Er DV að ESB-væðast ? Mynd dagsins. ESB-fáninn


   Allt bendir til að DV ætli sér að gerast áróðurssnepill fyrir
Brussel-valdið á Íslandi. Óvænt starfslok framkvæmdastjóra
DV og aðkoma Brusselssinnans Lilju Skaftadóttir sem eina
af aðaleigendum blaðsins  bendir sterklega til þess. Enda
ritstjórnarstefna blaðsins  þegar lituð ESB-áróðri. Til marks
um  það  er  t.d  DV MYND DAGSINS  í  dag af fána Evrópu-
sambandsins. En í myndtexta segir. ,, FLAGGA  EVRÓPU-
FÁNANUM.  Finnar  gengu  í  ESB árið 1995, eftir  skamma 
veru innan Evróska efnahagssvæðisins og í kjölfar djúprar
kreppu heima fyrir. Myndin er  tekin  við  finska  sendiráðið 
á  Íslandi". Mynd  Róbert Reynisson.

  Auðvitað er ritstjórn DV frjálst að gera DV að áróðursmas-
kínu Evrópusambands á Íslandi, og lítur eflaust hýru auga
til  alla milljarðana sem ESB ætlar að ausa í áróður sinn  á
Íslandi  á næstu  misserum.  En þá skal líka ritstjórn  þess
opinbera þá stefnu blaðsins, þannig að áskrifendur blaðsins
sem eru  eindregnir  ESB-andstæðingar geti  hugsað  sinn
gang um áframhaldandi áskrift. - Fordæmið er þegar gefið
þegar  DV  sjálft  hvatti  til uppsagnar  áskrifanda  að Mbl.
vegna ritstjóraskipta þar. Sem er ólíku saman  að jafna   
og við sjálft FULLVELDI og SJÁLFSTÆÐI Íslands varðandi
aðild Íslands að ESB.  -

   DV skal  ekki vanmeta sterkar tilfinningar þorra þjóðarinnar
fyrir sjálfstæði sínu og fullveldi. Og þá  ekki síst meðal áskrif-
enda að DV í dag...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Má DV sem sagt ekki fjalla um ESB nema hafa eitthvað neikvætt um það að segja? Má ekki segja frá því að Finnar fagna því að 15 ár eru síðan þeir gengu í ESB? Svona skv. ykkur ESB andstæðingum ættu nú 15 ár að hafa dugað til að ESB stæli öllu frá Finnum og þeir sætu þarna gjaldþrota og svangir eftir. En viti menn þeir lifa ennþá og eru bara nokkuð hressir!

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.9.2010 kl. 13:09

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Lastu ekki skrif mín Magnús. Að sjálfsögðu má DV hafa þá stefnu að Ísland gangi í ESB og þá eflaust greitt fyrir það úr sukksjóðum ESB. En þá skal það
líka yfirlýsa það. Mogginn og Fréttablaðið hafa þannig skýra stefnu í Evrópumálum. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.9.2010 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband