Hvers-konar flokkur er þessi Sjálfstæðisflokkur ?


   Hvers-konar flokkur og fyrirbæri er þessi Sjálfstæðisflokkur
orðinn eiginlega? En skv. heimildum DV í gær hafa sjálfstæðis-
menn boðið róttæklingunum í Vinstri grænum upp á  stjórnar-
samstarf. Og ekki bara það. Heldur að leiðtogi þeirra, kommún-
istinn og einn helsti Icesave-málsvarinn og þjóðsvikarinn í því
máli, Steingrímur J. yrði gerður að forsætisráðherra Íslands.
Þannig verðlaunaður fyrir afglöpin og þjóðarsvikin, ásamt því
að hafa komið Evrópuhraðlestinni af stað..  Já hvers-konar
flokkur er þessi Sjálfstæðisflokkur eiginlega?

   Þetta er allt með ólíkindum. Enda hefur frétt DV alls  ekki
verið hrakin. Heldur þvert á móti!  En kemur samt ekki svo
mikið á óvart. Í ljósi þess að flokksforysta Sjálfstæðisflokk-
sins samþykkti Icesave-svikin. Að flokksforysta Sjálfstæðis-
flokksins hefur oftar en ekki svikið hin borgaralegu gildi og
viðhorf  og  unnið  til  vinstri. Leiddi sósíaldemókratanna til
valda í ríkisstjórn með  atbeina  hins sósíaldemókrataíska
kjarna  innan  Sjálfstæðisflokksins. En sú sama ríkisstjórn
leiddi hrunið yfir þjóðina. Ekki síst á  forsendum hins stór-
gallaða EES- samnings  sem einmitt Sjálfstæðisflokkurinn
og sósíaldemókratarnir hans  leiddu yfir þjóðina á sínum
tíma. Illu heilli!

   Já þessi Sjálfstæðisflokkur er allsherjar furðufyrirbæri í
íslenzkum  stjórnmálum  í  dag. Hefur fyrir löngu hent út
öllum  þjóðhollum  borgaralegum  gildum  og viðhorfum. 
Enda orðinn einn helsti leik-soppur vinstriaflanna í dag.
Með tilheyrandi upplausn og stjórnleysi á Íslandi þar
sem vinstriöflin fá nánast óáreitt að leika lausum hala.
Allt í umboði hins ístöðulausa ráðvillta Sjálfstæðisflokks.
Sem einmitt átti og á að halda vinstriöflunum í skefjum,
með borgaralegri pólitískri blokk í íslenzkum stjórnmálum.

   Væntingar um uppstokkun í íslenzkum stjórnmálum og
tilkomu nýrra flokksframboða eru miklar í dag. Klárlega
þarf hið stóra gat til hægri að uppfyllast fyrir næstu kosn-
ingar. - Því Sjálfstæðisflokkurinn fyllir það pólitíska rúm
ekki lengur. Klárlega alls ekki lengur með sínum stöðugu
pólitískum afglöpum til vinstri!


   www.afram-island.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þjóðlegur Íslenskur flokkur Guðmundur sem vill Íslensku gildin í öndvegi.

Flokkur sem vill ásamt náttúruvernd, jafnrétti, launajöfnuði, kynjajöfnuði og baráttu gegn hernaði, auka veg hinnar ramÍslensku fæðu svo sem hákarls hrútspunga sviða og selshreifa..Þannig er nú það.

hilmar jónsson, 8.10.2011 kl. 18:19

2 Smámynd: Elle_

Hvað koma svið fullveldi og vörnum landsins við?  Guðmundur er að skrifa um menn sem stofna velferð og öryggi landsins í hættu, eins og Bjarni og Steingrímur í ICESAVE.  Gat nú verið að þú yrðir að snúa út úr fyrir honum ef hann andaði á hættulegan Steingrím.

Elle_, 8.10.2011 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband