Bjarni Ben vildi í raun Icesave ll !


   Menn undrast mjög kúvendingu Bjarna Benediktssonar
formanns Sjálfstæðisflokksins í Icesave. En var þetta þá
kúvending í ljósi leiðara MBL í dag, þegar allt kemur til alls?
En þar segir að ,,þegar forsetinn hafi hafnað Icesave 11 
og þjóðaratkvæðagreiðsla blasti við, kom Bjarni Benedikts-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins, í fjölmiðla og sagði AÐ
NÚ YRÐI AÐ GERA ALLT TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR AР SÚ
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA FÆRI FRAM".

   M.ö.o. Hefði vilji Bjarna orðið að veruleika, sæti þjóðin
uppi með hinn afleita Icesave 11. Þessar upplýsingar í
leiðara MBL sem undirritaður vissi ekki um, skýrir margt
um afstöðu Bjarna til Icesave í dag. Og sem meira  er.
Þetta skýrir enn frekar andstöðu hans til þjóðaratkvæða-
greiðslu um þriðju Icesave-þjóðsvikin, og skipar honum
klárlega þar með í hinn sósíaldemókrataíska arm flokksins,
þar sem Þorgerður Katrín hefur hingað til verið talin þar
leiðandi. Nú eftir að Bjarni hefur komið út úr þeim skáp,
hefur Þorgerði  borist  mikilvægur liðauki, með    hinum 
sósíaldemókratasinnaða formanni Sjálfstæðisflokksins.

  Já, vegir sósíaldemókratanna eru órannsakanlegir!
Sérstaklega í Sjálfstæðisflokknum!

  tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook........    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband