Hægri grænir lausir við sósíaldemókratanna!


   Öfugt við Sjálfstæðisflokkinn, þá eru HÆGRI GRÆNIR, flokkur
fólksins, lausir við alla sósíaldemókrata. Sem er mikill kostur! En
í gær funduðu sósíaldemókratar innan Sjálfstæðisflokksins um
Evrópunál. En fyrir þeim fer Benedikt Jóhannesson formaður
svokallaðra Sjálfstæðra Evrópusinna.

  Sósíaldemókratarnir í Sjálfstæðisflokknum hafa löngum verið
áhrifamiklir innan Sjálfstæðisflokksins. -  Og hafa ekki sagt sitt
síðasta  í Evrópumálum. - Best hefði verið hjá Landsfundinum
að samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB innan 6 mánaða.
Eins og t.d  Hægri  grænir  flokkur  fólksins  eru  opnir fyrir. Því
tvennt er þó ljóst. ENGIR SAMNINGAR eru í boði heldur áfram-
haldandi AÐLÖGUN. Og svo hitt að þjóðin MUN KOLFELLA  aðild
að ESB í dag. Þannig hefði málið legið dautt hjá Sjálfstæðisflokk-
num. En  hann glutraði því! 
   
   En  þar sem HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins, hafa enga sósíal-
demókrata innan sinna raða, er stefna þeirra skýrust í andstöðu
við ESB. Þannig vill flokkurinn einn flokka uppsögn á Schengen -
ruglinu, og taka upp virkt landamæraeftirlit. Þá vill flokkurinn
einn  flokka  endurskoða  EES-samninginn   með tvíhliða sam-
ing í huga við ESB sbr.  Sviss. HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins,
eru því með skýrustu stefnuna meðal ESB-andstæðinga í dag,
enda lausir við alla sósíaldemókrata innan sinna raða  eins og
áður sagði. 

   Landsfundur HÆGRI GRÆNNA, flokks fólksins, er nú boðaður
n.k laugardag. Þar verða framboðslistar kynntir og helstu bar-
áttumál skírð, og  samhent  flokksaforysta  kosin undi sterkri
stjórn Guðmundar Franklíns Jónssonar. - Þar  með  mun  hörð
kosningarbarátta HÆGRI  GRÆNNA flokk fólksins formlega hef-
jast gegn vinstriöflunum í landinu. Baráttu fyrir endurreisn Ís-
lands og áframhaldandi þjóðfrelsi og fullveldi Íslands!

   ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR www.xg.is  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góð málefni verst að fylgið er ekki meira samkvæmt skoðunarkönnunum.

Fylgið breytist kanski þegar kjósendur fá að sjá andlit Hægri Grænna so to speak eftir fundinn n.k. laugardag?

Gott ráð: Hægri Grænir ættu að sýna það að þeir eru ekki að skafa flórinn ein og hinir flokkarnir og þá á ég við að tala/skrifa illa um aðra flokka, heldur ætti Hægri Grænir eyða sínum tíma í að útskýra málefni og stefnu flokksins.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.3.2013 kl. 02:41

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir þetta Jóhann!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.3.2013 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband