HÆGRI GRÆNIR vinsælir á Útvarpi Sögu!


   HÆGRI GRÆNIR virðast njóta mikilla vinsælda á Útvarpi Sögu
ef marka má skoðanakönnun þar um fylgi flokka og birt var þar
í dag. Af 1593 þátttakendum studdu rúm 57% HÆGRI GRÆNA.

   Þótt þetta sé engan veginn vísindaleg  könnun  gefur  hún þó
mikilvægar vísbendingar. Sem sagt þær að eftir að HÆGRI GRÆNIR
kynntu sig fyrir 2 vikum sbr.  www.xg.is  hafa auga  fólks  hægra
megin við miðju beinst að flokknum sem sterkan valkost. Einkum
óánægjufylgi Sjálfstæðisflokksins og íhaldskjarni Framsóknar, auk
þeirra mörgu óákveðnu sem skilgreina sig hægra megin við miðju
en geta alls ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eftir hrunið
mikla, né hinn óútreiknalega Framsóknarflokk.

   Vert er að óska HÆGRI GRÆNUM til hamingju með góða siglingu.
Og kjósendum fyrir að hafa eignast ALVÖRU VAL hægra megin við
miðju í íslenzkum stjórnmálum.  Tími til kominn!

   ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!  ÁFRAM ÍSLAND!  

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er flokkur sem hefur sett fram ákveðna stefnu sem er ekki tómar skýjaborgir sem ekki er hægt að standa við og eru aukinheldur okkur kjósendum að skapi, hinsvegar þegar lesin er stefnuskrá flokksins þá finnst ósköp lítið um málefni landsbyggðarinnar það er hætt við að það dragi úr hrifningu kjósenda landsbyggðarinnar fyrir flokknum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 15:04

2 identicon

Hægri grænir; bull flokkur. Stofnendur litblindir, svart verður  grænt, grænt verður svart. En þeir eru meinlausir. Ég efast um að þeir greiði sjálfum sér atkvæði, enda væri það atkvæði ónýtt. Mætti eins vel éta seðilinn, eins og Dísa í Skálholti gerði í Heimsljósi Halldórs.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 15:41

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kristján. Takk kærlega fyrir innlegg og ábendingar. HÆGRI GRÆNIR skilgreina sig sem FLOKK FÓLKSINS, og þá án tillits hvar þar býr í landinu.
Á www.xg.iser ítarleg stefnuskrá, og undir liðnum Stefnumál má finna
undir málefninu BYGGÐIR LANDSINS ítarlegt um byggðarmál. Formaður
flokksins hefur  sagt að stefna flokksins sé í stöðugri vinnslu og að
allar ábendingar séu vel þegnar.  Hvað saknar þú mest Kristján um
byggðarmálin?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.5.2012 kl. 16:12

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Haukur sem kallar sig Hauk??  Réttast væri að henda þig út hér, en læt þig
hanga þér inni til vitnis um hvað margir óttast hið nýja ákveðna hægra-afl,
sbr. munnsöfnuður þinn hér...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.5.2012 kl. 16:15

5 identicon

Ég hef farið yfir þetta á einhverju hundavaði og kannki yfirsést eitthvað en það sem mér fynnst yfirhöfuð vanta í alla pólitík það er að vel sé skilgreint hlutverk og skyldur þéttbýlisins annars vegar og dreifbýlisins hinsvegar og einnig að gerðar séu raunhæfar áætlanir um samgöngu úrbætur og atvinnuuppbyggingu á vitrænum grunni og kjördæmapotið látið sigla sinn sjó. stefnan á að vera sú að kjörnið þingfólk sé þingfólk allra landsmanna en ekki bara kjördæmisins sem þeir eru kosnir. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 19:28

6 identicon

Varðandi þennan Hauk þá er þetta greinilega rökþrota rugludallur ómarktækur með öllu.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 19:29

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Er alveg sammála Kristján. Minni á að í viðtali nýverið talaði Guðmundur Franklín formaður HG einmitt um byggðarmál og hvernig væri hægt að efla byggð í landinu. Eins og þú veist er hann með ákveðna skynsama og raunhæfa hugmynd hvernig best og fljótast yrði að losa þjóðinna  úr gíslingu aflandskróna. En með upptöku RÍKISDALS yrðu eigendur aflandskróna stilltir upp við vegg í stað þjóðarinnar nú, og gefnir tveir kostir. Í kjölfarið losaðist um mikið fé sem Guðmundur leggur til að yrði
notaðir í ýmsa samfélagslega uppbyggingu, ekki síst úti á landi m.a í
mennta-og heilbrigðisþjónustu, samgöngur s.s jarðgöng og margt fleira sem brennur á landsbyggðinni.  Svo minni ég á að HG vilja frjálsar
handfæraveiðar sem yrði mikil lyftistöng fyrir sjávarþorpin um land allt.
En endilega hafðu samband við formann okkar  HG með fyrirspurnir og
ábendingar. Hann kallar mkög  eftir öllu slíku!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.5.2012 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband