Ásmundur Einar kann ekki að skammast sín !


   Greinilegt er að Ásmundur Einar Daðason þingmaður
Vinstri grænna og formaður Heimssýnar, kann ekki að
skammast sín. Enda í flokki sem flokkssystir hans, Lilja
Mósesdóttir,  kallar kommúnistaflokk. 

   Hvernig í veröldunni getur þessi Ásmundur endalaust
leikið tveim skjöldum í Evrópumálum, og komist upp  með
það? Segist á móti ESB-aðild, en styður samt bæði flokk
og ríkisstjórn, sem vinnur dag og nótt að því að troða
Íslandi inn í ESB? 

   Hvers  vegna  hefur  þessum  kommanísta og  raunar
fleirum kommúnistum í stjórn Heimssýnar ekki fyrir löngu
verið hent þar út? Hvernig í ósköpunum geta samtök
eins og Heimssýn sagst berjast gegn aðild Íslands  að
ESB, samtímis flaggandi formanni og stjórnarmönnum
sem bæði styðja flokk og ríkisstjórn, sem vinna að hinu
gagnstæða?  Hvernig er trúverðugleiki slíkra  samtaka?
Engin! Enda starfsemi þeirra í algjöru skötulíki í dag!
  
   Hræsninin og undirferlið meðal Vinstri grænna er ótrú-
legt, en samt afar skiljanlegt. Þetta er nefnilega flokkur
með sterka kommíniska fortíð að baki sér, sem ætíð hafa
setið á svikráðum við þjóðina og íslenzka þjóðarhagsmuni.
Nú með ESB-umsókninni og Icesave-þjóðsvikunum.

     
mbl.is Fleiri að efast um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Hafi þrír þingmenn VG ekki stutt bókun stjórnar þingflokksins um stuðning við ríkisstjórnina og stefnu hennar er staðfestur klofningur í flokknum,“ segir stjórnmálafræðiprófessor.
Árni Þór Sigurðsson, Lilja Bjargey Magnúsdóttir og Þuríður Backman upp bókun á löngum fundi þingflokks VG í dag um stuðning við ríkisstjórnina og stefnu hennar.
Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason treystu sér ekki til þess að styðja bókunina og áskildu sér allan rétt til þess að styðja sum mál ríkisstjórnarinnar og önnur ekki.

Þegar þetta lá fyrir dró stjórn þingflokksins bókunina til baka og kom hún því ekki til atkvæða.
Þingmennirnir þrír lýstu því hins vegar að þeir væru reiðubúnir til þess að verja ríkisstjórnina vantrausti yrði slík tillaga borin upp á Alþingi.

Afgreiðsla bókunarinnar staðfesti klofning í VG. „Nú liggur fyrir svart á hvítu að ríkisstjórnin styðst við 32 manna meirihluta á þingi því þingmennirnir þrír hafa í raun og veru stofnað nýjan flokk. Ríkisstjórnin þarf að hegða sér gagnvart þessum nýja flokki eins og hverjum öðrum stjórnarandstöðuflokki.
Ríkisstjórnin er því að mörgu leyti eins og hver önnur minnihlutastjórn sem sækir sér hlutleysi til annarra flokka eða reynir að verjast falli með því að semja við aðra.

Rauða Ljónið, 6.1.2011 kl. 00:37

2 identicon

Kannski ætti Heimssýn að flett upp merkingu á hugtakiniu 5. herdeildin.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 02:24

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þó að ég sé þér oft sammála, er ég það sannarlega ekki núna. Það er styrkur lýðræðisins að þá getur fólk haft mismunandi skoðanir eða áherslur, og með rökræðu er hægt að ná skynsamlegri niðurstöðu. Ásmundur er eins og flestir í VG á móti ESB. Hann hefur annað hvort áherslur í pólitík sem eru vinstra megin við miðju stjórnmálanna eða nær umhverfivernd sem VG gefur sig út fyrir að berjast fyrir. Með því að berjast innan síns flokks fyrir breytingum er hann að vinna á lýðræðislegan hátt. Hann þarf ekkert að skammast sín fyrir það, þvert á móti. Ef áherslur VG verða svo ólíkar skoðunum Ásmundar að hann getur ekki sætt sig við veru í flokknum, eða hann gefur upp alla von að hægt sé að hægt sé að koma á breytingum færir hann sig eflaust til.

Sigurður Þorsteinsson, 6.1.2011 kl. 07:19

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurður. Aðild Íslands að ESB er ekkert neitt smámál. Eitt stærsta pólitíska
hitamál lýðveldisins. Sertu HEILL og TRÚR þinni samfæringu í því að inn í
ESB hafi Ísland EKKERT að gera, styður þú ekki samtímis bæði flokk og
ríkisstjórn sem vinnur að hinu gagnstæða. En, eins og ég sagði í písli mínum, í ljósi  kommúnísks bakgrunns Vinstri grænna, er hægt að skilji
tvöfeldni þeirra í Evrópumálum, sem er í samræmi við þeirra andþjóðlegu
viðhorf gagnvart íslenzkum þjóðarhagsmunum. Þetta á ekkert skylt við
lýðræði eða slíkt, heldur hvort menn eru heiðarlegir og samkvæmir sjálfum
sér. Tel Ásmund það alls ekki, enda andþjóðlegur kommúnisti í mínum
huga, og ekkert annað. Og hafa þennan kommúnista sem formann
Heimssýnar er algjör skandall, enda sagði mig úr þeim samtökum fyrir
margt löngu.  Mun ALDREI lúta leiðsagnar hérlendra kommúnista,.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.1.2011 kl. 09:28

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já rétt er það Guðmundur.

Það væri best að þessi stjórn fari fram og boðaðar verða kosningar.

Enda margt sem hefur komið í ljós eftir seinustu kostninga t.d rannsóknarskýrsla Alþingis og svo hafa ýmsir flokkar tekið niður grímuna einsog VG. Kjósendur eiga rétt á að kjósa núna. 

Sleggjan og Hvellurinn, 6.1.2011 kl. 10:46

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ætli draumur Steingrím J sé ekki þetta.

http://kimjongillookingatthings.tumblr.com/

Þá getur hann labbað um Ísland og horft á hluti.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.1.2011 kl. 11:15

7 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sæll félagi..já Ásmundur verður að gera upp við sig, hvað hann vill..Heimsýn eru ekki öflugt afl um þessar mundir, ég er í Heimsýn og vonaðist að það yrðu allskonar uppfræðsla og upplýsa fólk um hvað það er mikilvægt að vera við sjálf..og styðja Ísland.

ESB er ekkert annað en bandalag kommúnista..þar sem endalausir styrkjakerfi er virkjað...og fólk gert að aumingjum.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 7.1.2011 kl. 01:14

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ægir

Ástæðan fyrir að það er engin fræðsa hjá Heimssýn er vegna þess að þeir hafa engin rök gegn ESB... nema einhverjar tröllasögur um að missa sjálfstæðið og einvherjar prósentutölur um þingmenn á þinginu og þannig þvælur.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.1.2011 kl. 13:49

9 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þá eru nafnlausu bloggararnir mættir...hvað má þá segja um evrusinna..þeir hafa ekkert fyrir sér í þessu evrurugli..annað en að segja að krónan er ónýt..krónan er einn sterkasti miðill sem til er.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 7.1.2011 kl. 21:22

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir innlegg þín Ægir!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.1.2011 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband