Bjarna Ben ekki treystandi í Evrópumálum!


   Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins er alls
ekki  treystandi Evrópumálum. Nú segist hann það vel koma
til greina að breyta stjórnarskránni svo að tilskipum ESB um
fjármálamarkaði samrýmist stjórnarskránni. En þar með  er
Bjarni Ben búinn að ryðja burtu AÐAL hindruninni í því að
Ísland geti gengið í ESB.

   Enn eitt dæmið um hálfvelgju Bjarna í Evrópumálum.  Og
þessa yfirlýsingu gefur hann án neins umboðs úr flokknum.
Einskonar ,,ískalt mat" hans eins og hann sveik bæði flokk
og þjóð í Icesave. Svona manni er ekki treystandi. Einn af
fjölmörgum innan Sjálfstæðisflokksins með sláandi sósíal--
demókrataískt hjarta...

   Gott að verðugt þjóðhollt hægrisinnað afl, HÆGRI GRÆNIR,
séu komnir til leiks til forystu á hægri kanti íslenzkra stjórn-
mála. Sjálfstæðisflokkurinn hefur GJÖRSAMLEGA brugðist í
því hlutverki!

    www.xg.is   www.afram-island.is 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður er farinn að efast um að Bjarni Ben gangi heill til skógar með tilliti til höfuðsins og þess sem fram fer þar inni.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 21:30

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nákvæmlegsa Kristján!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.5.2012 kl. 21:48

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hausinn á Bjarna á það til að frjósa þegur hann hugsar til Brussel. Það er ekki gott hjá formanni þess stjórnmálaflokks sem talinn er stæðstur í landinu!

Það er spurning um að gefa honum góða íslenska prjónahúfu úr ull. Það heldur kannski hita á heilanum á honum og hann hættir þessu "ískalda" mati sínu á því er snýr að ESB. 

Auðvitað væri þó best fyrir flokkinn að gefa honum fullnaðar frí frá formannsstólnum!

Gunnar Heiðarsson, 10.5.2012 kl. 23:31

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Eða gefa þessum Hrun-Icesave-sinnaða Sjálfstæðisflokki frí Gunnar og halla
OKKUR að HÆGRI GRÆNUM? Hinum eina sanna í dag!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.5.2012 kl. 00:25

5 Smámynd: Elle_

Prjónahúfu úr ull??  Hví ekki?  Hann er alltof tvístígandi maðurinn.  Það er ekki hægt að vita hvar hann stendur í neinu.  Það er ekki heldur hægt að trúa neinu sem hann segir.

Elle_, 11.5.2012 kl. 15:29

6 identicon

það verður spennandi þegar næsta skoðanakönnun kemur á gallup þar sem HG verða komnir inn.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband