ESB-þingmenn sektaðir hlusti þeir ekki á forseta sinn


   Þetta fer að líkjast stjórnarháttum N-Kóreu. En til stendur
að sekta þá ESB-þingmenn, sem hlusta ekki á stefnuræðu
Barroso, forseta ESB, sem hann flýtur 7. september n.k.
En Brusselvaldið óttast að annars muni þingsalurinn verða
nánast tómur er stefnuræðan verður flutt. Og skilaboðin
verði túlkuð sem algjört áhugaleysi um boðskap hans og
þá staðfestingu á almennt minnkandi trausti almennings
innan ESB til stofnana ESB, og á ESB almennt, sem fram
kom í nýlegri könnun á vegum Eurobarometer. Evrópu-
vaktin.is greinir frá

   Er svo að undra að áhugi almennings á Íslandi á ESB-
aðild sé litill?  Og fari enn minnkandi.!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mætti taka þetta upp hér á Alþingi líka. Enda þessir fulltrúar á ágætis launum en hafa sumir komist upp með að mæta lítið og illa. Sama um Evrópuþingið

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.9.2010 kl. 20:55

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Þessi blessaðir ESB-þingmenn hafa ekki einu sinni tillögurétt.
Einungis valdalausir stimpilbúðar fyrir valdhafanna í Brussel! Enda
áhuginn eftir því.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.9.2010 kl. 21:01

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt Guðmundur Jónas, stimpilpúðar, það er starfið sem Grái kattarsmalin óskar sér svo heitt.  

Hrólfur Þ Hraundal, 5.9.2010 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband