. 21:33

20 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Brynjar. HVERGI í reglsuverki ESB segir að íslenzka ríkið skuli greiða icesave. Einungis innlánstryggingarsjóðurinn sem er ÁN RÍKISÁBYRGÐAR.
Ættir að kanna þetta fyrst áður en þú bullar svona. Það var einungis vegna
ótrúlegs AULAHÁTTAR OG AUMINGJASKAPAR að kommar og kratar letu
nýlendurþjóðirnar í ESB kúga síg. Bara til að komast í ESB. ÞVÍLIK ÞJÓÐSVIKAÖFL!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2009 kl. 21:55

21 identicon

Kúgun og nauðungarsamningur eru orðin yfir Icesave.  Hélt allir landsmenn vissu það.  Nóg hefur verið skrifað um það og Sigurður Líndal lagaprófessor kallaði það nauðungarsamning.  Og: "Mér þykir því ansi hlálegur þessi tilbúningur þinn og í raun jaðrar hann við sjúklegri afneitun."  Guðmundur átti þetta ekki skilið.  Það var ekki hann sem skáldaði upp gervi-skuldina Icesave.  Það voru Bretar og Hollendingar.  Og ríkisstjörnin þorði ekki að standa gegn þeim og verja ísl. þjóðina. 

ElleE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 22:19

22 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég hélt að allir sæmilega læsir menn væru búnir að skilja, að Tilskipun 94/19/EB fyrirskipar að aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins mega ekki taka ábyrgð á innistæðu-tryggingum. Einhvern veginn hefur þetta farið framhjá Brynjari og eins og Evrópsku nýlendu-kúgararnir snýr hann sannleikanum á hvolf. Tilskipun 94/19/EB er ekki eina heimildin um þessa afstöðu Evrópusambandsins. Ég hef undir höndum skýrslur frá Seðlabanka Evrópu sem segja greinilega þetta sama. Þær eru undirritaðar af Jean-Claude Trichet, sem er núverandi bankastjóri Seðlabankans og fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Franklands.Bæði Tilskipun 94/19/EB og yfirlýsingar Jean-Claude Trichet, bankastjóra Seðlabanka Evrópu, leiða til einnar og aðeins einnar niðurstöðu:

  • Aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins eiga ekki að fjármagna eða bera ábyrgð á innlánatryggingakerfum ríkjanna.
  • Það eru innlánastofnanirnar (bankarnir) sem eiga að fjármagna tryggingakerfin og það eru tryggingasjóðirnir sem eiga að bera ábyrgð á innstæðutryggingunum.
  • Ábyrgð aðildarríkjanna er einungis fólgin í að koma innstæðutryggingakerfunum á fót, í samræmi við Tilskipun 94/19/EB.
Þessi afstaða Evrópusambandsins á sér eðlilegar og rökréttar skýringar, sem í stuttu máli eru eftirfarandi:
  1. Samkeppnis-ákvæði. Til að vernda samkeppnis-umhverfi á fjármálasviði, er nauðsynlegt að hindra ríkis-vald aðildarríkjanna í að veita bönkum eigin lands tryggingar og ríkisstyrki.
  2. Tryggingafræðileg-ákvæði. Trygginga-byrði verður að vera skilgreinanleg, svo að vit sé í iðgjöldum og rekstri tryggingafélaga. Án skilgreinanlegrar trygginga-byrði væri tryggingastarfsemi einfaldlega fjárhættuspil.
  3. Þjóðréttarleg-ákvæði. Ekkert ríki getur tekið á sig óendanlega háar fjárkröfur, sem það væri að gera með að taka ábyrgð á óendanlegum fjölda innistæðureikninga. Þetta veit Evrópusambandið auðvitað og því hefur aldreigi dottið í hug að leggja slíkar kvaðir á aðildarríkin.
Allt sem Brynjar hefur að segja um Icesave-málið er því alrangt. Hann ætti að skammast sín fyrir að bera á borð þann þvætting sem hann gerir og fyrir að taka upp málstað Breta og Hollendinga.

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.9.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband