Brúarsmið Þorgerðar Katrinar að heppnast ?


   Þau ummæli Sigmundar Ernis Rúnarssonar þingmanns
Samfylkingarinnar í  Silfri  Egils  í gær, að vera reiðubúinn
að mynda nýja  ríkisstjórn  með  nýjum  flokki sé það þjóð-
inni til  framdráttar, hefur vakið  athygli. Ekki  síst  í  ljósi
kúvendingar  Sjálfstæðisflokksins  í  Icesave, og  mikið
hrós úr röðum sósíaldemókrata Samfylkingarinnar, þ.á.m 
Sigmundar sjálfs, á formanni Sjálfstæðisflokksins, fyrir hug-
rekkið í Icesave- kúvendingunni. 

   Í þessu sambandi beinist nú ljósið að Þorgerðri Katrinu
Gunnarsdóttir, fyrrv. varaformanni Sjálfstæðisflokksins,
komandi úr sama kjördæmi og formaðurinn, og einn helsti
leiðtogi sósíaldemókrata innan Sjálfstæðisflokksins. En það
var einmitt fyrir tilstuðlan hennar að Framsóknarflokki var
skipt úr fyrir Samfylkinguna, og Hrunstjórnin var mynduð,
og pólitískri eyðimerkurgöngu Samfylkingarinnar lauk.

  Nú er eins og sagan sé að endurtaka sig aftur, enda brúar-
smiðurinn með góða reynslu, og jafnvel enn meiri sósíaldemó-
kratískan sannfæringakraft en nokkru sinni áður. Því nú hrópar
eitt helsta og hjartfólgnasta mál sósíaldemókratanna á Íslandi
fyrr og síðar, sjálf aðildin að ESB, eftir nýju og kröftugra brautar-
gengi. Icesave  var  ein  af aðal hindruninni í því brautargengi.
Heilög skylda hins sósíaldemókrataíska arms Sjálfstæðisflokk-
sins undir forystu Þorgerðar var því að koma til hjálpar á ögur-
stundu. Hvað sem það kostaði. Sem nú hefur gerst. Og í kjölfarið
liggur nú í loftinu endurnýjað samstarf hinna sósíaldemókrataísku
hrunflokka. Fyrir eða eftir kosningar.  Tuð Tryggva Þórs fyrrum
vinstrisinna um annað breytir þar engu um.

   Vegir sósíaldemókratanna eru órannsakanlegir. Ekki síst innan
Sjálfstæðisflokksins. Sem grasrót hans er nú loks að uppgötva.
Uppstokkunin til hægri blasir því við. Sauðagæra Sjálfstæðisflokk-
sins sem borgaralegs þjóðholls flokks hefur endanlega verið af-
hjúpuð. Nýtt framsækið þjóðhollt borgaralegt afl hlýtur því að koma
til. Því heill lands og þjóðar er í veði. Íslenzk framtíð á íslenzkum
forsendum!

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.

  
mbl.is Tilbúinn að mynda nýja ríkisstjórn um atvinnumálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Tryggvi Þór fyrrum vinstrisinni?  Hvernig færðu það út?  Alltaf gaman að heyra eitthvað nýtt!

Skúli (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 01:06

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Held að þú hafir rétt fyrir þér í þessu eins og ýmsu öðru Guðmundur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.2.2011 kl. 01:46

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Guðrún.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.2.2011 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband