Samþykki Alþingis á IPA-styrkjum ESB yrði stríðsyfirlýsing!


   Hér með er skorað á alla ESB-andstæðinga og þjóðfrelsissinna
að taka það sem stríðsyfirlýsingu ef meirihluti Alþingis samþykkir
IPA-styrki ESB. En þeir koma til umræðu og afgreiðslu á Alþingi í
dag!

   IPA-mútustyrkir ESB upp á 5 milljarða til aðlögunar  á íslensku
stjórnkerfi við stofnanir ESB er eitt stærsta skerf í innlimun Íslands
í ESB. ÞVERT Á VILJA ÞJÓÐARINNAR og án þess að hún hafi nokkuð
um málið að segja.

   Ef Alþingi er í einhverjum takti við þjóðina og ef marka má meiri-
hluta yfirlýsingar þingmanna um andstöðu við aðild Íslands að ESB,
ætti þessi tillaga að verða kolfeld. Ef ekki hefur myndast meiriháttar
gjá milli þings og þjóðar í máli þessu sem forsetinn hlýtur að skoða.

   Hvernig í ÓSKÖPUNUM getur t.d þingmenn eins og Steingrímur J.
Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Katrín Jakobsdóttir VOGAÐ sér
að samþykkja slíkt RISASKREF  inn í ESB sem IPA-styrkirnir eru, án
þess að tilkynna jafnframt um GJÖR-breytta skoðun sína í Evrópu-
málum? Sem sagt þeirri að þau VILJA að Ísland gangi í ESB! Því IPA-
styrkirnir ganga út á það! -  Geri þau  það  EKKI  og samþykkja IPA-
styrkina er um að ræða alstærsta pólitíska tvískinnunginn í sögu
Alþingis! Og er þá mikið sagt! 

   Við ESB-andstæðingar eigum og skulum taka samþykki Alþingis
á IPA-styrkjunum sem stríðsyfirlýsingu og bregðast við samkvæmt
því.  MÆLIRINN YRÐI EINFALDLEGA FULLUR! Kominn VIRKILEGA
tími til að SJÓÐI UPP ÚR og það ÆRLEGA milli okkar ESB-andstæðinga
og þess litla hóps landsöluliðs sem enn vill troða Íslandi inn í hið
DEYJANDI og GJÖRSPILLTA  Evrópusamband! 

   Fylgjumst vel með umræðunni um IPA-styrkina á Alþingi, og ekki
hvað síst atkvæðagreiðsluna. Sem vonandi verður komið í veg fyrir
MEÐ ÖLLUM TILTÆKUM RÁÐUM!

   Í þjóðfrelsisstríði litillar þjóðar er fátt bannað!

   ÁFRAM FRJÁLST OG FULLVALDA ÍSLAND!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Guðmundur Jónas, fyrir að standa hér vaktina og vekja athygli á þessu yfirvofandi dagskrármáli Alþingis. Ég tek svo sannarlega undir þessi orð þín:

"Hvernig í ÓSKÖPUNUM geta t.d þingmenn eins og Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Katrín Jakobsdóttir VOGAÐ sér að samþykkja slíkt RISASKREF inn í ESB sem IPA-styrkirnir eru, án þess að tilkynna jafnframt um GJÖR-breytta skoðun sína í Evrópumálum? Sem sagt þeirri að þau VILJA að Ísland gangi í ESB! Því IPA-styrkirnir ganga út á það!"

Við skulum því vona, að tillagan verði FELLD með miklum meirihluta atkvæða!

Eða getur það verið, að Jóhanna og Össur hafi í gær og fyrradag tryggt sér stuðning ekki aðeins Steingríms-liðanna, heldur einnig Hreyfingarinnar við þetta hneykslanlega þingmál? Það verða þá kannski endalok þess, að ýmsir félagar þeirra styðji þau lengur. Kannski þau endi þá sem útlagar í sjálfri Útópíunni?!

Jón Valur Jensson, 15.5.2012 kl. 01:48

2 identicon

Þetta er hættulegri sala á landinu en á Grímsstöðum á fjöllum. Þetta er alveg eðli Kratanna. Nú vantar bara einhvern einstakling sem hefur þor að ganga að einhverju kratakvikindinu og gefa því kjaftshögg á þingtröppunum ef þetta fer í gegn. Reyndar mætti Steingrímur fá eitt líka.

Það gerðist árið 1949 þegar skrifað var undir varnarsamninginn við BNA. að Stefán Jóhann Stefánsson þá utanríkisráðherra fékk kjaftshögg frá konu sem taldi að nú væri landið komið í eigu BNA. Þetta er að nokkru leyti rétt

hjá henni. Tryggari undirlægjur en íslendingar eiga ekki BNA. Tímabært er að sagan endurtaki sig, þegar unnið er leynt og ljóst að "sölu" Íslands. Megi þetta fólk skammast sín um aldur og ævi. 5 milljarðir. Þessar landráðamanneskjur eru aðeins hærri í skalanum, Júdas fékk nú bara 30 silfurpeninga.

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 07:24

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á hvern hátt er Ísland komið "í eigu" Bandaríkjanna?

Jóhanna, allar spár um að Ísland yrði lagt undir Bandaríkin reyndust falsspár eða einber taugaveiklun. Hvorki urðum við eign bandarískra auðhringa, nýlenda fyrir innflutning fólks frá Bandaríkjunum né stjórnarfarslega undirgefin þeim, og að eigin frumkvæði fóru þau burt héðan með sitt varnarlið.

Ráðamenn í Bandaríkjunum gerðu líka EKKERT til að koma sínum lögum yfir okkur, að aðlaga stjórnkerfið hér að bandarísku, eins og hins vegar Evrópusambandið gerir, en færum við þangað "inn", yrðu lög þess æðst hér á landi og myndu ryðja frá öllum ísl. lögum, sem á þau rækjust. Þá fengi Evrópusambandið og meðlimaríkin þar alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu okkar milli 12 og 200 mílna!

Jón Valur Jensson, 15.5.2012 kl. 11:31

4 identicon

Jón Valur.

Þú verður að lesa þetta yfir aftur. Ég sagði: "Að nokkru leyti rétt". Og ég endurtek það, að tryggari undirlægjur en íslendingar finnast ekki. Þeim munar ekkert um að skrifa upp á 2-3 innrásir í sjálfstæð lönd til að tryggja BNA. olíu.

Ég er sammála þér í ESB. höfum við ekkert að gera. Við verðum bara útnári í Ballarhafi sem enginn hlustar á, eða tekur tillit til. Össur, Jóhanna og Steingrímur virðast vera örugg að málið sé í höfn. Verði okkur að góðu. Bara kyngja.....

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 17:07

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir innlegg ykkar hér félagi Jón Valur og Jóhanna!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.5.2012 kl. 20:32

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Wohlbekommen, mein liebe Freund.

Jóhanna, hvaða "2-3 innrásir í sjálfstæð lönd" áttu við? Veiztu ekki, að innrásin í Afganistan var gerð með samþykki Sameinuðu þjóðanna og að fjölþjóðaherinn þar hefur starfað þar í sí-endurnýjuðu umboði SÞ?

Og var Afganistan í alvöru "sjálfstætt" með saúdíarabísku talíbanana yfir sér? Og voru kynsystur þínar þar í landi vel haldnar í þá daga?!

Jón Valur Jensson, 16.5.2012 kl. 00:15

7 identicon

Jón Valur!!

Eru kynsystur mínar í Afganistan eitthvað betur settar í dag?

Burt séð frá því.

Hvernig hafa atkvæði frá Íslands hálfu fallið í sí-endurteknum umboðum S.Þ. Hverjir fóru inn í Irak, Líbyu, og íslendingar samþykkja allt sem BNA. gera. Eigum við nokkuð að benda á f.þ. Júgoslavíu? Hvernig er ástandið þar nú? Við skulum tala varlega hér, og vona að ISG. hafi það gott í Afganistan. En hún vinnur hjá S.Þ. er það ekki? Þeim merku samtökum.

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband