Vert að óska nýjum rítstjórum alls þess besta


   Vert er að óska hinum nýju ritstjórum alls þess besta.  
Góðs er að vænta af þessum breytingum, sérstaklega
á ritstjórn blaðsins, en á undanförnum misserum hefur
Morgunblaðið fjarlægst sín gömlu og góðu gildi. Einkum
þeim sem varða  frelsi þjóðarinnar, fullveldi hennar og
sjálfstæði. En mjög er sótt að því í dag. 

   Ánægjulegt er líka að fá Davíð Oddsson aftur inn í
þjóðmálaumræðuna.  Hann mun ekki láta sitt eftir liggja
í þeim efnum, ef að líkum lætur.

   www.zunann.blog.is
  
  www.fullvalda.is
mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segir lúbarinn stuðningsmaður sjálftökulðisins og er ekkert hryggur yfir afturför fjölmiðlunar í landinu.

Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 17:56

2 Smámynd: hilmar  jónsson

ha ha ha....hmmm

hilmar jónsson, 24.9.2009 kl. 18:12

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skil vel áhyggjur vinstrielítinunar, sem LÍKA vill stjórna skoðunum fólks í
landinu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 20:15

4 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - sem og, aðrir, hér á síðu !

Guðmundur ! 

Gætir ekki; nokkurrar Þórðar gleði, í þínum huga, við þessi tíðindi öll, eða,..... er þér alvara, gamli góði vinur ?

Ég; mun aldrei, snúa frá þeirri sannfæringu minni, að Davíð Oddsson er, einn höfuð frumvöðla þess ástands, hvert nú er við að etja, hér á Fróni.

Hræsni; hefir aldrei verið, mín sterkasta hlið, gott fólk. Þess hefi ég oftlega goldið - en, stöku sinnum notið, einnig.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:40

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Óskar minn. HÖFUÐSÖKUDÓLGARNIR hvernig komið er fyrir okkar þjóð eru
launráð sósíaldemókrata. Fyrst með því að ljúga upp á þjóðina stórkölluðum
ESS samningi, sem gerði útrásarvíkingum frítt spil til að göndla með nánast
allt milli himins og jarðar, er síðar leiddi til allsherjar hruns. Síðan ætla
þessir sömu frjálshyggjukratar að láta mig og þig og almenning að
greiða óreiðuskuldir þessa glæpalíðs, sbr icesave, okkur að ósekju, og án
neinna lagastoða þar um, upp á hrundruði milljarða. Toppa svo þjóðsvikin
með því að ætla troða landi voru og þjóð inn í erlent ríkjabandalag, ESB.
Með endaloki þjóðfrelsis á Íslandi.  Það eru þessir þjóðsvikarar Óskar
minn sem við eigum að berjast gegn.  Minni á að Davíð er mikill andstæðingur ESB og einnig icesave-þjóðsvikasamninganna. Leyfum
honum að njóta a.m.k  sannmællis í þessum stærstu pólitísku hitamálaum
lýðveldisins, Óskar minn.....

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 20:57

6 identicon

Aldrei skal segja aldrei Óskar Helgi úr Árnesþingi.

Mundu það sem Egill spáði:

"Egi skal at að þeim manni gjöra; sem stýrir frá Móum.
Mun hann af velli leggja; þá illu vætti er vilja í ESB."

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband