Sögulegar kosningar ?


    Allt bendir til að yfirstandandi sveitarstjórnarkosningar
verði sögulegar.  Miklar mannabreytingar verða í   flestum
sveitarstjórnum landsins, þ.á.m  í borgarstjórn.  Þá mun
flokkakerfið riðlast mjög ef marka  má  skoðanakannanir,
og  að  fjórflokkurinn  eigi  mjög  í  vök að verjast. Og allt
bendir  til  að  vinstriflokkarnir  er  mynda  núverandi ríkis-
stjórn fái viðeigandi ráðningu, þannig að ríkisstjórnin muni
neyðast til að segja af sér, og þótt fyrr hafi verið!

   Í raun er pólitísk upplausn í dag á Íslandi eftir allt hrunið
2008 og  útkomu  skýslu  rannsóknarnefndar  Alþingis. Að
það skuli hér sitja við völd á Íslandi í dag algörlega afdönkuð
vinstristjórn kommúnista og sósíaldemókrata segir allt um hið
ömurlega pólitíska ástand.  Allsherjar uppstokkun hlýtur því
að blasa við í íslenzkum stjórnmálum.  Og  alveg sérstaklega 
á mið/hægri  kanti íslenzkra stjórnmála þarf  að koma fram
sem  fyrst  NÝTT  og  RÓTTÆKT  pólitískt  afl  á  ÞJÓÐLEGUM
BORGARALEGUM GRUNNI. Heiðarlegt stjórnmálaafl  sem komi
á pólitískri FESTU á ný, með tiltrú fólksins, með því að lands-
stjórnin stjórnist ávalt af ÍSLENZKUM ÞJÓÐARHAGSMUNUM 
og  almennings  í landinu, en ekki uppgjafaröflum andþjóðlegra
viðhorfa, eins og nú ríkir t. d í landsstjórninni í dag.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS. 
mbl.is 10,41% borgarbúa hafa kosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband