Bændum og sjómönnum munu stórfækka við ESB aðild! Ef ekki hverfa!


    Bændur í Finnlandi hafa fækkað hvorki meir né minna
en  um  helming  frá því  Finnar gengu í ESB árið 1995. Á
aðeins 15 árum. -  Allt  tal  um  varanlegar  undanþágur
reyndust blekking ein. Þrátt fyrir öll loforðin lækkuðu tekjur
bænda strax og eru tæpur helmingur af því sem þær voru
fyrir aðild. Afurðarverð fell um 40% - 60% strax eftir aðild,
þegar innflutningur á landbúnaðarvörum var gefin frjáls.
Við aðild Íslands að ESB mun því íslenzkum bændum  stór-
fækka  ef  ekki hverfa. Stórfeld byggðarröskun yrði í kjöl-
farið, ásamt tilheyrandi atvinnuleysi.  Sem yrði ekki við-
bætandi. Nánast  öll  þjónustustörf  við  landbúnaðinn á
Íslandi  yrðu  lögð í rúst ásamt  landbúnaðinum sjálfum. 

   Það sama gerðist með íslenzka sjómenn. Þeim myndi
stórfækka við ESB-aðild, ef ekki hverfa með tíð og tíma.
Erlend útgerðarfyrirtæki innan ESB myndu kaupa upp
íslenzku útgerðirnar á færibandi, til að komast yfir kvóta
þeirra og inn í hina dýrmætu auðugu íslenzku fiskveiði-
lögsögu. EKKERT BANNAÐI eða KÆMI Í VEG FYRIR ÞAÐ
eftir ESB-aðild. Skip yrðu mönnuð erlendum sjómönnum,
enda launakjör þeirra mun lakari en þeirra íslenzku.
Enda myndu hérlendar útgerðir í eigu útlendinga nánast
alfarið landa erlendis. Hinn mikilvægi virðisauki af lang
auðugustu auðlind Íslendinga, myndi þannig  hverfa úr
íslenzku hagkerfi. Fljótt og ÖRUGGLEGA!

  Er að furða að sæmilega vitibornir Íslendingar vilji  að
umsókn Íslands að ESB verði TAFARLAUST afturkölluð?
Ekki bara af PÓLITÍSKUM ástæðum sem eru svo æpandi
og augljósar. Heldur og ekki síður af EFNAHAGSLEGUM
ástæðum! Sem eru risavaxnar og varða sjálfa lífsafkomu
þjóðarinnar í bráð og lengd.

   KNÝUM FRAM AFTURKÖLLUN ESB-AÐILDAR! TAFARLAUST!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bændum hefur nú stór fækkað hér á landi síðustu ár. Þeir eru ekki nema milli 3 og 4 þúsund. í dag. Bú hafa stækkað alveg eins og gerðist í Finnalandi. Og í stað þess að bændur sé bundnir af greiðslumarki varðandi styrki frá ríkinu. Þá fá þeir búsetustyrki í dreifbýli og geta framleitt eins og þeir vilja og selt á verði sem þeir vilja. Þ.e. samkeppni. Og restin af íslendingum nýtur þess í lægra verði. Þ.e. að 312 þúsund Íslendinga hagnast á þessu

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.9.2010 kl. 10:25

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er ekki ESB sem er okkur ógn.  Það er grái kattarsmalinn og fláráði kattahirðirinn sem eru okkur ógn sem losna þarf við. 

Katta hirðirinn fláráði sem kann ekki að raka sig frekar en Arafat heitinn sem gerði þjóðsinni ekkert gagn hvorki lifandi eða dauður fær væntanlega sömu ummæli  þegar þar að kemur. 

Það er því um líf eða dauða íslenskrar þjóðar að tefla og standi vilji til þess að fjölskyldur eigi húsin sín og að ættir eigi jarðir sínar og að þjóðin eigi Ísland þá verðum við að leggja af stað og losa okkur við kattarsmalann grá og kattar hirðirinn fláráða og órakaða.  

Hrólfur Þ Hraundal, 5.9.2010 kl. 10:28

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Íslenzkum bændum hafa jú fækkað, en það hefur gerst  alla
síðustu öld til þessa. En ekki með jafnmikilli rísafækkun og í Finnlandi
á örfáum árum. Göngum við  í ESB mun verða sprenging í stjórnsýslunni,
rosa kostnaðarauki þar, því okkar kerfi er eingöngu miðað við íslenzkar
aðstæður en ekki evrópskar. Auk þess renna styrkir til landeigenda án tillits
hvort sé framleitt eða ekki, sem er fáránlegt kerfi. Við munum stórtapa á
því að leggja íslenzkan landbúnað í rúst, nokkuð sem ykkur andþjóðlegu
og and-íslenzku sósíaldemókrötum er andskotans sama um!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.9.2010 kl. 11:45

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir þitt innlegg Hrólfur!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.9.2010 kl. 11:51

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Meei, þetta eru nú of æsikennt.

Býlum hefur fækkað um 37% frá 1994.  En það sem hefur gerst er að þau hafa stækkað.  Þessi þróun var hafin löngu fyrir aðild að EU.  Í raun væri frólegt að sjá megin þróun hér þessu viðvíkjandi.  Örugglega álíka.

Það þarf að að hugsa þetta í stóru línunum.  Þróuninni.  Aukinni tæknivæðingu tc etc.

Varðandi verð á landbúnaðarafurðu - já, þá hefur það lækkað.  Fyrirséð o.þ.a.l. hafa tekjur af framleiðlu minnkað náttúrulega EN á móti kemur að stuðningur hefur aukist.

Það er nefnilega málið með EU og aðild Íslands þar að - að stuðningur við landbúnað er ekkert að hverfa.  Hann eykst ef eitthvað er!  Hefur borið á nokkrum misskilningi í umræðunni.  Og í raun mun Ísland hagnast af landbúnaðarog dreigbýlisstyrkjum frá EU.  þ.e. að það sem Ísland mun greiða í sameiginlega sjóði - mun skilja sér hingað aftur mestanpart í styrkjaformi! 

Varðandi finnland sérstaklega og afkomu bænda þá er ég tilbúinn í málefnalega umræðu þar að lútandi en gæti eg trúað að heilt yfir og í stóru myndinni væri hún ekki lakari eftir aðild en fyrir.  Soldið mismunandi sona. 

Það er líka eitt sko, að erfitt er að bera Ísland saman við önnur lönd þessu viðvíkjandi - jafnvel Finland.  Landbúnaður er allt öðruvísi þar og á fleiri hliðar.  Skógarnir.  Meina, þar er kornrækt og þess háttar, sem dæmi.

Ísland og landbúnaður hér mun njóta allra hugsanlegra styrkja frá EU vegna þess hvernig hann er.

Þannig að við skulum bara halda ró okkar - og nei, undanþágur/sérlausnir/fyrirvarar etc etc. sem finnar fengu í aðildasamningu reyndust ekkert  ,,blekking"  Að sjálfsögðu ekki.  Enda fest í aðildarsamningi.  Stendur sem stafur á bók.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2010 kl. 16:03

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ómar. ENGAR UNDANÞÁGUR eru í boði enda reyndust GABB í Finnlandi.
Og séu undanþágur í boði eru þær TÍMABUNDNAR. Eftir þa'ð getur hver sem er innan ESB hafið mál fyrir Evrópudómstólnum og unið afnám undanþáganna á grundvelli jafnvægisréttar fjórfrelsisins skv. Rómarsáttmála og nú Lissabonsáttmála.

Gerist Ísland aðili að ESB þarf að kolvarpa núverandi kerfi sem er sérsniðið
fyrir íslenzkar aðstæður. Styrkir fara þá aðallega til LANDEIGENDA en ekki
bænda eins gáfulegt og það er. Breska konungsfjölskyldan fær þannig
tökuverða styrki úr sukksjóðum ESB út á landeignir sínar.

Öll skriffinnska mun tröllaukast hjá okkur í stjórnsýslunni með tilheyrandi
kostnaði varðandi landbúnaðinn, það litla sem eftir verður. Og varðandi
verð á matvælum er það ALGJÖRLEGA í okkar höndum í dag, pólitísk
ákvörðun hverju sinni. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.9.2010 kl. 17:28

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna ert þú væntanlega að vísa í þessa grein hjá Evrópuvaktinni. http://evropuvaktin.is/pistlar/16134/

Það er hægt að sjá margt neikvætt við það, sem þarna er skrifað en ef maður les milli línanna þá sér maður hvernig þetta er sett frám á blekkjandi hátt með vali á því, sem sett er fram og hverju er sleppt.

Það, sem þarna má sjá er umtalsverð hagræðing í finnskum landbúnaði eftir aðild að ESB. Reyndar kemur fram hjá Ómari að hún hafi verið hafinn löngu áður en Finnland gekk í ESB þannig að óvíst er að hversu miklu leyti þetta er ESB aðild að þakka.

Það fyrsta, sem maður rekur augun í þegar þessi grein er skoðuð að aðeins er talað um það hversu mikið störfum hefur fækkað í finnskum landbúnaði en alfarið sleppt að minnast á hvort og þá hve mikill samdráttur hefur orðið á framleiðslumagni. Getur verið að það sé vegna þess að ef sú tala fylgdi líka þá kæmi betur fram hversu mikil hagræðingin er?

Hagræðing felst í því að framleiða fyrir lægri tilkostnað, sem oft felst einmitt í því að nota færri vinnustundir á hverja framleiðslueiningu. Það kemur til dæmis fram í greininni að meðalkúabú hafi farið út 12 kúm í 25 eða rúmlega tvöföldun. Ef það kallar ekki á sambærilega fjölgun vinnustunda þá hefur þar með orðið hagræðing, sem lækkar þá væntanlega framleiðslukostnað og þar með verð til neytenda. Málið er nefnilega það að lykilatriðið í landbúnaðarstefnu ESB er að lækka verð til neytenda þó vissulega sé líka tekið tillit til byggðarsjónarmiða. Það að fækka vinnustundum bakvið hverja unna einingu er það eina, sem til lengri tíma litið getur aukið kaupmátt launafólks. Geta vinnuveitanda til að greiða góð laun stendur og fellur með því hversu miklar tekjur hann getur fengið af hverri unninni stund.

Það verkur einnig athygli að þegar minnst er á lækkun verðs til neytenda í greininni þá er tekið til matarkörfu heimilanna í heild en ekki bara til landbúnaðarafurðanna þó greinin fjalli um landbúnað. Getur verið að það sé vegna þess að verð á landbúnaðarafurðum hafi lækkað mun meira en þau 25%, sem matarkarfan í heild hefur lækkað um?

Í greininni er því haldið fram að ESB hafi ákveðið hvaða greinar landbúnaðar í Finnlandi hafi dregist saman og í hverjum þeirra hafi orðið aukning. Staðreyndin er hins vegar sú að ESB stjórnar ekki finnskum landbúnaði. Það gera Finnar sjálfir. Það að ákveðnum greinum finnsks landbúnaðar hafi vaxið fiskur um hrygg getur stafað að ýmsum ástæðum en við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að tollalækkunin á landbúnaðarafurðum er í báðar áttir. Við aðild lækkuðu líka tollar á finnskum landbúnaðarafurðum, sem seldar eru til annarra ESB landa og þar með jukust möguleikar Finna á útflutningi landbúnaðarafurða þar, sem framleiðslukostnaður hjá þeim stenst samanburð við önnur ESB ríki.

Staðreyndin er sú að það er ekkert, sem bendir til þess að hrun verði í íslenskum landbúnaði við ESB aðild þó vissulega séu teikna á lofti um að í svína, kjúklinga og eggjaframeliðslu geti orðið samdráttur. Við ESB aðild fást bæði landbúnaðarstyrkir auk þess, sem möguleikar til útflutnings til ESB landa aukast til mikilla muna.

Hvað varðar fullyriðingu þína um sjávarútveginn þá eru þær tóm tjara frá upphafi til enda. Það er ekkert í ESB reglum varðandi sjávarútveg, sem gefur til kynna að nein hætta sé á því, sem fram kemur í þessum heimsendaspám þínum. Staðreyndin er sú að samkvæmt ESB reglum eiga landskvótar að virka, sem landskvótar. Þess vegna hafa ríki ESB fulla heimild til að setja þó nokkuð strangar reglur um tengsl útgerða við sjávarbygggðir í landinu til að fá að veiða úr kvóta viðkomandi ríksi. Ef eihverjir útlendir aðilar kaupa hér upp útgerð og fylla áhöfnuna af erlendum mönnum og/eða sigla með allan aflan úr landi þá hafa íslensk stjórnvöld fulla heimild til að taka veiðiheimildirnar við Ísland af þeirri útgerð. ÞAÐ ER EKKERT, SEM BANNAR ÞAÐ. Það er nefnilega ekki stefna ESB að gera sjómenn atvinnulausa neins staðar og þaðan af síður að færa fiskveiðiheimildir milli landa.

Jón Sigurðsson skrifaði ágæta grein um sjávarútveg í ESB og má sjá hluta hennar hér:

http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1090001/#comments

Það er nákvæmlega ekkert, sem gefur tilfefni til að ætla að sjómönnum muni fækka við aðild Íslands að ESB.

Sigurður M Grétarsson, 5.9.2010 kl. 17:50

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,, ENGAR UNDANÞÁGUR eru í boði enda reyndust GABB í Finnlandi"

Þetta er rangt.  Trúðu mér, eg hef kynnt mér þetta sérstaklega.  Má kalla ýmislegt undanþága/sérlausn etc.

Þessi grein á evrópuvaktinni er tóm þvæla, eins og maðurinn sagði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2010 kl. 18:07

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ykkur er ekki svaravert, hvorki þér Ómar eða Sigurðu. Blákaldar staðreyndir upphrópuði sem þvælu ef þær passa ekki inn í hið blinda
ESB-trúboðshyggju ykkar.  Þara nenni ekki í að rökræða við svona blinda
öfgamenn gegn íslenzkum þjóðarhagsmunum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.9.2010 kl. 19:28

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur ég kíkti á þetta. Bændum hefur fækkað um yfir 30% hér frá því 1990. Þ.e. lögbýlum hefur fækkað úr yfir 3000 niður í rúmalega 2300 minnir mig og þar af  frá árinu 2000 hefur þeim fækkað um 500

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.9.2010 kl. 21:07

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þá sjáiði það.  Nánast það sama!

EU er ekkert málið þarna.

Málflutningur sumra er svona:  Finna eitthvað sem hægt er að setja á neikvæðan hátt  fram og:  ESB að kenna!  þetta er auðvitað fráleitur  og ómálefnalegur málflutningur.

Varðandi sérlausnina sem finnar og svíar fengu, þá er það þannig í stuttu máli, að hún byggir á grunni sem fyrir var.  Að við harðbýlar og drefbýlar aðstæður (ásamt fleiru)  var heimilt að hafa sérstakar rástafanir  (gildir víða en í Finnlandi og Sviþjóð.  Bara ekki eins víðtækt og meira afmarkað annarsstaðar má segja)

Svíar og Finnar fengu því framgengt að svæði norðan 62° í Finnl.  og 59° gráðu í svíþjóð féllu undir áðurnefnda skilgreiningu.  Í því felst aðallega að þjóðirnar hafa heimild til að stykja aukalega upp að ákv. marki að sjálfsögðu  (auk þess að vegna þessarar skilgreinigar hagnast þeir meira á styrkjum frá EU.)

Þessa heimild eða þetta ákvæði  þarf auðvitað að yfirfara eins og annað í samvinnú viðkomandi ríkja og þar til gerðra stofnanna EU.  Hvort framkvæmdin sé í samræmi við heimildina etc etc.  Ekkert undarlegt þar.  En þetta er varanleg heimild sem fest er í aðildarsamningi.

En auk þessa fengu þeir líka ýmsar tímbundin ákvæði óskild þessu.

Nú, Ísland mun allt flokkast undir þetta.  Eða eg get ekki séð annað.  Það er mjög sérstakt að heilt land flokkist undir slíka skilgreiningu.  Dáldið sérstakt ef maður hugsar útí það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband