Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Bjarni Ben vill liðka fyrir ESB-aðild


  Í ritstjórnargrein Fréttablaðsins í dag sem ESB-sinninn
Þorsteinn Pálsson skrifar hrósar hann Bjarna Benedikts-
syni formanni untanríkismálanefndar Alþings fyrir að vilja
liðka fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þorsteinn
skrifar. ,, Bjarni Benediktsson, kom Evrópuumræðunni í
slíkan farveg um liðna helgi bæði í Ríkisútvarpinu og
fréttaviðtali hér í þessu blaði. Frumkvæði hans markar
sannarlega þáttaskil"

  Og ennfremur skrifar  Þorsteinn og endurtekur viðhorf
Bjarna sem hann  viðhafði um  helgina  að ,,JAFNFRAMT
ÞURFI AÐ LJÚKA NAUÐSYNLEGUM BREYTINGUM Á STJÓRN-
ARSKRÁ SVO AÐ STJÓRNSKIPILEGAR HINDRANIR STANDI 
EKKI Í VEGI ÞESS  AР TAKA  MEGI  ÁKVARÐANIR, AF EÐA  
Á, UM FRAMTÍÐARSTÖÐU ÍSLANDS Í EVRÓPU OG ÞAR MEÐ
TALIÐ MYNTSAMSTARFINU EFTIR TVÖ TIL ÞRJÚ ÁR".

  Með  ö.o. Bjarni  Benediktsson er að taka  undir  óskir
utanríkisráðherra og annara ESB-sinna að breyta stjórn-
arskránni sem fyrst, og helst fyrir næstu kosningar, svo
að hún verði ekki hindrunin í að Ísland gerist aðili að ESB.
Hann er að tala þarna  fyrir því að MJÖG MIKILVÆGRI hind-
run verði rutt úr vegi fyrir ESB-aðild. Því sá þingmaður sem
í hjarta sínu er andvígur ESB-aðild hlýtur að sjá í gegnum
slík plön  og áform og STANDA FAST GEGN slíkri stjórnar-
skrárbreytingu. Annað væri fjarstæða.

  Það er alltaf gott þegar menn koma loks út úr skápnum
með skoðanir sínar og viðhorf.  Afstaða Bjarna Benedikts-
sonar til Evrópumála er nú loks skýr....   Hann vill breyta
stjórnarskránni svo Íslandi geti gengið í Evrópusambandið.

Kratarnir: Framseljum kvótann á ESB-markað!!!


    Það er  alveg með  ólíkindum  hvað Samfylkingin kemst
langt í HRÆSNI sinni  varðandi  íslenzk sjárvarútvegsmál.
Á sama  tíma og Samfylkingin styður FULLT kvótaframsal.
Á sama tíma og Ingibjörg Sólrún talar um að selja veiði-
heimildir á almennan markað.  Þá hefur Samfylkingin á
ÞESSUM SAMA TÍMA FULL ÁFORM að ganga í Evrópusam-
bandið.  Sem þýðir hvað?  ALLUR KVÓTI Á ÍSLANDSMIÐUM
MUN GANGA  KAUPUM OG SÖLUM  innan  sambandsins.
Sem þýðir hvað ?  Með tíð  og tíma  eignast  útlendingar
kvótann á  Íslandsmiðum, líkt og gerst hefur m.a á Bret-
landi. Virðisaukinn  af  Íslandsmiðum hyrfi smátt og smátt
úr landi eins og gerst hefur á Bretlandseyjum. Íslenzkur
sjávarútvegur yrði brátt  rjúkandi  rúst eins  og  á  Bret-
landseyjum. Hið svokallaði  kvótahopp milli  landa  yrði
allsráðandi eins og allstaðar er innan sambandsins.  
Yfirráðin yfir fiskimiðunum yrðu endanlega úr sögunni.

   Já það er alveg með ólíkindum hvað kratarnir og aðrir
Evrópusambandsinnar komast upp með það að þurfa ekki
að svara fyrir það að með aðlildinni að ESB missum við for-
ræðið yfir okkar mikilvægustu auðlind, fiskimiðunum um-
hverfis Ísland.  Kratar og aðrir  ESB-sinnar hafa ALDREI
getað útskýrt hvernig sú mikla auðlind falli ekki okkur úr
greipum með aðildinni að Evrópusambandinu.

    Svo koma auðjöfrar eins og  Jón Ásgeir fram fyrir alþjóð
með ESB-glýjuna án þess að gera minnstu tilraun til að
útskýra hvernig hin íslenzka þjóð haldi yfirráðum sínum yfir
fiskveiðiauðlindinni gangi Ísland í ESB. Slíkir menn halda
að ALLT sé falt. Líka sjálfstæði þjóða eins og Samfylkingin.

   Svo tala kratar um að orkulindir og aðrar auðlindir eins
og fiskimiðin eigi að vera í ALMANNAEIGN. ÞVÍLÍK HRÆSNI!
JÁ ÞVÍLÍK LÝGI!!!!

   Hvernig geta Íslendingar  stutt svona flokk ?  


mbl.is Segir tímabært að endurskoða byggðakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún og Kosovo !


  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir við
Mbl.is í dag varðandi viðurkenningu á sjálfstæði Kosovo
að ,,Ísland myndi ekki skera sig úr alþjóðasamfélaginu
og því sem Evrópa gerði í þeim efnum".

  Hvar er nú orðið af hinni ,,sjálfstæðu" utanríkistefnu
sem Ingibjörg talar svo oft um? Ekki síst þar sem henn-
ar draumaparadís, Evrópusambandið, er margklofið í
málinu ? Og stærsta ríki Evrópu, Rússland, er alfarið á
móti sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo.

  Það yrði mikið slys ef á að fara að blanda Íslandi inn í
Kosovodeiluna, og þau átök sem þar eru framundan.
mbl.is Norðurlönd undirbúa að viðurkenna Kosovo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kósóvó ógnar friði í Evrópu


    Sjálfstæðisyfirlýsing Kósóvó er marklaus, og í raun ógn
við frið í Evrópu. Alveg með ólíkindum að ESB og NATO láti
þetta gerast. Sjálfsagt fyrir  atbeina Bandaríkjastjórnar
sem aldrei hefur skilið vandamál Balkanskaga.

   Serbar hafa eðlilega mótmælt harðlega yfirlýsingunni og
Rússar einnig, og hætt er við að allt fari í bál og brand á
þessu svæði aftur. Kósóvó er óaðskiljanlegur hluti Serbíu,
og að aðskilja Kósóvó Serbíu nú í óþökk Serba er ávísun á
meiriháttar glundroða í álfunni.  Hverjir koma næstir?

   Ekki kemur til greina að við Íslendingar styðjum slíkt
 frumhlaup. - Viðurkenning Íslands á Kósóvó á því ekki
að koma til greina !Íslenzk stjórnvöld eiga að gefa þá
yfirlýsingu strax! 

   


mbl.is Kósóvó lýsir yfir sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glannaleg yfirlýsing Jóns Ásgeirs


   Í hádegisfréttum RÚV í dag kom fram að Þórólfur Matthíasson
hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að gengi bréfa í ís-
lenzkum fjármálastofnunum, lækki við opnun hlutabréfamark-
aða á morgun, vegna orða stjórnarformanns Baugs í fjölmiðlum
um helgina. Þar telur stjórnaðformaðurinn, Jón Ásgeir Jóhannes-
son hátt skuldatryggingaálag endurspegla álit manna að bank-
arnir eigi í stórkostlegum vandræðum, séu jafnvel að verða gjald-
þrota.

   Hér er um mjög glannalega yfirlýsingu að ræða og í senn mjög
óábyrga af Jóni Ásgeiri, því eins og Þórólfur segir mun viðbúið
að sagt verði frá þessu í erlendum fjölmiðlum. Ekki er þetta til
að bæta ástandið. En Þórólfur  segir það  greinilegt  mat Seðla-
bankans að ástandið sé alls ekki jafn slæmt og Jón Ásgeir virðist
það vera. Þvert á móti.

   Því má spyrja hvað gangi Jóni Ásgeiri til? Því hann er enginn
venjulegur Jón í íslenzku viðskiptalífi og  orð hans vega þungt,
ekki síst á erlendum viðskiptamarkaði. Ef hlutabréfamarkaðurinn
á morgun fellur fyrir orða Jóns, og kannski ennþá meira næstu
daga, eiga hluthafar þá að senda honum reikninginn? Allla vega
er ekki á bætandi þar á bæ þessa daga.

   Hef ætið haft mikið álit á Jóni Ásgeiri í viðskiptaheiminum. En
eftir slíka glannalegu yfirlýsingu og hér hefur verið nefnd hefur
það dofnað mjög. - Ekki síst eftir að við það bætist sú skoðun
Jóns að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið, og afsala
sér með því mikilvægu fullveldi og sjálfstæði.

  Kannski er þessi glannalega og óábyrga yfirlýsing Jóns Ásgeirs  
einn liðurinn í því að flýta fyrir því að þau áform hans gangi upp ?

  Þá er hann að misreikna sig herfilega!  Eins og stundum áður !

Kveiktu í barnaheimili. Hvernig er hægt að verja slíkan skríl ?


  Í kvöld heldu skrílslætin áfram í Danmörku og kveikt
var m.a í barnaheimili í Árósum. Í gær var m.a  kveikt í
Vaerebro skólanum í Kaupmannahöfn.

  Það er sorglegt að vera vitni af því, m.a hér á blogginu,
að til skuli vera fólk sem tekur upp hanskann fyrir þá
villimennsku og skrílslæti sem ákveðnir glæpahópar og
öfgasinnaðar sellur halda uppi í Danaveldi þessa dag-
anna. - Hér er augsjáanlega um að ræða skipulagt
glæpahyski sem vílar ekki fyrir sér að brjóta, brambla
og brenna eignir saklausra borgara og annara aðila
sem ekkert hefur á hlut þess gert.

  Kjarni þessa skríls virðist vera kominn erlendis  frá.
Margir svokallaðir atvinnumótmælendur, vinstrisinnaðir
róttæklingar og anarkistar. Alvarlegast er þó það ef
öfgasinnaðir íslamistar búsettir í Danmerku virðast
orðnir hluti af skipuleggendum þessara óláta. Enn
eitt dæmið um skipbrot málstaðar öfgasinnaðra  fjöl-
menningarsinna. 

    Að það skuli svo vera til fólk hér uppi á Íslandi sem
hefur geð í sér að verja slíkan skríl, er með hreinum
ólíkindum. Og það ,,prestur" fyrir austan fjall hér á
blogginu.  Og svo fólk sem telur sig stjórntækt í
íslenzkum stjórnmálum. Og það m.a í Vinstri Grænum ...
Út í HÖTT!!!!!!!!

Vinstri grænir auglýsa fund í kirkju


   Hef aldrei heyrt áður stjórnmálaflokk hvetja flokksmenn
sína að mæta til kirkju fyrr. Það gerðist í auglýsingatíma
RÚV í  kvöld. Vinstri grænir  hvattir til  að mæta í  kirkju.
Fríkirkjuna á morgun. Af vísu ekki til messu. Heldur fund-
arhalda. Ekki til að lofsyngja. Heldur mótmæla með svo-
kallaðri Sól á Suðurlandi.

  Prestur Fríkirkjunnar vafðist líka tunga um tönn spurður
um hvort slíkur pólitískur fundur væri við hæfi innan veggja
kirkjunnar.

  Allt þetta sýnir þó að vegir Vinstri grænna eru órannsakan-
legir. - Líka Fríkirkjunnar !

 


Danir mótmæla réttilega afskiptum Írana


   Hópur danskra þingmanna hefur aflýst ferð til Írans vegna
gróflegra afskipta íranskra stjórnvalda af dönskum innan-
ríkismálum. Bæði hefur íranska þingið krafist þess að utan-
ríkismálanefnd Danmerkur fordæmi endurbirtingu danskra
fjölmiðla af Múhameð spámanni.  Þá hafa írönsk stjórnvöld
krafist þess sama. En dönsk stjórnvöld hafa með slíkt
EKKERT að gera, enda gróf aðför að vestrænu skoðana- og
tjáningarfrelsi yrði það gert...

  Viðbrögð Dana eru afar skiljanleg. Krafa Írana er fáránleg,
og sýnir hversu hin íslömsku öfgaöfl eru tilbúin að ganga
langt. Ekki síst nú þegar allar líkur eru á að það séu öfga-
sinnaðir íslamistar sem eru að æsa til skrílslátanna í Dan-
merku, ásamt öðrum anarkistum og vinstrisinnuðum rót-
tæklingum sem að stórum hluta hafa komið erlendis frá
til að kynda undir ólætin.

   Vonandi að frændur vorir Danir takist að kveða þessa
óværu niður í eitt skipti fyrir öllu sem fyrst. Umburðarlyndi
þeirra virðist nú vera að koma þeim í koll, en vera öðrum
vonand víti til varnaðar...........
mbl.is Danskir þingmenn hætta við Íransför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkja misnotuð í pólitískum tilgangi ?


   Svo virðist sem Fríkirkjuna eigi að nota í pólitískum tilgangi
á sunnudaginn. Sól á Suðurlandi ætlar að  efna til pólitísks
fundar þar  og mótmæla áformunum  um virkjanir nálægt
Þjórsá. Burt sé frá hvaða skoanir menn hafa á því. En er
ekki langt gengið að fara að misnota kirkjur landsins til
slíkra pólitískra mótmæla? Hvar endar það eiginlega ?

  Hér hlýtur að vera um einhvern miskilning að ræða !
Svona rugl er algjör  fásinna !

Skrílslætin í Danmörku halda áfram


   Og áfram halda skrílslætin  í Kaupmannahöfn og í Óðins-
véum í kvöld. Og  mikill  viðbúnaður er  sagður í öðrum
dönskum borgum  vegna ótta  við frekari skrílslæti. Eldar
eru sagðir loga víða  í norðvesturhluta Kaupmannahafnar
og víðar.

  Ljóst er að þarna er sami uppvöðsluskríllinn á ferðinni líkt
og í fyrra. Skríll sem tengist stjórnleysingjum og vinstrisinn-
uðum róttæklingum.  Alvarlegast  er  þó ef öfgasinnaðir
íslamistar  eru  farnir þarna að  blandast  í átökin , og
jafnvel að hvetja til þeirra, út af  einhverjum saklausum
Múhameðsteikningum, eins og margt bendir til. Það gæti
orðið mjög alvarleg og hættuleg öfgablanda, og því nauð-
synlegt að ná tökum á ástandinu strax.

  Því verður ekki trúað en að dönsk lögregluyfirvöld takist
að ná tökum á þessu óþolandi ástandi og komi á lögum
og reglu sem fyrst. - Svona skríl þarf að uppræta þegar
í stað.  Því svona geta hlutir alls ekki gengið lengur. 
mbl.is Eldar kveiktir í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband